Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 48
fyrir hinar frábæru móttök-
ur að Flúðum.
Margar visur urðu til í
ferðunum, misjafnlega góðar
og munu þær öðruhverju
sjást á síðum Símablaðsins.
Tilefni þeirra voru að sjálf-
sögðu margvísleg, en of langt
mál yrði að gera þeim hlut-
um skil.
Hér eru nokkrar:
Yfir sveitir ýmsar fer
alltaf nýtt við tekur,
þegar hinn sæli símaher
suðurlandið ekur.
□
Þær munu lýsa leið og veg
lundin rís og hlýnar.
Símans skvísum eigna ég
allar vísur mínar.
□
Sigmundur með ljóð og lag
lék á þýða strengi.
Hann hefur sprett úr spori í
dag
spilað vel og lengi.
□
Allir hressir, engir slakir
enda gengur flest í hag.
Ofurlítið innanrakir,
eftir þennan langa dag.
Skemmtinefndin.
ÍMtill korn
Kaupmaður nokkur hafði
glerker á skrifstofuborðinu
með syndandi fiski í.
Eitt sinn spurði einn starfs-
maðurinn, hvort hann hefði
gaman af Jifandi fiskum.
Onei — sagði hann, en
mér finnst það tilbreyting
að horfa á lifandi veru, sem
getur opnað kjaft, án þess
að stagast á launahækkun.
n
Vel metin skrifstofustúlka
hafði sótt tvisvar um stöðu
á annari skrifstofu í sömu
stofnun, sem var opinbert
fyrirtæki. í fyrsta skiptið
fékk sonur skrifstofustjór-
ans stöðuna, en í annað
skiptið dóttir hans. Nokkru
síðar kemur hún inn á þessa
skrifstofu og sér þá, að yngri
dóttirin er einnig komin
þangað. Hún vindur sér að
þeirri nýkomu og segir:
,,Hvenær byrjar amma þín
að vinna hérna?“
□
Saga þessi er sögð um
Skagfirðing, sem nú er lands-
frægur listamaður, og Ey-
firzkan bónda: Skagfirðing-
urinn var fram á fullorðins-
aldur búðarmaður á Akur-
eyri. Inn í búðina kom haust
eitt bóndi innan úr Eyjafirði,
sem orð fór af, að oft setti
á vetur af óforsjálni.
Búðarmaður vatt sér að
honum illkvittnislegur og
sagði: „Hvað heldurðu að þú
fellir nú margar rollur úr
hor í vetur?“ Bónda brá
ekki,, en svaraði með ekki
minni illkvittni á vörunum:
„Langar þig nú í ket af
hordauðu, — og þú, sem ert
Skagfirðingur.“
Ef við værum gallalaus,
þá myndum við ekki sífellt
vera að leita að misbrestum
í fari annarra.
□
Flestir kvarta yfir lélegu
minni, en engir yfir lélegri
dómgreind.
□
MÆND í KITLER
En mand kan gá
i hvid eller grá
kittel
og han kan ha’
en stor eller lille
titel.
Men det er ikke
manden i kitlen,
eller manden
med titlen,
man skal se pá.
Det er hjertet
bag kitlen
og hjernen
bag titlen,
det kommer an pá.
E. U. J.
□
Það mun vera dálítið erfitt
að þýða þessa snjöllu vísu
svo vel fari, en Símablaðið
væntir þess, að einhverjir
af lesendum þess leysi þann
vanda, og sendi því snjallar
þýðingar.
□
Það er jafn auðvelt að
blekkja sjálfan sig án þess
að verða sér þess meðvitandi,
eins og það er erfitt að
blekkja aðra.
5ÍMAB LAÐIÐ