Ægir - 01.10.2002, Síða 35
35
Ö RY G G I S M Á L
til björgunarbáts og þá er mikið
unnið við það að þurfa ekki að
byrja á því að snúa við björgunar-
báti sem blásið hefur upp á
hvolfi” sagði Hjörtur.
Tvennskonar reglur
um björgunarbáta
Tvennskonar reglur gilda fyrir
björgunarbáta hér á landi. „Í far-
þega- og flutningaskipum gilda
alþjóðareglur (SOLAS), en hér á
landi eru sérstakar reglur fyrir
fiskiskipaflotann. Björgunarbátar
í hérlendum fiskiskipum mega
ekki fara yfir 180 kg að þyngd og
þá erum við að tala um hámark
20 manna björgunarbát. Algeng-
asta stærð björgunarbáta um borð
í fiskiskipunum er 12 manna.
Reglan er sú að um borð í fiski-
skipum verða að vera björgunar-
bátar sem hafa rými fyrir helm-
ingi fleiri en eru um borð á hverj-
um tíma,” segir Hjörtur.
Icedan hefur umboð fyrir los-
unarbúnað fyrir björgunarbáta og
slöngubáta frá Thanner. Hægt er
að fá slíkan búnað sem losar
björgunarbátana með vatnsþrýst-
ingi, en einnig er fáanlegur raf-
stýrður losunarbúnaður.
„Lífvörður“
Önnur nýjung hjá Icedan í
björgunar- og öryggisvörum er
svokölluð „Lífvörður”, sem er lít-
ill sjálfvirkur neyðarsendir, 125
grömm að þyngd, sem sjómenn
hafa um hálsinn. Eftir að hafa
verið í sjónum í sautján sekúnd-
ur byrjar sendirinn að senda út
neyðarkall. Með „Lífverði” er síð-
an hægt að fá svokallaðan
„Áhafnarvörð” en hann nemur
neyðarköll frá „Lífverði“ og hægt
er að tengja hann hvort heldur er
við neyðarflautu eða skipsvél og
myndi hann þá drepa á vélinni
eftir því hversu sterkt merkið er
frá neyðarsendinum. Þessi bún-
aður er breskur og hefur náð
mikilli útbreiðslu í Bretlandi.
„Til dæmis hafa sportsiglinga-
menn keypt þennan búnað í ríku
mæli,” sagði Hjörtur. Þessi bún-
aður var kynntur á sjávarútvegs-
sýningunni í byrjun september
sl. og vakti mikla athygli. Á
næstunni verður búnaðurinn
kynntur vel fyrir hérlendum út-
gerðum, en hann hentar jafnt
fyrir smærri sem stærri báta.
Björgunarfatnaður
Icedan selur björgunarfatnað frá
Mustang Survival, svokallaða Ice
Commander „Heavy Duty”
björgunarbúninga og Ocean
Commander hefðbundna björg-
unarbúninga. Þá selur fyrirtækið
flotvinnubúninga og flotvinnu-
úlpur. Frá breska fyrirtækinu I.C.
Bridle & Co. selur Icedan ýmis-
konar smávöru í björgunarbúnaði,
m.a. björgunarvesti, bjarghringi,
bjarghringjalínur og bjarg-
hringjaljós. Frá Comet selur Iced-
an neyðarflugelda, línubyssur og
bjarghringjaljós. Einnig er Icedan
með mikið úrval af sjúkravörum
frá Alka.
Hér á landi er Icedan sölu- og
dreifingaraðili fyrir Markúsarnet-
ið, sem hefur fyrir löngu sannað
gildi sitt bæði hér á landi og er-
lendis. Siglingamálastofnun gerir
kröfu um að Markúsarnetið sé um
borð í sem flestum fiskiskipum
og að búnaðurinn sé í höfnum
landsins. Einnig hefur Icedan á
boðstólnum varahluti í Markúsar-
netið.
Skútahrauni 2 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 555 6400 • Fax: 555 6401
Heimasíða: www.liquid-ice.is • Netfang: liquid-ice@liquid-ice.is
Óskum útgerð og áhöfn til hamingju
með endurbæturnar á skipinu
Núpur BA-69
Um borð eru ísþykknivélar
af gerðinni LIGS B-105