Ægir - 01.10.2002, Side 34
34
Ö RY G G I S M Á L
Hjörtur Cýrusson hjá Icedan ehf.
segir að sem betur fer sé bróður-
partur sjómanna vel meðvitaður
um gildi öryggismála úti á sjó.
Hins vegar segir hann að stöðugt
þurfi að minna menn á þessa
hluti og í raun sé það eilífðar-
verkefni að fræða sjófarendur og
minna þá á nauðsyn þess að hafa
skip og báta útbúna með traustan
öryggis- og björgunarbúnað.
Icedan er eitt af stærstu fyrir-
tækjum á landinu í sölu og þjón-
ustu á björgunarbúnaði.
Þekktasta vörumerkið sem fyrir-
tækið hefur á sínum snærum er
trúlega DSB – sem stendur fyrir
Deutsche Schlauchboot GmbH,
en það fyrirtæki framleiðir björg-
unarbáta og svokallaða „Man over
board” báta og aðrar áþekkar vör-
ur. Icedan selur allar tegundir af
björgunarbátum frá DSB sem
hafa verið samþykktir af Siglinga-
stofnun fyrir íslenskar aðstæður
sem og SOLAS björgunarbáta í
öllum stærðum, þ.e. frá 4 manna
bátum upp í 100 manna báta. Þá
selur Icedan slöngubáta með bæði
álbotnum og hefðbundnum
gúmmíbotnum, sem eru fram-
leiddir úr náttúrulegu gúmmíi.
Slöngubátarnir fást í mörgum
stærðum, frá 2,30 metrum (2-3
manna) og upp í 5,30 metra (8-
12 manna).
„Það allra nýjasta í björgunar-
bátum hjá okkur eru 4ra manna
sjálfréttandi bátar frá DSB, sem
munu koma á markaðinn á næst-
unni, að fenginni viðurkenningu
hjá Siglingastofnun,” sagði
Hjörtur. Sjálfréttandi björgunar-
bátar komu fyrst á markað í kjöl-
far Estonia ferjuslyssins en þar
fórst mikill fjöldi manna vegna
þess að margir björgunarbátar
blésu upp á röngum kili og fólk
hafði hvorki kunnáttu né krafta
til að snúa þeim á réttan kjöl. Í
dag er skylda að hafa slíka
sjálfréttandi björgunarbáta um
borð í ferjum en ennþá eru aðeins
stærri björgunarbátar, 25 manna
og stærri, með viðurkenningar frá
Alþjóðasiglingamálastofnunni.
„En DSB er að nýta þessa sömu
tækni til að framleiða 4ra manna
sjálfréttandi björgunarbáta, sem í
hlutarins eðli eru í mörgum til-
fellum notaðir af einyrkjum og
þar af leiðandi mikið öryggisatrið
fyrir þá. Enda illmögulegt að
segja til um ástand skipbrots-
manns sem og að setja sig í þá að-
stöðu þegar menn þurfa að grípa
Icedan ehf. er með breiða vörulínu í björgunar-
og öryggisvörum:
Ný gerð 4ra manna björgunarbáta
frá DSB og „Lífvörður“
Hjörtur Cýrusson.
Á sjávarútvegssýningunni í Smáranum kynnti Icedan m.a. ýmsan björgunar- og öryggisbúnað.