Ægir - 01.10.2002, Page 31
31
T Ö LV U T Æ K N I N Á S J Ó N U M
Fyrir nokkrum vikum urðu
ÚA-skipin tölvupóstvædd, sem
þýðir að skipverjar eru með sín
eigin netföng og geta þannig haft
samband við hvern sem er gegn-
um tölvupóst. Böðvar segir að
eins og gengur séu menn misjafn-
lega áhugasamir um notkun á
þessari tækni. Sumir nýti sér
tölvutæknina sáralítið, en fyrir þá
sem noti tölvu mikið, sé þessi
tækni mikilsverð.
Möguleiki á fjarnámi úti á sjó
Hér á landi er Radiomiðun um-
boðsaðili fyrir Iridium kerfið.
Hafsteinn Guðjónsson, sölufull-
trúi hjá Radiomiðun, segir að
tölvupóstvæðing fiskiskipa hafi
færst mjög í vöxt að undanförnu,
ekki síst þau skip sem eru í úthaf-
inu, fjarri Íslands ströndum. En
einnig hafi mörg skip, sem veiði í
landhelginni, tekið þessa tækni í
notkun, t.d. togarar Útgerðarfé-
lags Akureyringa. “Þetta er algjör
bylting. Auk samskipta í gegnum
tölvupóst gerir þessi tækni sjó-
mönnum til dæmis kleift að
stunda fjarnám. Sjómenn eru með
sitt eigið netfang, rétt eins og í
landi,” segir Hafsteinn.
Iridium kerfinu var komið á fót
fyrir nokkrum árum, en síðan var
það tekið niður sökum erfiðleika
rekstraraðilans við að halda því
gangandi. “Kerfið var síðan keypt
af fjársterkum aðilum, m.a.
Boeing flugvélaverksmiðjunum,
og nú er rekstur kerfisins kominn
í gott horf. Með aukinni notkun
kerfisins er enginn vafi að notk-
unargjöldin munu lækka enn
frekar,” segir Hafsteinn.
Hagstæður samskiptamáti
Eins og áður segir eru nú þegar
þónokkur hérlend skip komin
með þessa tækni. Hafsteinn nefn-
ir dæmi um skip, sem í septem-
ber var að veiðum í Barentshaf-
inu. Frá 1. september til 20. sept-
ember eru skráðar um eitt þúsund
tölvupóstsendingar á þetta skip.
“Þetta dæmi er til marks um að
menn eru farnir að nota þetta
kerfi umtalsvert,” segir Hafsteinn
og heldur síðan áfram. „Í tengsl-
um við þetta kerfi bjóðum við
upp á annars konar þjónustu.
Segjum sem svo að eiginkonan
þurfi að ná í eiginmanninn úti á
sjó. Hún getur þá hringt í ákveð-
ið númer, sem er hérna hjá okkur
í Radiomiðun. Síðan slær hún inn
sex stafa lykiltölu, sem er tengt
hennar kreditkorti. Með þessu
móti er símtalið skráð innan Iri-
dium kerfisins, sem er töluvert
ódýrari samskiptamáti – eða 95
sent á mínútuna. Skrifstofur út-
gerðarfélaga nota þessa þjónustu í
miklum mæli þegar þarf að ná
sambandi við skipin,” segir Haf-
steinn.
Þróunin heldur áfram
Enginn vafi er á því að þetta kerfi
um mun þróast áfram. Hafsteinn
segist sjá fyrir að næsta skref
verði að geta sent stórar myndir
sem viðhengi í póstsendingunum,
en þetta kerfi býður ekki upp á
mikla flutningsgetu. Reyndar er
unnt að senda mjög litlar myndir
með, en kerfið neitar að taka við
myndum í góðri upplausn.
„Þetta er óneitanlega
mikil bylting, nú getum
við sent tölvupóst án
vandkvæða,“ segir
Böðvar Eggertsson,
vélstjóri og
tölvuáhugamaður á
Harðbaki EA, togara ÚA.
Sjómenn eru í auknum mæli komnir í tölvupóstsamband úti á sjó:
„Þetta er algjör bylting“
„Þetta er óneitanlega mikil bylting. Nú getum
við sent tölvupóst án vandkvæða,” segir Böðv-
ar Eggertsson, vélstjóri og tölvuáhugamaður á
Harðbaki EA, um tölvusamskipti sem nú eru
komin á við skipverja í gegnum hið svokallaða
Iridium kerfi, sem miðlar sendingum í gegn-
um gervihnött.