Ægir - 01.10.2002, Side 30
30
F I S K M A R K A Ð I R
„Við viljum fá ítar-
legri lagaramma um
starfsemi uppboðs-
markaða, það sem til
er eru lög frá 1989 um
markaðina, sem rúm-
ast á einu A4 blaði.
Okkur þykir skrítið
að ekki skuli vera til
ákveðnari lagarammi
um verslun og við-
skipti með fisk, rétt
eins og aðrar vörur,”
segir Bjarni Áskelsson,
starfsmaður Samtaka
uppboðsmarkaða.
Bjarni segist vænta úrbóta í
þessum efnum. Þannig sé að
störfum nefnd sem ætlað sé það
hlutverk að endurskoða lög um
uppboðsmarkaði og einnig sé að
ljúka störfum átján manna nefnd
sem hefur almennt verið að skoða
stöðu fiskmarkaða, þ.m.t.
starfskilyrði markaðanna.
Margfalt verðmyndunarkerfi
„Eins og staðan er í dag er langt
frá því að fiskmarkaðarnir sitji við
sama borð og aðrir í viðskiptum
með fisk. Sjómenn og útvegs-
menn semja um að það verð sem
myndast á fiskmarkaði skuli not-
að til uppgjörs. Önnur viðskipta-
form eru margvísleg, t.d. bein
viðskipti með eða án kvóta, verk-
tökuviðskipti, gámaviðskipti og
ýmis önnur viðskiptaform. Þess
vegna er margfalt verðmyndunar-
kerfi í gangi, okkar krafa til yfir-
valda er einföld, við viljum að
laga- og viðskiptaumhverfið geri
sölu á fiskmarkaði aldrei síðri
kost. Krafa fiskmarkaða hefur
aldrei verið sú að skylda eigi út-
gerðir til að selja afla á markaði,
krafa okkar er að við einfaldlega
sitjum við sama borð og aðrir,”
segir Bjarni.
Innan Samtaka uppboðsmark-
aða eru sextán fyrirtæki, en þau
eru starfandi á tæplega 30 stöðum
á landinu. „Ég hygg að nálægt
hundrað manns séu starfandi á
sjálfum fiskmörkuðunum. Þar
fyrir utan eru margir sem starfa
við löndun, flutninga og margt
fleira sem tengist fiskmörkuðun-
um,” segir Bjarni.
Minna magn
en hærra meðalverð
Bjarni segir að hér á landi sé það
sama að gerast og víða erlendis,
að magnið sem fer í gegnum fisk-
markaði fari minnkandi. „Ég hef
ekki séð allra nýjustu tölur, en ég
hef trú á því að það sem af er
þessu ári sé 12% samdráttur í
magni og 7% samdráttur í verð-
mætum af því sem fer í gegnum
fiskmarkaði miðað við sama tíma
í fyrra. Margar af útgerðum stóru
línubátanna sem seldu afla sinn á
mörkuðum eru hættar eða fyrir-
tæki hafa sameinast og það hefur
líka mikil áhrif að veiðar smábáta
á ýsu og steinbít hafa verið settar
í kvóta. Að því ógleymdu að hinn
hefðbundni vertíðarfloti er nánast
að hverfa. Hins vegar hefur verð
fyrir fiskinn verið að hækka,” seg-
ir Bjarni. Aðspurður um hvort
von sé á frekari hækkun nefnir
hann til samanburðar að verð á
þorski á fiskmörkuðum í Dan-
mörku sé töluvert mikið hærra en
á mörkuðum hér heima og það
sama megi reyndar segja um
markaði í Bretlandi, það er þó
háð stærðum og framboði.
Varðandi nánustu framtíð segir
Bjari merkja aukna spurn eftir
kældum ferskum fiski inn á evr-
ópska neytendamarkaðinn. „Ég
tel því að við eigum góða mögu-
leika. Með réttum vinnubrögðum
og samstilltu átaki sjómanna,
fiskmarkaða og fiskverkenda get-
um við bæði aukið það magn sem
fer um fiskmarkaðina og á sama
tíma tryggt hæsta verð sem
markaðurinn býður upp á á hverj-
um tíma.”
Gæðamálin tekin
föstum tökum
Eins og áður segir er Bjarni
starfsmaður Samtaka uppboðs-
markaða, en starfar ekki beint við
fiskviðskiptin „á gólfinu” frá degi
til dags. Hins vegar þekkir hann
vel til þeirra mála því áður átti
hann og rak Fiskmarkað Suður-
lands í Þorlákshöfn, sem sl. vetur
varð hluti af Fiskmarkaði Íslands.
Meðal þess sem Samtök upp-
boðsmarkaða láta til sín taka eru
gæðamálin og fyrir dyrum stend-
ur námskeið í samvinnu við
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
þar sem gæðamálin verða tekin
fyrir. „Síðan förum við vonandi af
stað áður en langt um líður með
nýtt uppboðskerfi á internetinu.
Það er því ýmislegt í gangi hjá
okkur,” sagði Bjarni Áskelsson.
Köllum eftir endurskoðun
laga um uppboðsmarkaði
- segir Bjarni Áskelsson hjá Samtökum uppboðsmarkaða
Bjarni Áskelsson,
starfsmaður Samtaka
uppboðsmarkaða.