Ægir - 01.10.2002, Qupperneq 5
Að duga eða drepast
„Neyðin kennir naktri konu að spinna. Það hefur verið
hert svo mikið að okkur að það var annað hvort að
duga eða drepast. Við fundum að eignirnar okkar
hrundu niður í verði og lifibrauðið var tekið undan
plássunum með lögum frá Alþingi. Og þetta var gert
þrátt fyrir að við eigum stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi til fiskveiða langt aftur í aldir,“
segir Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar - félags smábátaeigenda á norðanverðum
Vestfjörðum, í Ægisviðtalinu
Færeyjar vænlegur markaður fyrir hraðfiskibáta
Seigla ehf. í Reykjavík hefur smíðað og selt hraðfiskifbátinn Elinu C VN-88 til Christian
Christiansen í Kollafirði í Færeyjum. Þetta er fyrsti hraðfiskibáturinn sem Seigla selur til
Færeyja og er það mat stjórnenda Seiglu að um frekari viðskipti við Færeyinga verði að
ræða.
Heilsa sjómanna undir smásjánni
Lovísa Ólafsdóttir hjá fyrirtækinu Solarplexus ehf. vinnur nú að athyglisverðri rannsókn á
svefnvenjum og heilsu sjómanna - fyrst og fremst á sjómanna á frystitogurum. Nú liggja fyr-
ir fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar og eru þær allrar athygli verðar. Rannsókn Lovísu mun
þó ekki endanlega ljúka fyrr en í vor.
Guðmundur Tulinius í Þýskalandi
„Með nútíma samskiptatækni er heimurinn orðinn svo lítill að það er
alveg sama hvar maður er staðsettur. Ég er alltaf annað slagið að vinna
að verkefnum sem tengjast Íslandi,“ sagði Guðmundur Tulinius, skipa-
verkfræðingur í Þýskalandi, í samtali við Ægi. Guðmundur kemur að
ýmsum ráðgjafarverkefnum á þessu sviði, m.a. kom hann að sandblæstri
og málun á Barða NK í Póllandi á dögunum. Guðmundur hefur komið
við sögu í hérlendum skipaiðnaði, um tíma var hann yfirverkfræðingur
hjá Slippstöðinni á Akureyri og framkvæmdastjóri þess fyrirtækis um tíma. Þá var um skeið
framkvæmdastjóri MHF í Þýskalandi, sem Útgerðarfélag Akureyring átti stóran hlut í um
tíma.
Þorskurinn stendur fyrir sínu
„Uppsjávarfiskurinn hefur staðið upp úr í veiðum og vinnslu, en á hinn bóginn finnst mér
mjög athyglisvert að ennþá vegur þorskurinn gríðarlega þungt. Á síðasta ári vóg þorskurinn
rúmlega 42% af heildarútflutningi sjávarafurða. Þetta er mjög athyglisvert að mínu mati
þegar hafður er í huga sá mikli niðurskurður sem hefur orðið í aflaheimildum þorsks,“ segir
Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva, í viðtali við Ægi.
Leggja til fjárhagslegan aðskilnað vinnslu og útgerðar
„Meginmálið er í mínum huga að með fjárhagslegum aðskilnaði vinnslu og útgerðar verði
mun eðlilegra starfsumhverfi í sjávarútveginum. Og ég bendi á í því sambandi að þessi hátt-
ur hefur verið tekinn upp í t.d. Færeyjum og Danmörku,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson,
alþingismaður, en hann hefur ásamt þremur þingmönnum stjórnarandstöðunnar lagt fram
frumvarp á Alþingi um fjárhagslegan aðskilnað í rekstri útgerðar og fiskvinnslu.
Í B L A Ð I N U
Útgefandi: Athygli ehf.
ISSN 0001-9038
Ritstjórn: Athygli ehf.
Hafnarstræti 82, Akureyri
Sími 461-5151
Bréfasími 461-5159
Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.)
Auglýsingar: Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 14, Reykjavík,
Sími 515-5200,
Bréfasími 515-5201
Auglýsingastjóri:
Inga Ágústsdóttir
Sími 515-5206
GSM 898-8022
Hönnun & umbrot:
Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 14, Reykjavík,
Sími 515-5200,
Bréfasími 515-5201
Prentun: Gutenberg ehf.
Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2002
kostar 6600 kr.
Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5207
Forsíðumyndina tók Hreinn Magnússon - Eitt stopp
af Guðmundi Halldórssyni, formanni Eldingar - fél-
ags smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum.
ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og
ívitnun er heimil, sé heimildar getið.
24
11
12
15
17
32