Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 9
9 uð harðir á því að setrið verði opnað um mánaðamótin ágúst- september eða fyrrihluta septem- ber á þessu ári. Húsinu á að skila þann 14. ágúst og við ætlum okkar síðan nokkrar vikur í að setja upp sýninguna,“ segir Einar. Um miðjan desember sl. var skrifað undir verksamning við Ístak hf. um byggingu sýningar- skálans, en hann verður 650 fer- metrar að gólffleti, þar af verður sýningarsvæðið á röskum 500 fer- metrum. Kostnaður við byggingu hússins er samkvæmt samningi 106,5 milljónir króna, en Einar Njálsson telur að í það heila megi áætla kostnað við bygginguna og uppsetningu sjálfrar sýningarinn- ar allt að 150 milljónum króna. Markmið með setrinu Einar segir að grundvallarmark- miðið með Saltfisksetri Íslands sé að safna saman og varðveita muni og myndir sem segja sögu salt- fisksins á Íslandi í þeim tilgangi að kynna fyrir almenningi og ferðafólki mikilvægi saltfisk- vinnslu fyrir íslenskt samfélag. Í öðru lagi sé setrinu ætlað að sinna fræðslustarfi fyrir skóla og aðrar menntastofnanir um saltfisk- vinnslu og samfélagsleg áhrif hennar hér á landi. Og í þriðja lagi að veita ferðafólki sem sækir Grindavík heim afþreyingu. Stefnt sé að því að kynna gestum setursins saltfiskinn, bragð hans og gæði og mögulega fjölbreytni í matargerð. „Við ætlum fyrst og fremst að segja þessa sögu með myndefni og stuttum textum og fáum en lýsandi munum. Í stað fólks koma gínur í leikmyndinni,“ seg- ir Einar. Mikilvægt atvinnumál Bæjarstjórinn í Grindavík segist tvímælalaust telja að Saltfisksetur Íslands sé mikilvægt atvinnumál fyrir bæjarfélagið. „Eitt af því sem við setjum okkur sem mark- mið er að efla ferðaþjónustu í bænum. Í Bláa lónið, sem eins og kunnugt er er hér rétt hjá, koma yfir 300 þúsund manns á ári. Á komandi sumri verður frágenginn vegur beint frá Bláa lóninu og inn í bæ og við ætlum okkur með þessu saltfisksetri að draga ferða- fólkið inn í bæinn og skapa því afþreyingu þannig að það stoppi hérna. Takist það koma margfeld- isáhrifin varðandi þjónustuþátt- inn fljótt í ljós, sem aftur þýðir atvinnusköpun. Hið væntanlega hús mun bjóða upp á að vera eins- konar menningarhús samhliða. Anddyrið er nokkuð stórt og býð- ur upp á ýmiskonar móttökur, svo dæmi sé tekið, ekki síst vegna þess að við stefnum að því að byggja um 250 fermetra veit- ingastofu við Saltfisksetrið. Það mál líka hugsa sér að þarna verði settar upp myndlistarsýningar og fleira í þeim dúr. Tveir salir verða í húsinu og við gerum ráð fyrir að í stærri salnum verði föst sýning um saltfisk, en í þeim minni verði settar upp sýningar sem standi í styttri tíma.“ Mikill áhugi fyrir málinu Einar segir ánægjulegt að útgerð- arfyrirtæki í Grindavík sýni mál- inu mikinn áhuga og séu stofnað- ilar að Saltfisksetri Íslands. Sama megi segja um SÍF, Bláa lónið og Sparisjóðinn í Keflavík. „Við erum að horfa á saltfiskvinnslu á öllu landinu frá fyrstu tíð. Við höfum ekki enn sett herferð í gang til öflunar muna í safnið, en hyggjumst gera það í samstarfi við SÍF,“ segir Einar Njálsson. Einar er þess fullviss að upp- bygging Saltfiskseturs Íslands sé löngu tímabær og hún eigi eftir að vekja athygli. „Ég hef haft mjög gaman af því að vinna að framgangi þessa máls og ég hef tröllatrú á hugmyndinni,“ segir Einar Njálsson. Saltfiskur þurrkaður á klöppum á Akureyri. Myndin mun hafa ver- ið tekin árið 1913. Mynd: Minjasafnið á Akureyri. Einar Njálsson, bæjarstjóri í Grindavík og stjórnarformaður Saltfiskseturs Ís- lands. Merki Saltfiskseturs Íslands í Grindavík. Hönnuður er Björn G. Björnsson, leik- myndateiknari, sem mun hafa yfirum- sjón með uppsetningu sýningarinnar í setrinu næsta sumar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.