Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 26
26 „Ég hef enga trú á öðru en en frumvarpið verði að lögum á þessu þingi og að því er auðvitað stefnt. Ég geri mér þó grein fyrir því að það kunna að verða einhverjar breytingar á frumvarpinu áður en það verður að lögum, en í meginatriðum tel ég þó að það taki ekki breytingum,“ segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, í upphafi viðtals sem Ægir átti við hann á skrifstofu hans í sjávarútvegsráðuneytinu við Skúlagötu í Reykjavík. Strax þegar sjávarútvegsráðherra lagði fram frum- varpið á Alþingi í lok febrúar fékk það nokkuð harkaleg viðbrögð stjórnarandstöðunnar og ýmissa hagsmunaaðila. Ráðherra segist þó ekki líta svo á að viðbrögðin hafi verið harkaleg. Hins vegar hafi verið athyglisverður sá hringlandaháttur sem komið hafi fram í afstöðu einstakra talsmanna Samfylkingarinn- ar til skýrslu Auðlindanefndar, sem frumvarpið byggi að töluverðu leyti á, og síðan aftur til sjálfs frumvarpsins. Það er aldrei lognmolla í umræðunni um sjávarútvegsmálin á Íslandi. Fyrir réttu ári hófust harklegustu kjaradeilur útvegsmanna og sjómanna í seinni tíð, sem lauk með inngripi ríkisvaldsins. Þá féllu mörg stór orð í hita leiksins og enn falla stór orð um sjávarútvegsmálin, enda eru stóru málin í greininni til umræðu í þingsölum. Sjávarútvegsráðherra hefur sem kunnugt er lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða og viðbrögðin hafa verið misjöfn. En ráðherra er hvergi banginn og býst fastlega við að þær breytingar sem frumvarpið gerir ráð fyrir verði að lögum áður en Alþingi lýkur störfum á vordögum. Engin ástæða til að kvarta þótt eitthvað gefi á bátinn - Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, kemur víða við í Ægisviðtali Texti: Óskar Þór Halldórsson Myndir: Hreinn Magnússon

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.