Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 43

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 43
43 höfum því sterka markaðsstöðu hér heima,“ segir Atli Már. Þantæknin hefur sannað sig „Það er mikil framþróun í flottrollum og það nýjasta í þeim efnum er svokölluð þantækni. Fyrsta þantrollið fór um borð í Þorstein EA árið 1999 og síðan höfum við selt tæplega 50 slík troll. En það allra nýjasta hjá okkur er „nýr“ kaðall, sem er hefðbundinn PE/PA-kaðall en til viðbótar höfum við flettað þan- tækninni inn í hann,“ segir Har- aldur Árnason, deildarstjóri troll- deildar Hampiðjunnar. Hann seg- ir að Hampiðjan hafi notað PE/PA-Gloríu kaðalinn sl. tíu ár í Gloríu trollin sem notuð eru við úthafskarfaveiðar með mjög góð- um árangri. „Þantæknin gerir það að verk- um að stórmöskvarnir þenjast bet- ur út og hreyfast mun minna í sjónum sem hefur í för með sér minni fælni frá netinu, ásamt því að viðnámið verður minna í troll- inu. Það er samdóma álit allra að PE/PA Gloríu kaðallinn er besti flottrollskaðallinn á markaðnum í dag. Með því að setja þantæknina inn í PE/PA kaðalinn, getum við gert enn betur og með tilkomu þessa nýja kaðals er verið að auka enn á þanvirknina. Þessa dagana er verið að ganga frá fyrstu troll- unum með nýju köðlum. Fyrstu skipin sem fá nýju þantrollin eru; Hoffell, Ásgrímur Halldórsson, Venus og Börkur. Þantæknin hef- ur virkað mjög vel og þess vegna ákváðum við að byggja ofan á þann grunn sem við þekkjum til gera kaðalinn enn betri. Þantækn- in hefur reynst mjög vinsæl og til marks um það vorum við með 11% markaðshlutdeild í kolmunnatrollum og öðrum upp- sjávartrollum, fyrir tveimur árum. Eftir að fyrsta þantrollið fór frá okkur og var sett um borð í Þor- steini EA með frábærum árnagri, höfum við styrkt stöðu okkar á markaðnum verulega, og í fyrra vorum við með 75% markaðs- hlutdeild í kolmunnatrollum, en þegar horft er til trolla sem notuð eru í uppsjávarveiðar þ.e.a.s kolmuna, síld og loðnu er mark- aðshlutdeild okkar hér heima um 60% og verður það að teljast góð- ur árangur á rétt rúmum tveimur árum. Við erum líka að styrkja stöðu okkar í Noregi en þangað erum við búnir að selja sjö þan- troll og hafa þau líkað mjög vel,“ segir Haraldur Árnason. Trollnet „Við höfum verið að vinna að því að þróa og styrkja trollnetin okk- ar. Annars vegar tölum við um Magnet grátt, sem er sérstaklega sterkt, og Magnet grænt, sem er sérstaklega nuddþolið. Með því að aðgreina þessar tegundir ger- um við kaupendum mögulegt að hafa í undirbyrðunum slit- og nuddþolið net og í yfir- og hliðar- byrðunum sé sterkt net sem veiti litla mótstöðu í sjónum. Þriðja gerðin af netunum sem við bjóð- um upp á og mun koma á mark- aðinn núna í apríl er trollnet til almennra nota, ódýrara net sem er ætlað að keppa við innflutning. Í þessu neti er ekki sérstaklega horft til slit- eða nuddþols, held- ur fyrst og fremst verðsins,“ segir Hjörtur Erlendsson, deildarstjóri neta- og kaðlaframleiðslu Hamp- iðjunnar og bætti við að þessu til viðbótar mætti ekki gleyma net- um sem fyrirtækið framleiddi úr ofurefninu Dyneema, en ætla má að Hampiðjan sé stærsti framleið- andi neta í heiminum úr Dy- neema. Dynex Dux kaðallinn Þessa dagana er Hampiðjan að setja á markað nýjan kaðal sem kallaður er Dynex Dux og verður hann kynntur á sjávarútvegssýn- ingunni í Glasgow í apríl og sömuleiðis á sjávarútvegssýning- unni hér á Íslandi í haust. „Í grunninn notum við þann kaðal sem við höfum verið að þróa á undanförnum árum, en þessi nýi kaðall hefur verið strekktur við mikinn hita og átak til þess að auka styrk hans. Prófanir okkar leiða í ljós að miðað við sambæri- legt þvermál er Dynex Dux kað- allinn allt að fjórðungi sterkari en eldri kaðlategundir,“ segir Hjört- ur Erlendsson. Fyrsta rúllan af fullþróuðum Dynex Dux kaðlin- um frá Hampiðjunni var einmitt að fara úr húsi þegar tíðindamenn Ægis voru þar staddir á dögun- um. Kaðallinn hafði verið pantað- ur í troll í Seattle á Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna. „Notkunarsvið fyrir Dynex Dux kaðalinn er að mörgu leyti það sama og fyrir eldri hefð- bundnar gerðir Dynex kaðla, en við teljum að þessi nýja tegund henti mjög vel í stað togvíra, enda er þetta mun sterkara og léttara efni en stálvírar,“ segir Hjörtur Erlendsson. Úr netadeildinni. „Við höf- um verið að vinna að því að þróa og styrkja trollnet- in okkar,“ segir Hjörtur Er- lendsson. „Annars vegar tölum við um Magnet grátt, sem er sérstaklega sterkt, og Magnet grænt, sem er sérstaklega nuddþolið.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.