Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 42
42
V E I Ð A R F Æ R I
Áætluð velta Hampiðjunnar og
dótturfyrirtækja erlendis á þessu
ári er um fjórir milljarðar króna.
Vöruþróun er mikilvægur þáttur
í starfsemi Hampiðjunnar og fyr-
irtækið er stöðugt að koma fram
með nýjungar. Hér á eftir verður
helstu tækninýjungum í breiðri
vörulínu Hampiðjunnar gerð skil.
Viking og Sputnik trollhlerar
Á undanförnum mánuðum hefur
Hampiðjan sett tvær nýjar teg-
undir Poly-Ice toghlera á markað-
inn. Annars vegar er um að ræða
Viking botnhlerana og hins vegar
Sputnik flottrollhlerana.
Viking toghlerarnir eru hann-
aðir til notkunar við erfiðar að-
stæður. Þetta eru sterkbyggðir
hlerar og til marks um vinsældir
þeirra tóku yfir hundrað skip og
bátar Viking hlerana í notkun á
síðasta ári. „Það má segja að þessi
tegund af hlera sé afrakstur vöru-
þróunar sem við fórum í með
verkfræðideild Háskóla Íslands,“
segir Atli Már Jósafatsson, deild-
arstjóri toghleradeildar Hampiðj-
unnar. Atli segir að reynslan sýni
að þanhæfni hleranna geri það að
verkum að skip komist af með
allt að tveimur stærðum minni
Viking hlera en eldri tegundir en
haldi samt sem áður sama hlera-
bili og trollinu opnu. Þá segir
Atli að auk þankrafts Viking-
hleranna séu þeir léttir í drætti
sem dragi úr olíueyðslu skipanna.
Sputnik hlerarnir eru aftur á
móti flottrollshlerar sem fyrst og
fremst eru ætlaðir til veiða upp
við yfirborð. Sputnik hlerunum er
ætlað að ná fram eiginleikum svo-
kallaðra FHS flothlera og El
Cazador hlera, en þeir fyrrnefndu,
sem eru afar kraftmiklir, eru not-
aðir af yfir 90% skipa sem stunda
úthafskarfaveiðar. El Cazador
hlerarnir hafa hins vegar gefið
mjög góða raun við flottrollsveið-
ar, t.d. í Alaska og Okotskhafi og
við strendur Chile er El Cazador
um borð í skipum sem bæði
stunda veiðar í flot- og botntroll.
Atli Már segir að Sputnik tog-
hlerunum sé ætlað að ná fram
þankrafti FHS hleranna og stöð-
ugleika El Cazador hleranna.
Sputnik hlerarnir fóru í sölu á
síðari hluta síðasta árs og nú þeg-
ar er búið að afgreiða tíu hlerapör
til veiða á loðnu og síld hér
heima, til ufsaveiða við Alaska og
veiða á makríl og sardínu við
Máritaníu.
„Síðustu fjögur árin hefur út-
flutningur á toghlerum aukist og
á sama tíma hefur hlutdeild okkar
á innanlandsmarkaði einnig auk-
ist. Í fyrra nam heildarsala okkar
á toghlerum til útlanda og hér
heima um 1040 tonnum. Þar af
voru seld um 360 tonn á innan-
landsmarkaði í fyrra, en innflutn-
ingur á hlerum var 50 tonn. Við
Hampiðjan hf. :
Í stöðugri sókn hér
heima og erlendis
Hampiðjan er tvímælalaust eitt öflugasta fyrirtæki hér á landi í fram-
leiðslu á ýmsum vörum fyrir sjávarútveginn og fyrirtækið hefur einnig
markvisst verið að styrkja sína stöðu á erlendum mörkuðum. Til marks
um það eru starfsmenn Hampiðjunnar erlendis um 220 talsins en hér
heima eru þeir um 180.
Áætluð velta Hampiðjunnar á þessu ári
er um fjórir milljarðar króna og hefur
vöxtur fyrirtækisins verið mjög markviss
á undanförnum árum. Myndir: Sverrir Jónsson.
Hér er Hjörtur Erlendsson við 800 metra
rúllu af Dynex Dux kaðlinum, sem er
allra nýjasta framleiðsluvara Hampiðj-
unnar. Þessi kaðall er geysilega sterkur
og hentar m.a. vel í stað togvíra.Stöðugur vöxtur er í
sölu toghlera frá
Hampiðjunni. Nú er
verið að markaðssetja
tvær nýjar gerðir tog-
hlera, annars vegar
svokallaða Sputnik
hlera og hins vegar
Viking hlera.