Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 40
40
V E I Ð A R F Æ R I
Auto-Trawl kerfið er orðið
mjög vel þekkt hér heima og
einnig á markaði erlendis, t.d. í
Noregi, Færeyjum, Chile, Banda-
ríkjunum, á Spáni og Nýja Sjá-
landi. Búnaðurinn fór meðal ann-
ars um borð í hafrannsóknaskipið
Árna Friðriksson og í framhaldi af
því var ákveðið að taka vindubún-
að frá Naust Marine um borð í
hafrannsóknaskip bresku hafrann-
sóknastofnunarinnar, sem nú er í
smíðum í Ferguson skipasmíða-
stöðinni í Glasgow.
Búnaðurinn frá Naust Marine
þykir eftirsóknarverður m.a.
vegna þess hversu hljóðlátur hann
er. „Já, það er alveg rétt að einn af
helsu kostum þess togvindubún-
aðar sem við seljum er að hann er
mjög hljóðlátur. Í samanburði við
glussavindubúnað þeirra fyrir-
tækja sem keppa mest við okkur,
sem eru fyrst og fremst Rolls
Royce og Rapp Hydema, erum
við með mun hljóðlátari raf-
magnsdrifin spil,“ segir Ásgeir
Erling Gunnarsson hjá Naust
Marine.
Sem heildarkerfi er Auto-Trawl
kerfið hannað og þróað af Naust
Marine, en spilin hefur fyrirtækið
keypt af Ibercisa, vinduframleið-
anda á Spáni sem hefur lagað það
að þörfum Naust Marine. „Þessi
spil eru fyrst og fremst frábrugðin
öðrum spilum sem hér hafa verið
á markaðnum hvað varðar gerð
tannhjólanna að því leyti að þau
eru skátennt og sérstaklega afrétt.
Þetta gerir það að verkum að
vindubúnaðurinn er mjög hljóð-
látur og það er vissulega eftir-
sóknarverður kostur,“ segir Ás-
geir.
Bætt orkunýting
Nýverið setti Naust Marine
þriðju vinduna í Sisimiut, sem er
einn af frystitogurum Royal
Greenland. Það sem er fréttnæmt
við það er að þessi vinda er raf-
drifin og var ATW kerfið sam-
hæft Rolls Royce togvindukerf-
inu sem var um borð. Þessi lausn
er sérstaklega hentug þar sem
Naust Marine vindan nýtir þá
orku sem var til staðar mun betur
en glussavindurnar þannig að
ekki þurfti að gera sérstakar ráð-
stafanir vegna orkuframleiðslu.
„Þetta eru eins og töfrabrögð,“
sagði skipstjórinn á Sisimiut þeg-
ar hann sá að amper mælirinn
sýndi nánast sömu straumnotkun
á toginu með þrjár vindur og
hann var vanur að sjá með tvær
togvindur áður. Skýringin er sú
að ATW kerfið bætir heildarnýtni
í rafmagnsframleiðslunni, auk
þess sem búnaður í ATW kerfinu
minnkaði THD bjögun á netinu
verulega.
Lækkandi verð á
rafmagnsvindum
Naust Marine hefur í samstarfi
við framleiðendur drifbúnaðar og
vindubúnaðar unnið að nýrri
hönnun á minni vindum, með
þeim árangri að ný kynslóð raf-
magnsvinda er að líta dagsins
ljós. Með notkun fjöldafram-
leiddra rafmótora, tíðnibreyta og
pánetugíra hefur tekist að lækka
framleiðslukostnað verulega,
þannig að í náinni framtíð er fyr-
irsjáanlegt að rafmagnsvindur eru
ekki eingöngu samkeppnishæfar
þegar um öflugustu gerðir tog-
vinda er að ræða, heldur einnig
þegar um grandaravindur, gilsa-
vindur og minni hjálparvindur er
að ræða fyrir togara. Ennfremur
er í þróun ný gerð 24V rafmagns-
vinda fyrir smærri báta og munu
þessar nýjungar verða kynntar á
sjávarútvegssýningunni í haust.
Ný hönnun fiskiskipa
„Ég vil líka nefna það að við höf-
um verið að vinna með Skipasýn
Togvindukerfi frá Naust Marine hafa vakið mikla athygli:
Hljóðlátari kerfi en
áður hafa þekkst
Naust Marine var stofnað árið 1993 og á fáum árum hefur fyrirtækið
náð afar sterkri stöðu í sölu á ýmsum búnaði fyrir sjávarútveginn. Ekki
síst er fyrirtækið þekkt fyrir ATW togvindukerfið (Auto-Trawl), sem er
fyrir allar gerðir togara.
Nokkrir af starfsmönn-
um Naust-Marine standa
hér við svokallaðan
tíðnibreytaskáp fyrir
rannsóknavindu í breskt
hafrannsóknaskip. Frá
vinstri: Þorgrímur Pét-
ursson, Ingvar Ágústs-
son, Birgir Úlfsson,
Kristinn Hallsson og Ás-
geir Erling Gunnarsson.
Mynd: Sverrir Jónsson.