Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Síða 28

Ægir - 01.10.2002, Síða 28
28 Æ G I S V I Ð TA L I Ð þess? Hvaða rétt hafa þingmenn til þess að taka af þessum litlu strandbyggðum í kringum landið rétt- inn til veiða á smábátum, sem við höfum haft síðan land byggðist. Það er réttur fólksins í strandbyggð- unum að fá að lifa og þann rétt á fólkið langt aftur í aldir. Þessar strandbyggðir geta ekki án okkur trillukarlanna verið.” Samstíga trillukarlar Guðmundur segist ekki setja alla alþingismenn und- ir sama hatt. Þeir séu jafn misjafnir og þeir eru margir. „Að sjálfsögðu eru þeir ekki allir slæmir, en hins vegar hafa þeir gert gasaleg mistök. Fiskistofn- arnir eru svona illa á sig komnir, eins og raun ber vitni, vegna rangrar stjórnunar sem er búin til á Al- þingi.” Guðmundur segir að trillukarlar á Íslandi séu al- mennt mjög samstíga í sínum málflutningi og kröf- um. „Þeim hefur verið stillt upp í ýmis kerfi sem al- þingismennirnir hafa búið til. Aðstæður manna í þessum kerfum hafa verið afar ólíkar, en engu að síð- ur höfum við alltaf náð sáttum í okkar röðum. Það sýnir hversu sterkur félagsskapur smábátasjómanna er.” Matador-spilarar - Eru ekki líka til ríkir trillukarlar? „Maður skal aldrei segja aldrei,” segir Guðmundur og hlær. „Það er til brask í trillukerfinu eins og hinu. Þeir menn sem stjórna stórútgerðarfyrirtækjunum í dag eru strákar sem fæddust þegar Matador-spilið var hvað vinsælast. Þeir lærðu að spila Matador og keyptu og seldu götur og fyrirtæki. Síðar spiluðu þeir Útvegsspilið og nú eru þeir komnir með þessa spilamennsku út í athafnalífið. Þetta tel ég hættulegt fyrir þjóðfélagið. Þeir menn, sem ég vil kalla hug- sjónamenn í útgerð, eru að mestu horfnir. Ég nefni í því sambandi Einar heitinn Guðfinnsson í Bolungar- vík. Hann byggði upp plássið sitt og launin hans voru þau að fólkið hafði atvinnu og velmegun og uppbygging var í plássinu. Í dag eru menn hins veg- ar aðallega í verðbréfabraski, en að baki því eru engir peningar. Þessir Matador-strákar leita því inn í bankakerfið og um allt. Þeir eru ekki í því að byggja upp staðina vítt og breitt um landið. Hvað hefur stórútgerðin byggt upp af húsakosti í landi á undan- förnum árum? Mér sýnist það vera heldur lítið. Og ekki hafa fjármunirnir farið að neinu marki í endur- nýjun flotans, enda hefur íslenski flotinn verið að eldast gífurlega mikið. Fjármunirnir hafa hins vegar verið notaðir í fjármálabrask hér innanlands eða hreinlega verið fluttir úr landi,” segir Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar – félags smábátasjó- manna á norðanverðum Vestfjörðum.” „Nú eru að verða tuttugu ár síðan kvótakerfið var sett á og okkur var sagt á sínum tíma að það tæki fimm ár að byggja upp þorskstofninn. Nú á þjóðin að mínu mati heimtingu á því að farið verði ofan í saumana á því af hverju ekki hefur náðst árangur í fiskfriðuninni á tuttugu árum.”

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.