Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 41

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 41
41 V E I Ð A R F Æ R I Egersund trollin í kolmunnanum Guðjón Margeirsson ehf. hefur umboð hér á landi fyrir sjávarút- vegsvörurnar frá norska fyrirtæk- inu Egersund og meðal þess sem fyrirtækið framleiðir eru kolmunnatroll, sem hafa náð fót- festu hér á landi. „Við hófum samstarf um sölu á kolmunnatrollum hér á landi fyrir sex árum þegar íslenskar útgerðir voru fyrir alvöru að hefja kolmunnaveiðar. Reynslan af þessum trollum er mjög góð og við höfum náð að þróa þetta í samstarfi við þrjú netaverkstæði; Netaverkstæði Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Net hf. í Vestmanna- eyjum og Nótastöðina á Akra- nesi,“ segir Guðjón Margeirsson í samtali við Ægi. Kolmunnatrollin eru engin smásmíði, Guðjón skýtur á að í ummál séu þau um 2200 metrar. að nýrri hönnun á fiskiskipum, þar sem reynt er að taka á öllum helstu atriðum sem menn telja að skipti máli varðandi fiskveiðar. Einn af þeim þáttum sem menn eru orðnir nokkuð vissir um að skiptir meira máli en áður var talið er hljóðið. Í ljós hefur t.d. komið í togararalli Hafrann- sóknastofnunar, en í því taka þátt venjulegir togarar og hafrann- sóknaskip Hafró, að þegar að- stæður eru góðar, stillt veður og ládauður sjór, er afli hafrann- sóknaskipsins meiri en togaranna. Um borð í hafrannsóknaskipinu er einmitt rafdrifin skrúfa og þessi hljóðláti vindubúnaður,“ segir Ásgeir Erling. „Við höfum verið að skoða þessi mál og telj- um að við séum komnir með ákveðna samkeppnishæfa lausn varðandi hljóðlátar rafdrifnar skrúfur á skip, sem byggist á því að vera með tvo rafmagnsmótora á samsvarandi gírkassa og er verið að nota fyrir díselvélarnar. Einnig horfum við til þess að losna við hávaðann frá glussaventlunum. Við erum þegar byrjaðir að kynna þessa lausn fyrir útgerðum og höfum leitað eftir ábendingum frá þeim. Við munum kynna þessa lausn vel á sjávarútvegssýn- ingunni hér á Íslandi í haust,“ sagði Ásgeir Erling og bætti við að út úr þessari rannsóknavinnu hafi einnig komið mjög greini- lega fram að rafmagnsvindur væru mun hagkvæmari í notkun en glussavindur sem byggðist fyrst og fremst á betri heildar orkunýtingu, eða um 85-90% í rafmagnsvindunum á móti aðeins 50-60% í glussakerfunum. „Við teljum líka að þessi lausn leiði til þess að viðhaldskostnaður verði mun minni og það er ekki svo lít- ið atriði. Það má nefna í þessu sambandi að þegar við skiptum um vindur í Ottó M. Þorlákssyni eftir tuttugu ára notkun notum við áfram sömu mótorana. Kostir hljóðlátra rafdrifinna skipsskrúfa, ásamt kostum rafmagnsvindanna, eru svo augljósir að okkar mati að við höfum óhikað kynnt þennan búnað undir slagorðinu „Framtíð- in er rafdrifin,“ segir Ásgeir Er- ling.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.