Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2002, Page 14

Ægir - 01.10.2002, Page 14
14 R A N N S Ó K N I R Lovísu að nálgast eins og kostur væri hvort samband væri á milli svefnleysis og streituálags og slysa um borð og almenns heilsu- brests. „Nú þegar leiðir rann- sóknin í ljós að menn fá almennt meiri svefn á fyrri vaktinni en þeirri seinni. Út frá þessari niður- stöðu er fróðlegt að skoða hvenær á sólarhringnum algengast er að slys verði um borð í skipunum og jafnframt hvort einhver munur er á tíðni slysa eftir árstíðum.” Lovísa segir að þeir sjómenn sem tóku þátt í rannsókn hennar kvarti almennt um þreytu og álag á bak. „Það eru greinileg álagseinkenni hjá mönnum, en enginn leitar sér samt meðferðar,” sagði Lovísa og bætir við að slá- andi sé hversu hátt hlutfall sjó- manna reyki. Jákvæðar undirtektir sjómanna „Ég miða við að þessari rannsókn ljúki í vor og þegar upp verði staðið nái hún til átta til tíu tog- ara. Rannsóknin tekur til sjó- manna sem eru þrjár vikur eða lengur úti á sjó í einu. Lykilatriði til þess að fá marktækar niður- stöður er að forsendur þátttak- enda séu þær sömu varðandi lík- amlegt álag og sálfélagslega þætti o.fl.. Ég mun eftir áramótin fara út á sjó um borð í þessi skip og gera m.a. svefnmælingar á vett- vangi, en einnig tel ég það nauð- synlegan þátt til að geta betur gert mér grein fyrir því sem fer fram um borð og hvað það er sem gefur starfinu gildi,” segir Lovísa. Hún segir að sjómenn hafi al- mennt tekið því mjög vel að taka þátt í þessari rannsókn „og reynd- ar var það nú svo að mér var tjáð, áður en ég fór af stað, að ég væri mjög bjartsýn að fara út í þetta vegna þess hversu mörg atriði í rannsókninni væru persónuleg. Ég er mjög þakklát fyrir hve vel menn tóku í að taka þátt í þessu því þeir lögðu sig alla fram við að ljá mér sem mestar upplýsingar og þess vegna er ég nú þegar komin með góðar og marktækar niðurstöður sem hægt er að byggja áfram á.” Verkefnið nýtt á jákvæðan hátt Lovísa Ólafsdóttir, sem er að ætt og uppruna frá Akranesi, segist vissulega eiga rætur í sjómanna- stétt. Þó svo hennar allra nánustu séu ekki sjómenn þá er sérstak- lega í föðurætt mikið af stýri- mönnum og skipstjórum. „Langafi minn var lengi vel til sjós, ég hygg að hann hafi verið með lengstan starfsaldur hjá Har- aldi Böðvarssyni hf., og ungur frændi minn er með skipstjóra- réttindi og hefur starfað sem stýrimaður. Sjómennskan er og hefur því verið töluvert í kring- um mig og hún hefur m.a. fyllt mig stolti, enda er sjómennskan og sjávarútvegurinn undirstaða íslensks atvinnulífs.” Lovísa segir að samgönguráðu- neytið hafi gefið út að verkefni hennar verði stutt til loka og því sé von til þess að niðurstöður þess verði nýttar til þess að gera úr- bætur á þeim sviðum þar sem þeirra sé þörf. „Ég vonast til þess að verkefnið verði á síðari stigum víkkað út sem Evrópuverkefni og þannig verði horft til þess sem við Íslendingar gerum varðandi heilsu og öryggi sjómanna,” segir Lovísa Ólafsdóttir. 22% 43% 49% 22% 27% 62% 46% 14% 8% 46% 16% 19% 19% 11% 27% 35% 24% 35% 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Verkjum frá augum Verkjum frá höfði Verkjum frá hálsi eða öxlum Verkjum frá olnboga Verkjum frá úlnlið um eða höndum Verkjum frá baki Verkjum frá fótum Verkjum frá brjósti/hjarta Verið óvenju andstuttur Þreytutilfinningu Magaverk Þembu í maga Svima Lystaleysi Þreytu eftir það sem á að teljast nægur svefn Svefnleysi Kvíðaköst Áhyggjur, dapurleiki Hér voru þátttakendur spurðir um ýmis álagseinkenni. Eins og sjá má finna margir til verkja út frá baki og þriðji hver þátttakandi telur sig finna fyrir áhyggjum og dapur- leika. • Frekar hátt hlutfall þeirra sem reykja • Niðurstöður úr skrifstofuumhverfi sýna minna hlutfall 56% 44% Já Nei Ég reyki Drjúgur helmingur þátttakenda í rannsókn Lovísu reykir. Þetta er töluvert hærra hlut- fall en ekki ósvipuð rannsókn hjá skrifstofufólki leiðir í ljós. Ábyrgð á eigin heilsu Álagseinkenni

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.