Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2002, Page 32

Ægir - 01.10.2002, Page 32
32 A L Þ I N G I Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að hún hafi ekki fengist rædd ofan í kjölinn á síðasta þingi og því sé málið tekið upp aftur. „Mér finnst rétt að skoða þetta mál ofan í kjölinn og fyrir því eru fjöldamargar ástæður. Í fyrsta lagi erum við með framselj- anlegt kvótakerfi og aflaheimild- irnar skipta miklu máli í verð- lagningunni. Vinnslan eða út- gerðin eru ýmist að sýsla með veiðiheimildirnar. Síðan koma upp eilíf dælumál um hvernig með þetta er farið, hvað teljist eðlilegir viðskiptahættir og hvað ekki. Túlkun manna er mismun- andi í þeim efnum. En megin- málið er í mínum huga að með fjárhagslegum aðskilnaði vinnslu og útgerðar verði mun eðlilegra starfsumhverfi í sjávarútveginum. Og ég bendi á í því sambandi að þessi háttur hefur verið tekinn upp í t.d. Færeyjum og Dan- mörku. Ég geri mér grein fyrir því að þessi aðskilnaður yrði að eiga sér stað í sátt, þannig að ann- ar aðilinn fari ekki yfir hinn. Þess vegna leggjum við til að skipuð verði nefnd til þess að gera frum- varp um málið sem síðan yrði lagt fyrir þingið. En ég tel að þegar upp verði staðið myndi að- skilnaður auðvelda viðskiptahætti og við myndum fá aukin verð- mæti þegar upp verði staðið,” segir Guðjón Arnar. Efast um stórar sameiningar Guðjón Arnar telur að samþjöpp- un í sjávarútvegi sé hluti af þessu máli. „Það er alltaf verið að búa til stærri og stærri blokkir og við vitum vel að þeir sem ráða yfir kvótaréttinum geta líkað stjórnað hráefnistökunni, ekki bara á sín- um eigin skipum heldur líka á öðrum skipum með t.d. leigu á aflaheimildum. Ég hef haft efa- semdir um að við séum á réttri leið með stórum sameiningum í sjávarútvegi og ég tel að menn ættu að fara sér hægt í þeim efn- um. Mér finnst sporin hræða. Aflaheimildirnar hafa farið frá smærri stöðunum, útgerðin hefur þar með farið og vinnslan í landi lagst niður í kjölfarið. Það getur vel verið að menn geti sýnt á pappírunum ýmiskonar hagræð- ingu og betri afkomu með sam- einingum fyrirtækja í sjávarút- veginum, en ég spyr þá hvort menn hafi lagt hagsmuni fólksins í byggðarlögunum sem kvótinn fer frá á vogarskálarnar.” Spurning um hagræðingu Guðjón Arnar segist ekki fara leynt með þá skoðun sína að hann hafi ákveðinn ótta af nýjustu sam- einingu í sjávarútvegi, þ.e. sam- runa ÚA, HB og Skagstrendings innan sjávarútvegssviðs Eim- skipafélagsins. „Ég hef heyrt í mönnum sem segja sem svo að kvótinn fái að vera í friði fram yfir kosningar í vor. Ég er sam- mála mönnum um það. En síðan fer að mínu viti í gang hagræðing þeirra sem nú eiga þessar afla- heimildir, þ.e. Eimskipafélagið. Forystumenn þar á bæ munu ör- Þingsályktunartillaga um fjárhagslegan aðskilnað í rekstri útgerðar og fiskvinnslu: Mér finnst sporin hræða - segir Guðjón Arnar Kristjánsson og varar við aukinni blokkamyndun í sjávarútvegi Guðjón Arnar Krist- jánsson er fyrsti flutningsmaður þings- ályktunartillögu um fjárhagslegan að- skilnað í rekstri út- gerðar og fiskvinnslu. Fjórir þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja, með Guðjón Arnar Kristjánsson, þing- mann Frjálslynda flokksins á Vestfjörðum, í broddi fylkingar, hafa endurflutt þingslálykt- unartillögu frá síðasta þingi um fjárhagslegan aðskilnað í rekstri útgerðar og fiskvinnslu í landi. Í tillögunni er lagt til að lagafrumvarp verði lagt fram á Alþingi um þennan aðskiln- að sem geri ráð fyrir að skapa skilyrði „fyrir eðlilega verðmyndun á öllum óunnum fiski á markaði, heilbrigðum og gegnsæjum við- skiptaháttum í fiskviðskiptum og koma þannig á eðlilegum samkeppnisskilyrðum á því sviði,” eins og segir orðrétt í tillögunni.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.