Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2002, Qupperneq 29

Ægir - 01.10.2002, Qupperneq 29
29 F J A R S K I P TA M Á L Öryggismál að bæta sendingar ljósvakamiðla Í greinargerð með tillögunni minnir Guðjón Guðmundsson á að móttökuskilyrði útvarps hafi batnað mjög með tilkomu lang- bylgjusendinga frá Gufuskálum og Eiðum, en um sendana þar er útvarpað blandaðri dagskrá Rásar 1 og Rásar 2. Þessar sendingar nást allt til Færeyja, eða u.þ.b. 500 sjómílur. Guðjón segir að í sparnaðarskyni hafi langbylgju- sendingar nýlega verið skertar og stuttbylgjusendingar aflagðar, en þær náðust um allan heim. „Það er mikið öryggismál,” segir í greinargerð með þingsályktunar- tillögunni, „að bæta sendingar ljósvakamiðlanna til fiskimiða og farskipa, t.d. til að fylgjast með aðvörunum um hættu, svo sem fárviðrisspám og tilkynningum um ís. Bent hefur verið á að engin veðurspá er gerð nema á Íslandi fyrir siglingaleiðina Bandaríkin- Nýfundnaland-Ísland. Meðan rík- ið stendur fyrir rekstri sjónvarps og útvarps og skyldar landsmenn til að greiða afnotagjöld verður að leita allra leiða til að koma send- ingum þessara fjölmiðla til sem flestra Íslendinga.” Áhugavert mál að mati menntamálaráðherra Í fyrstu umræðu á Alþingi um tillöguna, nú á haustdögum, kom fram að notkun gervihnatta hafi aukist mjög að undanförnu og kostnaður því lækkað. Minnt var á að norska ríkissjónvarpið sendi efni sitt til fiskimiðanna gegnum gervihnött. Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, lét þess get- ið í umræðunum að áhugavert væri að Ríkisútvarpið léti gera áætlun um kostnað og tæknilega útfærslu á því að senda dagskrár útvarps og sjónvarps um gervi- tungl. Ekki síst gætu slíkar send- ingar gagnast sjömönnum á far- og fiskiskipum. Ráðherra gat einnig um að þessi tækni gerði um leið kleift fyrir dreifðar byggðir sem í dag nytu lélegra sjónvarpsskilyrða að ná loks út- sendingum útvarps og sjónvarps með viðunandi hætti. Tillaga á Alþingi um að senda út dagskrá Ríkisútvarps og -sjónvarps um gervihnött: Yrði til mikilla hagsbóta fyrir sjófarendur Í tillögu til þingsályktunar, sem Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi, hefur lagt fram á Alþingi er lagt til að menntamálaráðherra verði falið að láta gera á vegum Ríkisútvarps- ins áætlun um kostnað og tæknilega útfærslu á því að senda dagskrár útvarps og sjónvarps um gervitungl, svo og kostnað við búnað til að taka á móti þessum sendingum. Einnig komi fram áætlaður stofnkostn- aður jarðstöðvar til að senda dagskrár til gervitungls og árlegur rekstr- arkostnaður hennar. „Meðan ríkið stendur fyrir rekstri sjónvarps og útvarps og skyldar landsmenn til að greiða afnotagjöld verður að leita allra leiða til að koma sendingum þessara fjölmiðla til sem flestra Íslendinga,” segir m.a. í greinargerð með tillögu Guðjóns Guðmundssonar.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.