Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 43
Æltlahvörf
VI. Landsfundur F.I.S. gerði margar
og merkar ályktanir, sem eiga eftir að
marka spor á framtíðarbraut stofnun-
arinnar, — ef sú forysta félagsins, sem
með þau mál verður að fara, ekki freist-
ast til þeirra vettlingataka, sem oft vilja
verða áberandi þegar um er að ræða
baráttu fyrir stórum málum, og
hætta verður á tæpasta vað um sínar
eigin framavonir, — og vinskap yfir-
mannanna. — Sú samþykkt Landsfund-
ar, sem hér verður gerð að umtalsefni,
og afleiðingaríkust mun verða, — er
krafa fundarins um sérstakan yfirmann
starfsliðsmála.
Um það mál hefur mikið verið rætt
og ritað innan félagssamtaka okkar,
ekki sizt eftir að póst- og símamála-
stjórnin setti hina dæmalausu reglugerð
um stjórn stofnunarinnar og starfs-
skiptingu 1960, sem enga á „jörð til að
ganga á“, eða lög til að styðjast við i
þýðingarmiklum atriðum. Og hefur það
mál oft verið rökrætt hér í blaðinu.
Það hefur verið rökstutt, að hin svo-
kölluðu starfsliðsmál væru orðin svo
fjölþætt, að ekki yrði lengur við það
unað, að þau yrðu meðhöndluð
eins og fótbolti í ljótum og lélegum
knattspyrnuleik, — og hefur þó allt
annar bragur verið þar á undanfarið
fyrir aðhald og aðgerðir starfsmanna-
ráðs, en áður var, og vcrið hefði án
þess.
Kjarasamningar þeir, sem unnið hef-
ur verið að undanfarið, hafa rekið
smiðshöggið á þá almennu óánægju,
sem ríkt hefur út af meðferð þessara
mála innan stofnunarinnar. Og
þau margþættu úrlausnarefni, sem
skapazt hafa í sambandi við þau.. Þau,
útaf fyrir sig, krefjast margfalt meiri
tíma, og ekki síður þjálfunar i meðferð
slíkra viðfangsefna, en áður var, og
reyndust starfsliðsmálin þó áður sú of-
raun simastjórninni, — sem vakið hef-
ur fúa i innviðum stofnunarinnar.
Með samþykkt Landsfundarins var
stefnt að því, að uppræta þá ringulreið,
sem ríkt hefur, — og fá mál þessi í
hendur einum manni, sem gefið væri
víðtækt valdsvið, og hefði þá aðstöðu,
að hann gæti, — og þyrði — að taka
ákvarðanir og leysa úr málum, stærri
en þeim, sem hingað til hafa þvælst
fyrir stjórnendum þessarar stofnunar,
eins og kind í austfirzkri þoku.
En fundinum var Ijóst, að á þessu
máli var það engin lausn, að slíkt starf
væri tengt öðrum umfangsmiklum
störfum, sem eðli síns vegna hljóta að
skapa ýmis annarleg sjónarmið, og
veikja þá tiltrú meðal starfsfólksins
scm umfram allt verður að ríkja í garð
þess, sem með þessi viðkvæmu og marg-
slungnu mál fer.
I stærri löndum þykir það sjálfsagt
að einn af æðstu mönnum stofnunar
eins og póstur og sími, hafi ]>etta starf
með höndum, og ekki önnur. Að vísu
er þar allt stærra í sniðum, en þar er þá
líka hópur sérfróðra og reyndra manna
SÍMABLÁÐIÐ