Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 23

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 23
23 H VA L A S K O Ð U N / H VA LV E I Ð A R af þessari grein ferðaþjónustunnar hafi numið allt að 800 milljónum á síðasta ári og eru þá óbeinar tekjur ótaldar. Með beinum tekj- um er átt við ávinning flugfélaga, rútufyrirtækja, bílaleiga, gisti- staða, hótela, veitingahúsa, og hvalaskoðunarfyrirtækjanna af þessum ferðamönnum.“ Rannsóknir á hvölum í sam- vinnu við Hafró Við höfum tekið þátt í rannsókn- um á hvölun hér á Skjálfanda í samvinnu við hvaladeild Hafró undanfarin þrjú ár, þessar rann- sóknir hafa falið í sér myndatökur af öllum hvölum á flóanum, stað- setningu þeirra, hegðunarmynst- ur og tegundagreiningu. Sam- bærilegar rannsóknir eru jafn- framt stundaðar frá flestum hvalaskoðunarstöðunum í kring- um landið. Þessi gagnaöflun fer vonandi að skila sér í betri þekk- ingu á hvalastofnunum við landið en rannóknir á hvölum hafa því miður verið mjög takmarkaðar hér við land. Með þessum hætti eru hvalaskoðunarfyrirtækin sjálf að leggja nokkuð að mörkum til þess að auka þekkingu okkar á hvölunum við landið. Fara hvalveiðar og hvalaskoðun ekki saman? Ásbjörn telur að fullyrðingar um að hvalveiðar og hvalaskoðun geti farið saman séu settar fram án nokkurra gagna sem styðji þá fullyrðingu. „Ég bendi á að í Noregi kemur glögglega í ljós að þetta gengur ekki upp. Í Noregi byggist hvalaskoðun á því að sýna búrhvali og háhyrninga en þeir eru ekki veiddir þar við land, til- raunir til að nýta hrefnur með sama hætti hafa ekki gengið upp vegna þess hve styggar þær eru. Við sem erum í þessari atvinnu- grein hér á landi teljum að það sama yrði upp á teningnum hér ef hrefnuveiðar yrðu heimilaðar. Og að auki má gera ráð fyrir að gæf- ustu hrefnurnar yrðu þær fyrstu til að verða skotnar vegna þess hve gæfar þær eru orðnar. Hrefnuveiðar munu því skaða hvalaskoðun með beinum hætti því gæfustu hrefnurnar kæmu varla til baka að ári ef þær væru skotnar á leið sinni á hvalaskoð- unarsvæðin. Eftir áralangar ferðir á hvalaslóð hefur komið í ljós að hrefnurnar verða gæfari og gæfari eftir því sem þær þekkja bátana betur og nú er algengt að þær nálgist bátana og leiki sér upp við þá eins og fjölmörg dæmi sýna, m.a. á Skjálfandaflóa.“ Ísland þekkt fyrir hvalaskoðun „Erlendir vísindamenn og hvala- skoðunarsérfræðingar hafa ítrekað lýst því yfir að Ísland sé einn besti hvalaskoðunarstaður í heimi og að allar líkur séu á að þessi grein ferðaþjónustunnar komi til með að vaxa hratt ef ekki verði farið í ótímabærar hvalveiðar. Ís- land er þegar orðið þekkt meðal þeirra fjölmörgu ferðamanna sem stunda það að fara í hvalaskoðun- arferðir, á síðasta ári fóru um 9 milljónir ferðamanna í hvalaskoð- unarferðir víðsvegar í heiminum. Húsavík er orðin þekkt í dag sem höfuðborg hvalaskoðunar í Evr- ópu, það ásamt fjölbreytileika í framboði á hvalaskoðunarferðum mun án vafa draga enn fleiri ferðamenn til landsins á komandi árum. Þá má að lokum benda á þá jákvæðu umfjöllun sem landið okkar hefur fengið í erlendum fjölmiðlum vegna hvalaskoðun- ar,“ segir Ásbjörn. Yfir sextíu þúsund manns í hvalaskoðunarferðum í fyrra Skipulagðar hvalaskoðunarferðir hófust hér við land árið 1995 og segir Ásbjörn að vöxturinn í þess- ari grein ferðaþjónustunnar hafi síðan verið ævintýri líkastur. „Árið 1995 fóru um tvö þúsund og tvö hundruð ferðamenn í hvalaskoðunarferðir hér við land en fimm árum síðar var fjöldinn kominn upp í fjörutíu og fimm þúsund. Á síðasta ári fór vöxtur- inn enn fram úr væntingum, en heildarfjöldi farþega í hvalaskoð- unarferðum varð 60.550 á síðasta ári, sem var um 27% aukning milli ára,“ sagði Ásbjörn og bætti við: „Þessi gríðarlegi vöxtur hefur komið Íslandi á heimskortið hjá þeim ferðamönnum sem áhuga hafa á náttúruskoðun á sjó. Öll hvalaskoðunarfyrirtækin hafa lagt metnað sinn í að standa vel að þessari þjónustu. Ég tel að mark- aðssetning á þessum náttúruskoð- unarferðum hafi tekist afburða vel og væntingar til áframhaldandi vaxtar síst minni nú en áður.“ Fjöldi ferðamanna kemur gagngert í hvalaskoðun Ásbjörn vísar þeirri gagnrýni á bug að frjálslega sé farið með áð- urnefndar tölur um fjölda fólks í hvalaskoðun við Ísland. „Þessar tölur koma beint úr dagbókum hvalaskoðunarfyrirtækjanna. Skortur á rannsóknum gerir það hins vegar að verkum að erfitt er að fullyrða hversu margir ferða- menn koma gagngert til landsins til að fara í hvalaskoðun. Allt bendir þó til þess að nokkur þús- und ferðamenn komi til landsins í þeim tilgangi, m.a. komu ríflega 4 þúsund breskir ferðamenn til Suðurnesja eingöngu til að fara í hvalaskoðun og Bláa lónið og nokkur hundruð ferðamenn koma árlega til Norðurlands frá einni ferðaskrifstofu í Bretlandi til að fara í hvalaskoðun á Skjálfanda.“ Mikilvægi hvalaskoðunar- ferðamennsku. „Ég tel að tími sé kominn til þess að taka mark á þessari atvinnu- grein og að tillit sé tekið til hennar þegar rætt er um að hefja hvalveiðar hér við land. Það er án alls vafa „nýting“ að selja ferða- mönnum skoðunarferðir til að skoða þá hvali sem koma upp að ströndum landsins yfir sumartím- „Erlendir vísinda- menn og hvalaskoð- unarsérfræðingar hafa ítrekað lýst því yfir að Ísland sé einn besti hvala- skoðunarstaður í heimi og að allar lík- ur séu á að þessi grein ferðaþjónust- unnar komi til með að vaxa hratt ef ekki verði farið í ótíma- bærar hvalveiðar,“ segir Ásbjörn Björg- vinsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.