Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2002, Qupperneq 15

Ægir - 01.10.2002, Qupperneq 15
15 F R É T T I R „Með nútíma samskiptatækni er heimurinn orðinn svo lítill að það er alveg sama hvar maður er staðsettur. Ég er alltaf annað slag- ið að vinna að verkefnum sem tengjast Íslandi,” sagði Guð- mundur í samtali við Ægi. „Ég byrjaði á þessu ráðgjafarsviði árið 1983, en fimm ár féllu úr þegar ég tók að mér framkvæmdastjórn hjá Mecklemburger Hochsee- fischerei. Þar hætti ég störfum fyrir tveimur árum þegar rekstur- inn var sameinaður rekstri hol- lensks fyrirtækis.” Árin í Slippstöðinni Á árunum 1976-1980 var Guð- mundur Tulinius yfirverkfræð- ingur í Slippstöðinni á Akureyri. Þetta voru velmegtarár í skipa- smíðum á Íslandi og þá voru m.a. hönnuð og smíðuð ný skip í Slippstöðinni, t.d. Sigurbjörg ÓF, nótaskipið Hilmir og Kolbeinsey. Guðmundur var síðar aftur kall- aður til starfa hjá Slippstöðinni. „Í ágúst 1993 sótti Slippstöðin um greiðslustöðvun og ég var fenginn sem ráðgjafi að stöðinni til þess að reyna að koma hjólun- um aftur af stað. Í upphafi var þetta hugsað sem tveggja til þriggja mánaða vinna, en svo fór að það urðu nær tvö ár. Þaðan fór ég síðan til Mecklemburger Hochseefischerei.” Ýmiskonar ráðgjafarstörf og þjónusta – Evrópusambandið Eins og áður segir annast Guð- mundur ýmiskonar ráðgjöf varð- andi skipasmíðar og viðhald skipa. Ásamt eiginkonu sinni rekur hann líka lítið þjónustufyr- irtæki, G. TULINIUS & CO. GMBH, sem annast útvegun á varahlutum og efni fyrir bæði út- gerð og iðnað og vinnur sem tengiliður við skipasmíða- og við- gerðarstöðvar í Evrópu. „Persónu- leg, hraðvirk og trygg þjónusta getur oft verið dýrmætur kostur þegar mikið liggur á, eins og oft er ef eitthvað kemur upp á,” segir Guðmundur. Einnig segist hann veita ráðgjöf varðandi alþjóðlegar fiskveiðar og útgerð, enda hafi hann öðlast töluverða reynslu á því sviði þegar hann starfaði hjá MHF – ekki síst því sem snýr að Evrópusambandinu. Guðmundur segist fagna því að umræðan um Evrópusambandið sé orðin opnari á Íslandi „Almenn fræðsla um sambandið er grundvöllurinn fyr- ir málefnalegri umræðu, síðan geta menn haft mismunandi skoðanir á kostum þess og göll- um. Ég tel hins vegar líka mjög mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að Evrópusambandið er stjórnmálalega mikið meira en spurning um viðskiptalega kosti og galla eða hvort við í peningum talið „græðum“ eða töpum á að- ild. Ég hef fullan skilning á því að málið sé sérstaklega viðkvæmt vegna sameiginlegu fiskveiði- stefnu sambandsins (CFP - Common Fisheries Policy), en með aðild tel ég að Ísland gæti þar haft sterk jákvæð áhrif, auk þess sem verulegir möguleikar mundu opnast fyrir íslensk út- gerðarfyrirtæki,” sagði Guð- mundur að lokum. Guðmundur Tulinius, skipaverkfræðingur: Hefur meira og minna starfað í Þýskalandi í um 20 ár Guðmundur Tulinius, skipaverkfræðingur, hef- ur verið starfandi í Þýskalandi meira og minna í tuttugu ár, þar sem hann annast fyrst og fremst ráðgjöf og eftirlit með verkefnum í skipasmíðastöðvum. Nýverið hafði hann til dæmis með höndum eftirlit með sandblæstri og málningu á Barða NK, en það verk var unn- ið í skipasmíðastöð í Póllandi. Barði kom til Neskaupstaðar 10. október sl. Guðmundur Tulinius, skipaverkfræðingur í Þýskalandi.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.