Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 32

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 32
H A F R A N N S Ó K N I R 32 Ýmsar frásagnir hafa verið skráðar þar sem umfangsmiklu brottkasti er lýst. Þannig segir í Togarasögu Magnúsar Runólfssonar (Magnús Runólfsson og Guðjón Friðriks- son 1983, bls. 76): „Í saltinu var ekkert hirt nema þorskurinn og þá var stundum óhemjuvinna að henda hinu öllu út. Það var kannski fullt dekk og aðeins nokkur kvikindi af þorski innan um allan ufsann, karfann og há- karlinn. Maður var kófsveittur alla daga að stinga þetta út og af- köstin afar lítil. Þrældómur var að djöfla þessu inn og út aftur og geysileg verðmæti fóru í sjóinn af hreinu þekkingarleysi. Það var ekki fyrr en seinna að farið var að hirða ufsann og karfann.“ Þetta mun hafa verið á árunum 1925- 30. Miklar sögur gengu á sínum tíma um svokallað Hvalbaks- fiskirí, sem var stundað á Aust- fjarðarmiðum við Hvalbak fyrir 1930, að sögn þeirra sem til þekkja. Fiskur var mjög jafnsmár á þessum slóðum en í miklu magni og því lágu togarar í þessu og flöttu í salt eða svokallaðan Labra. Samkvæmt sögusögnum var mikið um brottkast og stóðu menn gjarnan við lensportin heilu túrana við að sparka út smá- fiskinum. Í ævisögu togara- mannsins Guðmundar Halldórs eftir Jónas Guðmundsson (bls. 48) er getið um veiðar við Hvals- bak árið 1913 og að „þar var í gamla daga mikil kóðableiða. Þarna mokuðum við upp smá- þorski“. Ekki er þó sérstaklega getið um brottkast. Gríðarleg veiði var við Vestur- Grænland á árunum upp úr 1950. Fiskmagnið var slíkt að mestu skipti að draga trollið að- eins í eina til tvær mínútur, ella var hætta á að „sprengja“ trollið og tapa fiskinum. Togarar voru að taka 20-60 tonna afla í togi og höfðu menn hvergi nærri undan að gera að aflanum. Nærri má geta að ekki hefur smáfiskur verið hirtur við slíkar aðstæður og fóru miklar sögur af smáfiskadrápi við þessar veiðar. Ljóst er þó að mikið hefur einnig verið af góðum fiski. Þannig landaði togarinn Egill rauði 380 tonnum af fullstöðnum saltfiski á Norðfirði sumarið 1954 eftir sex vikna veiðiferð til Grænlands (Ægir 8. tbl. 1954). Á síðari áratugum hefur stór- fellt brottkast vafalaust átt sér stað í einhverjum tilvikum enda þótt umræða um slíkt hafi ekki farið hátt. Höfundur þessarar greinar var til að mynda vitni að miklu brottkasti togara í Reykja- fjarðarál í marsmánuði 1976 og má ætla að hundruðum tonna, og jafnvel þúsundum, hafi verið varpað fyrir borð meðan þessar veiðar fóru fram. Svæðinu var síð- an lokað í framhaldi af könnun sem gerð var á aflasamsetningu togaranna. Miklar breytingar hafa verið gerðar á undanförnum áratugum Brottkast ýsu á Íslandsmiðum - metið með lengdarháðri aðferð Brottkast á fiski er ekki nýtt fyrirbæri í fiskveiðum hér við land. Ekki eru þó heimildir um brottkast á fiski á fyrri öldum, þ.e. meðan fiskveið- ar hér við land voru stundaðar nánast með handaflinu einu. Slíkt at- hæfi, að kasta fiskinum - matnum - hefur vafalaust verið óhugsandi á tímum harðræðis og skorts á öllum sviðum. Telja má líklegt að brott- kast hefjist með veiðum stórvirkra togskipa hér við land undir lok 19. aldar. Með þeirri tæknibyltingu sem þá var innleidd margfaldaðist afl- inn og varð ekki sá takmarkandi þáttur sem hann hafði verið til þess tíma. Þar með sköpuðust efnahagslegar forsendur fyrir brottkasti. Verð- mætasti hluti aflans var hirtur en öðru varpað fyrir borð eða gefið Ís- lendingum sem stunduðu svokallaða „tröllaróðra“ um nokkurt skeið. Á þessum fyrstu árum togara hér við land þóttu þeir þvílík skip að þeim var líkt við tröll, enda afköstin eftir því. Um þetta má lesa í ævisögu Tryggva Ófeigssonar eftir Ásgeir Jakobsson (1979). Ólafur K. Pálsson Höfundur er fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.