Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2002, Qupperneq 26

Ægir - 01.10.2002, Qupperneq 26
26 Æ G I S V I Ð TA L I Ð að byggja upp þorskstofninn þar. Við trillukarlar köllum eftir rannsóknum. Við biðjum um rannsókn- ir á því hvað hefur farið úrskeiðis hér og hvernig hægt sé að snúa hlutum til betri vegar. Lítið hefur verið hlustað á þetta, líklega vegna þess að meiri- hlutinn í stjórn Hafrannsóknastofnunar er í höndum stórútgerðarmanna, þeir vilja ekki rannsóknir á veið- arfærum. Staðreyndin er sú að togveiðarfærin hafa verið að margfaldast að umfangi. Þegar ég á sínum tíma var á nýsköpunartogurunum vorum við með 8- 900 kg. hlera, en nú eru hlerarnir upp í 8-9 tonn að þyngd. Þetta segir meira en mörg orð. Við viljum upplýsingar um hvernig þessi stóru veiðarfæri fara með botninn á grunnsævi. Því miður er veiðum ekki stjórnað á Íslandi. Kvótanum er hins vegar stýrt og svo er mönnum í sjálfs vald sett hvað þeir gera. Við viljum meðal annars fá svör við því hversu mikið drepst af fiski áður en veiðarfærin koma upp. Og við viljum líka vita hvernig þessi stóru veiðarfæri fara með botninn. Við verðum að fá svör við þessu.” Stór fiskur og lítill „Jónas Bjarnason hefur verið að skrifa lærðar greinar um hrygningu stærsta fisksins og hann hefur jafn- framt stúderað hvað gerðist við Nýfundnaland. Haf- rannsóknastofnun segir að stærsti fiskurinn sé að hverfa. Ég er ansi hræddur um að níu og hálfrar tommu riðill taki bara stærstu hrygnurnar. Þetta gera menn vegna þess að kvótinn er orðinn svo dýr og hrognin eru á svo gífurlega háu verði. Þess vegna mega menn ekki fá nema stærstu hrygnurnar – annar fiskur sleppur í gegn. Við trillukarlar viljum líka fá svör við því hvort þetta sé rétta leiðin. Ég spyr hvort rétt sé að taka bara stóra fiskinn en skilja þann lé- legri eftir til undaneldis. Ég tel að með þessu sé verið að ala upp mun afkastaminni fiskistofna við landið, sem mun hafa alvarlegar afleiðingar.” Krefjumst rannsókna! „Snurvoðarbátarnir nú til dags eru mun öflugari en áður var og þeir eru með sérútbúnar tromlur og mik- ið af tógum og bobbingaleggjum eða rokkhopper- um, eins og menn kalla þetta nú til dags. Þessir bát- ar eða öllu heldur skip draga orðið upp í hálfan ann- an klukkutíma með mjög öflugum veiðarfærum. Við trillukarlar veltum því fyrir okkur af hverju við vor- um að færa landhelgina á sínum tíma út í tólf mílur þegar við síðan leyfum togveiðar á öflugum skipum á grunnslóð inni á víkum. Menn verða að svara því hvaða áhrif smáfiskaskiljur hafa á þorskinn og ýsuna. Hvað lifir af fiski sem fer í gegnum þessar skiljur? Við verðum að fá þetta allt upp á borðið. Það þýðir ekkert að segja að trillurnar hafi alltaf farið framúr heimildum og halda því fram að það séu helstu rökin fyrir því að ekki hafi tekist að ná fiskistofnunum upp. Þessi fullyrðing er út í hött, því lengi á síðustu öld vorum við að fiska 4-500 þúsund tonn á ári af þorski, en nú erum við hins vegar komnir niður fyrir 200 þúsund tonn. Allt tal um ofveiði er því alveg út í hött. Það er eitthvað annað að og það er löngu kominn tími til þess að fram fari rannsóknir á því hvað hefur skeð í lífríkinu. Íslenska þjóðin á heimt- ingu á því að fá að vita það. Til þess þarf nýtt fjár- magn og ég mælist til þess að þetta verkefni verði fengið sjálfstæðri stofnun, ekki Hafrannsóknastofn- un, sem hefði það hlutverk að kanna hvaða áhrif hin ýmsu veiðarfæri hafi á lífríkið.” Guðmundur segir að á grunnslóðinni fyrir vestan hafi verið töluvert mikill fiskur að undanförnu. „Hann stendur grynnra en áður. Spurningin er sú hvort fiskurinn er að leita sér skjóls á grunnsævi vegna þess að búið sé að slétta hafsvæðin fyrir utan 12 mílurnar. Fiskurinn þarf alltaf að fá skjól fyrir straum og hann leitar skjóls á bakvið hólana. Ég hef heyrt menn geta sér þess til að fiskurinn leiti skjóls á grunnslóðinni þar sem botninn hefur ekki verið sléttaður.” Neyðin kennir.... Vestfirðingar hafa í gegnum tíðina verið mjög áber- andi í hagsmunabaráttu smábátasjómanna. Guð- mundur er spurður að því hvort Vestfirðingar séu harðari en aðrir í þessum efnum? „Nei,” segir hann og hlær. „Neyðin kennir naktri konu að spinna. Það hefur verið hert svo mikið að okkur að það var annað hvort að duga eða drepast. Við fundum að eignirnar okkar hrundu niður í verði og lifibrauðið var tekið undan plássunum með lög- um frá Alþingi. Og þetta var gert þrátt fyrir að við eigum stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi til fiskveiða langt aftur í aldir. Engu að síður hefur Alþingi Ís- lendinga tekið af okkur þessi atvinnuréttindi sem við eigum þó skýlausan rétt til. Auðvitað erum við hundsvekktir yfir því hvernig búið er að fara með okkur. Það er margra alda reynsla komin á að línu- veiðar og krókaveiðar eru vistvænar veiðar. Færeying- ar eru að veiða 60% af ýsu og þorski á króka. Þeir banna net og sömuleiðis snurvoð. Og þeir banna líka verksmiðjuskip. Færeyingar eru að ná árangri í sinni fiskveiðistjórnun og því tel ég að fyrr en síðar muni koma að því að við förum að læra af þeim.” Þarf almennar aðgerðir en ekki sértækar Guðmundur vekur máls á svokölluðum byggðakvóta sem Vestfirðingar fengu úthlutað í fyrra. „Sum byggðarlög hér fengu allt upp í 400 tonn og auðvit- að lagaði þetta stöðuna. En ég spyr; eru svona sér- tækar aðgerðir það sem við viljum sjá? Svar mitt er nei. Við biðjum um almennar aðgerðir sem gangi jafnt yfir allt landið. Byggðakvóti mismunar byggð- um og mönnum og skekkir samkeppnisstöðu. Vest- fjarðaraðstoðin, sem svo átti að heita, gerði okkur ekkert nema slæmt vegna þeirrar neikvæðu umræðu um Vestfirði sem hún kallaði á. Það var ekki stjórn- málamönnum að þakka að Vestfirðir hrundu ekki. Það var hins vegar trillukörlunum að þakka. Þegar verst var björguðu trillukarlarnir Vestfjörðum með því að taka áhættu og þar með skuldsetja sig og sínar „Við fundum að eignirnar okkar hrundu niður í verði og lifibrauðið var tekið undan plássunum með lögum frá Alþingi.“ „Auðvitað erum við hundsvekktir yfir því hvernig búið er að fara með okkur.“

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.