Ægir - 01.10.2002, Page 18
18
að. Árleg framleiðsla verksmiðj-
anna hefur sveiflast frá 228 þús-
und tonnum árið 1992 upp í 388
þúsund tonn árið 1996 og endaði
í 342 þúsund tonnum af mjöli og
lýsi á síðasta ári. Sömu sögu er að
segja um skilaverð á mjöli og lýsi,
en þar komst fob-meðalverð um-
reiknað í íslenskar krónur í há-
mark árið 1998, dalaði síðan en
komst á flug á ný árið 2001.”
Skuldir sjávarútvegsins um
205 milljarðar króna
Arnar sagði að samkvæmt tölum
Seðlabankans væru heildarskuldir
sjávarútvegsins nú um stundir
sem næst 205 milljörðum króna.
„Af 205 milljarða heildarskuld-
um er áætlað að liðlega 134
milljarðar eða rúmlega 65% hafi
verið í erlendum gjaldmiðlum, en
rúmlega 70 milljarðar eða tæp-
lega 35% í íslenskum krónum.
Heildarskuldir í sjávarútvegi hafa
hækkað um 63% frá ársbyrjun
1998, en á sama tíma hefur út-
flutningsverðmæti sjávarafurða
hækkað um rúmlega 30%. Mikl-
ar fjárfestingar í öllum greinum
sjávarútvegs, ásamt fjárfestingum
erlendis og gengisbreytingum
skýra að mestu aukningu heildar-
skulda á undanförnum árum. Á
sama hátt á betri afkoma og
gengishækkun krónunnar sinn
þátt í lækkun heildarskulda á
þessu ári,” sagði Arnar.
Útflutningsverðmæti áætlað
128 milljarðar króna
Útflutningsverðmæti sjávarafurða
var á síðasta ári 122 milljarðar
króna. Afurðir landfrystingar
voru tæplega 39 milljarðar og
sjófrystingar liðlega 22 milljarð-
ar, útflutningsverðmæti saltfisks
voru rúmir 26 milljarðar, flug-
fiskur tæplega 6 milljarðar, gám-
ar og siglingar 9 milljarðar, mjöl
og lýsi 17 milljarðar og annað,
mest lagmeti og hertir þorsk-
hausar rúmlega 3 milljarðar
króna. Arnar Sigurmundsson seg-
ir að útlit sé fyrir að útflutnings-
verðmæti sjávarafurða hækki
nokkuð á þessu ári, en á fyrstu
átta mánuðum ársins var verð-
mæti þeirra um 87 milljarðar
króna. „Þetta er nokkur aukning
frá fyrra ári, sem skýrist ekki síst
af sjómannaverkfallinu í fyrra.”
Útflutningur fyrstu átta mánuði
þessa árs skiptist þannig að land-
frystar afurðir eru 28 milljarðar,
sjófrystar 16 milljarðar, saltfiskur
rúmlega 15 milljarðar, flugfiskur
tæplega 4 milljarðar, gámafiskur
og siglingar tæplega 6 milljarðar,
mjöl og lýsi rúmlega 16 milljarð-
ar og annað rúmlega 2 milljarðar
Nú er áætlað að útflutningsverð-
mæti sjávarafurða verði 128 mill-
jarðar á árinu 2002.”
Námsefni á ensku og pólsku
Arnar segir menntunarmál fisk-
vinnslunnar mikilvæg. Hann seg-
ir að unnið hafi verið að stofnun
Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
ehf. að frumkvæði Alþýðusam-
bands Íslands og Samtaka at-
vinnulífsins, en miðstöðinni er
ætlað að vera samstarfsvettvangur
ASÍ og SA um framkvæmd full-
orðins- og starfsmenntunar á ís-
lenskum vinnumarkaði.
„Á þessu ári er áætlað að 150-
200 starfsmenn ljúki grunnnám-
skeiðum fyrir fiskvinnslufólk.
Bóklegt námsefni hefur nýlega
verið endurnýjað að miklu leyti
og þýtt á ensku og pólsku. Slíkt
var orðið aðkallandi þar sem út-
lendir starfsmenn eru um þriðj-
ungur af þeim sem lokið hafa
grunnnámskeiðum á síðustu 2-3
árum. Ein af ástæðum þess að
mun færri sækja námskeiðin á
síðustu árum eru minni breyting-
„Á þessu ári er áætlað að
150-200 starfsmenn ljúki
grunnnámskeiðum fyrir
fiskvinnslufólk. Bóklegt
námsefni hefur nýlega
verið endurnýjað að miklu
leyti og þýtt á ensku og
pólsku. Slíkt var orðið
aðkallandi þar sem útlendir
starfsmenn eru um
þriðjungur af þeim sem
lokið hafa grunn-
námskeiðum á síðustu 2-3
árum,” segir Arnar
Sigurmundsson.
„Í rækjunni telja menn að ekki sé neitt sérstaklega bjart
framundan, en það má heldur ekki vera lakara en það er í dag,”
segir Arnar. Hér er verið að landa sjófrystri rækju úr Rauðanúpi,
rækjufrystiskipi ÚA.