Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 37
Vélsmiðjan Foss ehf. á Höfn í
Hornafirði er tíu ára gamalt
fyrirtæki, sem auk þss að veita
alhliða viðgerðarþjónustu við
sjávarútveginn hefur þróað fjöl-
þættan búnað til nota í sjávar-
útvegi.
Meðal þess sem fyrirtækið
hefur verið að vinna að er smíði
á ýmsum búnaði er lýtur að
netaveiðum, til dæmis vindum
og fl. Og sem dæmi má nefna
að Foss hefur einnig smíðað
löndunar- og flutningskerfi fyr-
ir síld og loðnu sem og dælur
fyrir þessar uppsjávartegundir.
Ari Jónsson, sem á fyrirtækið
á móti Eiríki bróður sínum,
segir að lykilatriði sé að vera í
nánum tengslum við sjómenn-
ina og þá sem nota þennan
búnað. Með slíku nánu sam-
starfi sé unnt að þróa vörurnar
markvisst og bæta.
Á bilinu 6 til 10 starfsmenn
starfa hjá Foss ehf. á Höfn. Fyr-
irtækið er búið öflum búnaði
til smíði og véla- og skipavið-
gerða. Til dæmis er fyrirtækið
með nýlega TOS-fræsivél og
Harrison-Alpa 550 tölvustýrð-
an rennibekk.
37
V E I Ð A R F Æ R I
mynd B). Ekki liggur fyrir hald-
bær skýring á þessu.
Ástand og þróun ýsustofnsins
hefur á undanförnum árum gefið
tilefni til spurninga varðandi nýt-
ingu stofnsins. Sterkir árgangar
hafa komið reglulega fram í ný-
liðunarmælingum en ekki skilað
sér inn í veiðistofninn í þeim
mæli sem spár gerðu ráð fyrir og
því ekki leitt til þess afla sem
vonir stóðu til. Brottkast ýsu á
undanförnum árum gæti ef til vill
skýrt þetta að hluta. Önnur upp-
spretta óskráðra, veiðiháðra
dauðsfalla gæti verið svonefndur
smugdauði, en það eru dauðsföll
sem hljótast af sárum, einkum
hreistursárum, sem fiskurinn
kann að hljóta meðan hann
þvælist í veiðarfærinu innan um
aðra fiska, eða þegar hann smýgur
út um mösvana. Slík dauðsföll
hafa verið metin á bilinu 11-52%
í tilraunum með 70-110 mm
möskva í poka (Sangster o.fl.
1996).
Þakkir
Gunnar Stefánsson, tölfræðingur,
veitti ráðgjöf um aðferðina við að
meta brottkast. Jón B. Jónasson,
skrifstofustjóri sjávarútvegsráðu-
neytisins, rakti langa, og oft tor-
ræka, slóð reglugerða um lág-
marksstærðir fiska og veiðarfæra.
Sigurlína Gunnarsdóttir, bóka-
safnsfræðingur, leitaði heimilda
um brottkast fyrr á tímum.
Heimildir
Anon., 2001. Nytjastofnar sjávar
2000/2001. Aflahorfur fiskveiðiárið
2001/2002. Hafrannsóknastofnunin, Fjöl-
rit nr. 80, 186 bls.
Ásgeir Jakobsson, 1979. Tryggva saga
Ófeigssonar. Skuggsjá - Bókabúð Olivers
Steins sf., 400 bls.
Jónas Guðmunsson, 1982. Togaramaður-
inn Guðmundur Halldór. Bókaútgáfan
Hildur, 173 bls.
Magnús Runólfsson og Guðjón Friðriks-
son, 1983. Togarasaga Magnúsar Runólfs-
sonar skipstjóra. Bókaútgáfan Örn og Ör-
lygur, 186 bls.
Ólafur K. Pálsson, 2002. A length based
analysis of haddock discards in Icelandic
fisheries. Fisheries Research (í prentun).
Sangster, G. I., K. Lehmann and M.
Breen, 1996. Commercial fishing ex-
periments to assess the survival of
haddock and whiting after escape from
four sizes of diamond mesh cod-ends. Fis-
heries Research, 25(3-4): 323-345.
Foss ehf.
Nýsmíði og
viðgerðir