Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 39

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 39
39 Ú T F L U T N I N G U R Markaður í Nígeríu fyrir þurrkaða hausa og hryggi virðist vera nokkuð stöðugur um þessar mundir og al- mennt er ekki búist við miklum breyting- um á honum á næst- unni. Þó er ekki óvar- legt að ætla að verð muni eitthvað lækka á þessu ári, en það er hins vegar alls ekki víst. Fyrrihluta marsmánaðar var Sunil Gupte frá sölufyrirtækinu Kumanti Limited í London staddur hér á landi, en Kumanti kaupir umtalsvert magn af hert- um fiskafurðum frá Íslandi til sölu á Nígeríumarkaði. Kumanti er stærsti viðskiptavinur Fisk- miðlunar Norðurlands sem hefur selt afurðir fyrir íslenska fram- leiðendur í Nígeríu undir vöru- heitinu Norfish. Sunil Gupte hélt ásamt Hilmari Daníelssyni, fram- kvæmdastjóra Fiskmiðlunar Norðurlands, kynningarfundi um markaðsmálin í Nígeríu, stjórn- málaástandið þar og fleira í Reykjavík, á Suðureyri og Akur- eyri. Gríðarlega stór markaður Markaðurinn í Nígeríu er gríðar- lega stór. Til marks um það búa þar 120 milljónir manna sem er rösklega fjórðungur alls þess fólks sem byggir Afríku. Kaupgeta íbúa Nígeríu er reyndar mjög misjafnlega sterk, en almennt hefur hagur landsins farið batn- andi á undanförnum árum og efnahagur þess byggir mjög á ol- íuvinnslunni, en innan OPEC er Nígería fjórða stærsta fram- leiðslulandið. En það hefur líka haft mikið að segja að stjórnarfar- ið í landið er gjörbreytt frá því sem áður var. Lýðræðið hefur styrkt stöðu sína, en hér á árum áður voru herforingjastjórnir í landinu og efnahagssveiflurnar mjög miklar. En flæði peninga inn í efnahagskerfið í Nígeríu fylgir 13% verðbólga og kostnað- ur við til dæmis kaup á bílum og eldsneyti hefur aukist mun meira en launahækkanir. Þetta hefur gert almenningi erfitt fyrir. Góð reynsla af viðskiptum við Íslendinga Sunil Gupte sagði á kynningar- fundinum á Akureyri að reynslan af viðskiptum við Íslendinga væri mjög góð og vörur Íslendinga í Nígeríu væru þekktar fyrir mikil gæði. Hins vegar þyrftu menn að vera áfram mjög vel á verði í þeim efnum því kaupendur gerðu töluvert miklar kröfur. Hilmar Daníelsson, framkvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands, segir að gæði íslensku framleiðslunnar hafi aukist á undanförnum árum, sem væri mjög jákvætt. Saman þurfi að fara gott hráefni og vönduð vinnubrögð við þurrkun- ina frá byrjun og til enda. Sunil Gupte gaf til kynna að menn gætu átt von á einhverjum verð- lækkunum á Nígeríumarkaði í ár, eftir tvö mjög góð ár, en Hilmar sagðist ekki hafa merkt, enn sem komið er að minnsta kosti, að verð séu að lækka ytra. Á undanförnum árum hefur ár- leg aukning inn á Nígeríumarkað verið 5-7%, en í fyrra var hún á annan tug prósenta. Það segir allt sem segja þarf um aukninguna á þessum markaði að árið 1986 keyptu Nígeríumenn um 180 þúsund pakka en árið 2001 voru þeir um 390 þúsund. Og að óbreyttu stefnir í að frá Íslandi og nýrri þurrkunarverksmiðju í Fær- eyjum, sem Laugafiskur og Fisk- miðlun Norðurlands eiga samtals helmingshlut í, fari allt að 450 þúsund pakkar til Nígeríu á þessu ári. Stuðningur við mannúðarmál Það kom fram hjá Sunil Gupte á kynningarfundinum á Akureyri að íslenskir framleiðendur hafi lagt ýmsum framfara- og mann- úðarmálum í Nígeríu myndarlega lið í gegnum sjóð sem Kumanti rekur. Á síðasta ári nam framlag hérlendra framleiðenda og söluað- ila 30 þúsund dollurum og í jan- úar sl. gerðu íslenskir framleið- endur enn betur þegar þeir lögðu fram 20 þúsund dollara til að styðja við þá sem ættu um sárt að binda eftir sprengingarnar miklu í vopnabúri hersins í Lagos í Ní- geríu. Stöðugur markaður í Nígeríu - er mat Sunil Gupte frá sölufyrirtækinu Kumanti Ltd. Á fundinum á Akureyri voru nokkrir fulltrúar framleiðenda þurrkaðra fiskafurða á Norður- landi. Næst á mynd- inni er Hilmar Daníels- son, framkvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norður- lands. Sunil Gupte frá sölufyrirtækinu Kumanti Ltd. í London.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.