Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 30

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 30
30 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Ísland og íslenskir hagsmunir. Það slær mig út af fyrir sig ekki illa að hann skuli ræða þessi mál út frá þessum forsendum. Halldór er utanríkisráðherra og Evrópusamruninn er auðvitað eitt stærsta alþjóðlega málið sem okkur snertir og við verðum að skoða alla möguleika sem snúa að þessu máli. Hins vegar met ég það svo að þessi umræða snúist um svo mikil grundvallaratriði í Evrópusambandinu, sem er Róm- arsáttmálinn um sameiginlega nýtingu auðlindanna, að það sé tómt mál að tala um að á honum verði gerðar nauðsynlegar breytingar til þess að Íslending- ar geti gerst aðilar að Evrópusambandinu. Ég minni á að Norðmenn hafa í tvígang reynt að ná fram breytingum á stefnu Evrópusambandsins sem tryggi þeim forræði yfir þeirra sjávarauðlindum, en þeim hefur ekki tekist það. Ég sé ekki að líkur séu á því að okkur takist það frekar.“ Ekki má gleyma veiðum úr stofnum utan lögsögunnar „Mér finnst menn alltaf gleyma einu mikilvægu at- riði í þessu. Jafnvel þó að Íslendingar fengju undan- þágur varðandi fiskveiðar innan Evrópusambandsins og svokallaður hlutfallslegur stöðugleiki gerði það að verkum að við myndum fá allar heimildir innan okk- ar lögsögu, þá er allt að fjórðungur verðmætis okkar fiskveiða úr stofnum utan lögsögunnar. Þetta er loðnustofninn, kolmunninn, norsk-íslenska síldin, rækjan á Flæmska hattinum, Barentshafið og hugs- anlega einnig framtíðarhagsmunir í makríl. Núna erum við að veiða um 20% af kolmunnastofninum, en Evrópusambandið hefur í samningum verið að bjóða okkur 1-3% veiðar úr þeim stofni. Þetta sýnir okkur betur en margt annað hversu lítið tillit Evr- ópusambandið er tilbúið að taka til fiskveiðiþjóðar í Norðurhöfum.“ Þrátt fyrir óteljandi marga fundi um skiptingu kolmunnastofnsins er niðurstaða ekki í sjónmáli. „Núna er að mínu mati engin önnur leið en að hver þjóð takmarki veiðar einhliða úr kolmunnastofnin- um, eins og við höfum þegar gert og sömuleiðis Evr- ópusambandið. Og ég á von á því að Færeyingar fari sömu leið. Það sem hins vegar veldur vonbrigðum er að Norðmenn ætla ekki að takmarka veiðarnar eins og þeir höfðu sagst ætla að gera. Þvert á móti virðast þeir ætla að auka veiðar á kolmunna, sem veldur miklum vonbrigðum. Og það eru líka mikil von- brigði að Rússar hafa ekki viljað takmarka veiðar úr þessum stofni.“ Traustsyfirlýsing á íslenskan sjávarútveg Eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér er stöðug uppstokkun í rekstri sjávarútvegsfyrirtækj- anna og hlutabréf í þeim ganga kaupum og sölum. Sem dæmi má nefna að Þorsteinn Vilhelmsson keypti nýverið stóran hlut í Þormóði ramma-Sæ- bergi, Samherji jók hlut sinn í Síldarvinnslunni og Hraðfrystistöð Þórshafnar og síðast en ekki síst á Eimskip nú orðið meirihluta í Útgerðarfélagi Akur- eyringa. Sjávarútvegsráðherra segir það sína skoðun að þetta sé jákvæð þróun „ef hún leiðir til þess að sjávarútvegsfyrirtækin verði sterkari á eftir. Ég hef verið þeirrar skoðunar að við eigum að gefa atvinnu- greininni sem mest frjálsræði til þess að ráða sínum málum. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það eru álitamál hvað varðar byggðaþróunina og þess vegna hafa menn sæst á að setja ákveðnar takmarkan- ir varðandi hlutdeild í einstökum tegundum og heildarhlutdeildina. Einnig má segja að takmarkanir á leiguframsali séu hluti af þessu máli. Við verðum að meta það á hverjum tíma hvað er hagstæðast í þessu. Eins og er sé ég engar sérstakar hættur þessu samfara, en þær liggja væntanlega fyrst og fremst í uppboðum á aflaheimildum, sérstaklega fyrir hinar minni og dreifðari byggðir. Varðandi kaup Eimskips á tæplega 19% hlut í ÚA, sem þýðir meirihlutaeign Eimskips í félaginu, þá tel ég að þessi kaup lýsi trausti á íslenskan sjávar- útveg. Að Eimskipafélagið sé farið að skilgreina sig sem sjávarútvegsfyrirtæki auk þess að vera fyrirtæki í Minn vilji í þessum efnum er alveg skýr, ég tel gríðarlega mikla nauðsyn fyrir okkur að hefja aftur hvalveiðar. Ég held að það hefði afar lítinn tilgang fyrir okkur að veiða hval án þess að það yrði tryggt að við gætum selt afurðirnar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.