Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 19
VI.
landsfundur F.I.S. 1963
Útadráttur úr fundargerð
VI. landsfundur F.Í.S. var haldinn dag-
ana 11. til 13. okt. 1963 í kaffisal Lands-
símans Thorvaldsensstræti 4, og setti for-
maður, Sæmundur Símonarson, fundinn.
Forsetar fundarins voru kjörnir Ingólfur
Einarsson og Baldur Teitsson, en ritarar
Sigurður Baldvinsson og Karl Hjálmars-
son. í uphafi fundarins flutti formaður
skýrslu stjórnarinnar, og dvaldi einkum
við kjarasamninga, og hin mörgu átök og
margvíslegu störf í sambandi við þá.
Hann gat þess í sambandi við ályktanir
siðasta landsfundar, að langt væri komið
endurskoðun starfsmannareglnanna og unn-
ið væri að henni sameiginlega af félags-
samtökum og stjórn stofnunarinnar. Þá las
forseti upp nöfn mættra fulltrúa, en þeir
voru frá öllum deildum nema Seyðisfirði
og Selfossi. Tala kjörinna fulltrúa var 31
auk framkvæmdastjórnarinnar.
I nefndarnefnd voru kosnir í fundarbyrj-
un Jón Kárason, Hörður Bjarnason, Bjarni
Olafsson, Gunnlaug Baldvinsdóttir og Há-
kon Bjarnason. Lagðar voru fram tillögur
frá laganefnd, sem kosin var af Félagsráði
til lagabreytinga. En í þeiri nefnd áttu
sæti: Guðlaugur Guðjónsson form. Andrés
G. Þormar, Baldvin Jóhannesson, Haukur
Jóhannesson og Jón Kárason.
Þá lagði stjórnin fram tillögur í eftir-
töldum málum:
1- Starfsmannaráð Landssímans.
2. Skipan personalmála.
3- 50 ára afmæli F.f.S.
4. Um félagsvist starfsmanna er vinna
við póst- og símastörf (skrifstofur og
smærri stöðvar) og ekki liggur ljóst
fyrir um það.
5. _Um skipunar- og ráðningabréf.
Ollum þessum málum var vísað til
uefnda að framsöguræðum loknum.
Þessar nefndir störfuðu á fundinum;
1. Laganefnd. Guðlaugur Guðjónsson,
Jón Kárason, Jóhanna Elíasdóttir, Jón
Tómasson, Hákon Bjarnason, Ari Þorgils-
son, Jónas Guðmundsson.
2. Launa- og kjaranefnd: Baldvin Jó-
hannesson, Magdalena Halldórsdóttir, Stef-
án Guðjohnsen, Erling Sörensen, Haukur
Jóhannesson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og
Kjartan Bergsteinsson.
3. Allsherjarnefnd: Jón Tómasson, Hulda
Lárusdóttir, Kristján Helgason, Ágúst
Geirsson, Helga Finnbogadóttir.
4. Sérstakri nefnd var falið að fjalla um
starfsmannareglur Landssímans. Voru í
henni Bjarni Ólafsson, Karl Hjálmarsson
og Ingólfur Einarsson.
Eftir að nefndir höfðu starfað urðu mikl-
ar umræður um öll þessi mál, skal þeirra
nú getið í þeirri röð, er fundurinn afgreiddi
þau.
Svohljóðandi tillaga frá Allsherjarnefnd,
sem var breyting á tillögu stjórnarinnar
um félagsvist póst- og símamanna, var
samþykkt.
VI. landsfundur símamanna felur fram-
kvæmdastjórn F.f.S. að vinna að því, að
allir starfsmenn pósts og síma verði félags-
bundnir, og vísar í því sambandi til 10. og
12. greina laga B.S.R.B.
í umræðum um þessa tillögu var lögð á-
herzlu á það, að F.f.S. og póstmannafélag
íslands hefðu samvinnu um þetta mál.
Fimmtíu ára afmæli F.Í.S.
Svohljóðandi tillaga kom frá Allsherjar-
nefnd og var samþykkt:
VI. landsfundur F.f.S. samþykkir að
kjósa nefnd, er nú þegar hefji undirbún-
ing að fimmtíu ára afmæli félagsins í febr.
1965, og geri þau merku tímamót sem
glæsulegust.
Til þessa starfs voru tilnefnd af Nefnda-
nefnd:
SÍMAB LAÐ IÐ