Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Síða 37

Ægir - 01.10.2002, Síða 37
37 Ö RY G G I S M Á L Nortek ehf. veitir alhliða þjón- ustu á sviði öryggismála. Fyrir- tækið, sem var stofnað árið 1996, er með starfsemi bæði á Akureyri og í Reykjavík og hefur frá byrj- un verið í forystu á sínu sviði og annast ráðgjöf, hönnun, sölu, uppsetningu og þjónustu á ör- yggiskerfum. Um er að ræða að- gangsstýrikerfi, brunaviðvörunar- kerfi, myndavélakerfi, innbrota- viðvörunarkerfi, neyðarljós og neyðarljósakerfi og sjálfvirk slökkvikerfi. Einnig býður Nor- tek upp á snjallkortalausnir og hleðslustöðvar. „Við höfum að undanförnu ver- ið að setja upp öryggiskerfi hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnun- um, en sjávarútvegurinn er ákveðinn markhópur hjá okkur og við leggjum mikla áherslu á að þjóna honum vel,” segir Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri Nortek og rafmagnstæknifræð- ingur, í samtali við Ægi. GSM-úthringibúnaður Fyrir sjávarútveginn leggur Nor- tek áherslu á sölu og þjónustu á brunaviðvörunarkerfum í skip og báta, einnig slökkvikerfi, mynda- vélakerfi og svokallaðan GSM-út- hringibúnað, norskt öryggiskerfi sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Þessi búnaður er hugsaður sem ákveðinn öryggis- ventill þegar skipin liggja í höfn, ekki síst þegar vaktmenn skip- anna eru að vakta fleiri en eitt skip eða þurfa að bregða sér frá. Kerfið er m.a. hægt að tengja við t.d. brunaviðvörunarkerfið og vélaviðvörunarkerfið um borð, ef viðvaranir koma frá þessum kerf- um lætur kerfið vita í gegnum GSM-síma ef eitthvað óvænt ger- ist um borð. Einnig er hægt að tengja við kerfið boð frá hreyfiskynjurum og hitaskynjur- um. Brunaviðvörunarkerfin „Þegar kemur að brunaviðvörun- arkerfunum í bátum og skipum þarf að vanda valið á búnaði mjög vel,” segir Björgvin. „Mjög marg- ir sjómenn þekkja ónauðsynlegan bjölluhljóm frá brunaviðvörunar- kerfinu, þetta þarf ekki að vera svona. Hægt er að fá brunaviðvör- unarkerfi sem hafa þann mögu- leika að hægt er að aðlaga þau umhverfinu. Þetta gerir það að verkum að bjöllur fara ekki í gang nema að um eld eða bilun sé að ræða. Okkar mat er að öll skip sem eru með t.d. 20 reykskynjara eða fleiri um borð ættu að vera með svokölluð númerakerfi (adressukerfi), þá er hver reyk- skynjari með sitt eigið heimilis- fang og númer. Í dag eru flest skip og bátar með svokölluð rása- kerfi, þessi kerfi eru mjög góð og hafa staðið fyrir sínu en það er ekki hægt að aðlaga þau umhverf- inu um borð og þau gefa ekki upp nákvæma staðsetningu á brunaboði eða bilunarboði eins og númeruðu kerfin gera. Eins og áður sagði þarf að vanda valið og gæta þess að brunaviðvörunar- kerfin séu samþykkt af Siglinga- stofnun og jafnvel hvort þau séu með einhverjar erlendar viður- kenningar (Marine samþykktir).” Halónkerfin verði fjarlægð fyrir lok næsta árs Samkvæmt nýlega settri reglu- gerð þarf að fjarlægja öll svoköll- uð halón slökkvikerfi úr skipum og bátum í síðasta lagi um ára- mótin 2003-2004. Útgerðum er þannig veitt eitt ár til þess að skipta þessum kerfum út og taka ný og umhverfisvænni kerfi um borð. Ástæðan fyrir þessu er sú að halón kerfin eru sögð hafa ósóneyðandi áhrif og þau valdi gróðurhúsaáhrifum. Björgvin hjá Nortek segir hér um stórt mál að ræða fyrir útgerðir og því sé rétt að menn hugi að því fyrr en síðar að panta ný kerfi þannig að minni tíma en ella taki að skipta kerfun- um út á næsta ári. Tekur mið af reglum ESB Í áðurnefndri reglugerð umhverf- isráðuneytisins, sem tók gildi 25. júlí sl., eru tekin upp ákvæði úr reglugerð Evrópusambandsins um ósóneyðandi efni. Þar kemur fram að handslökkvitæki með halón 1211 verða ekki leyfð eftir 1. janúar 2004 nema til bráða- notkunar. Ekki verður leyfilegt að fylla á halónkerfi um borð í skip- um og bátum eftir 31. desember nk., en heimilt að nota þau til slökkvistarfa til ársloka 2003. Fram kemur í reglugerðinni að Siglingastofnun mun hafa eftirlit með að ákvæðum hennar verði fylgt um borð í fiskiskipum. Björgvin Tómasson hjá Nortek segir að í flestum allra nýjustu fiskiskipunum séu svokölluð kol- sýrukerfi (CO2 ) og mælir hann með því að slík kerfi verði sett um borð í þau skip þar sem þarf að skipta út gömlum halónkerf- um. Nortek ehf. veitir alhliða þjónustu á sviði öryggismála: Höfum lagt mikla áherslu á sjávarútveginn - segir Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri Nortek ehf.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.