Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 36

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 36
36 Ö RY G G I S M Á L Fyrirtækið „Viking björgunar- búnaður“, sem er dótturfyrirtæki alþjóðlega fyrirtækisins „Viking Life Saving Equipment“, hóf rekstur í júní sl. og annast það m.a. sölu á vörum frá Viking. Einnig sér fyrirtækið um lög- bundna skoðun á björgunarbátum í húsakynnum sínum við Hval- eyrarbraut í Hafnarfirði. Viking björgunarbátarnir hafa lengi haft sterka stöðu á markaði hér á landi og á henni byggir stofnsetning þessa dótturfélags Vikings. „Við festum kaup á Gúmmíbátaþjónustunni í Reykjavík, sem var stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar á landinu, og nýverið festum við síðan kaup á Gúmmíbátaþjónustunni í Keflavík,” segir Einar Haralds- son, framkvæmdastjóri Viking björgunarbúnaðar. Fullkomin skoðunarstöð „Markmiðið með þessum kaupum er að styrkja stöðu fyrirtækisins og jafnframt að bæta skoðunar- þjónustu á björgunarbátum. Hérna erum við með mjög full- komna skoðunarstöð fyrir björg- unarbáta, þá fullkomnustu hér á landi og þótt víða væri leitað,” segir Einar. Hann segir að með því að færa sölu á öryggis- og björgunarvörum og skoðunarstöð fyrir björgunarbáta á einn stað sé mögulegt að þjónusta viðskipta- vinina betur en áður. „Viking er með mjög breiða vörulínu, en hér á landi seljum við þær vörur frá fyrirtækinu sem henta okkar markaði,” segir Einar og rifjar upp að Viking eigi sér meira en fjögurra áratuga sögu og nú sé fyrirtækið einn stærsti framleið- andi björgunarbáta í heiminum. „Þótt markaðurinn hér á Íslandi sé ekki stór, þá hefur Viking sýnt honum mikinn áhuga og stofn- setning dótturfyrirtækis hér stað- festir þann vilja Viking að þjóna viðskiptavinum sínum á Íslandi vel,” sagði Einar, en hjá Viking björgunarbúnaði starfa átta manns. „Við önnumst skoðun á fleiri tegundum báta en björgun- arbátum, t.d. opnum bátum. Einnig skoðum við vesti vegna farþegaflugs og björgunargalla sem tengjast ýmiskonar sport- mennsku, t.d. „River rafting”. Lögum samkvæmt þarf að skoða alla björgunarbáta á hverju ári, en þeir eru á þriðja þúsund talsins,” segir Einar. „Einnig önnumst við skoðun á skotgálgum fyrir björg- unarbáta,” bætir hann við. Alhliða björgunar- og öryggisbúnaður Eins og áður segir selur Viking björgunarbúnaður ýmislegt annað en björgunarbáta. „Við erum reyndar að selja vörur frá mun fleiri aðilum en Viking. Auk björgunarbátanna seljum við björgunargalla, flotvinnubún- inga, neyðarblys, björgunarnet, slökkvitæki og margt fleira á sviði björgunar- og öryggisbúnað- ar,” segir Einar Haraldsson. „Viking björgunarbúnaður“í Hafnarfirði: Alhliða skoðunar- og þjónustustöð Einar Haraldsson, framkvæmdastjóri Viking björgunarbúnaðar. Myndir: Sverrir Jónsson. Viking Life Save Equipment er eitt stærsta fyrirtæki í heiminum í framleiðslu og sölu björgunarbáta. Viking björgunarbúnaður er dótturfyrirtæki Viking í Danmörku og er 100% í eigu þess. Viking björgunarbúnaður hefur undir einu þaki sölu á björgunar- og öryggisvörum og skoðunarstöð fyrir björgunarbáta.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.