Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 23
endurskoðun á starfsmannareglum Lands-
símans verði hraðað svo, að uppkast að
þeim liggi fyrir næsta aðalfundi.
í umræðum um þessa tillögu kom fram
mikil óánægja yfir þeim drætti, sem orðið
hefur á þessari endurskoðun, þrátt fyrir
gefið loforð póst- og símamálastjóra til
síðasta landsfundar.
VI. Landsfundur F.Í.S. átelur harðlega
póst- og símamálastjóra fyrir afstöðu hans
í kjaramálum félagsmanna, þar sem fram
kemur ákveðin viðleitni til að staðsetja
einstaka starfsmenn og starfshópa í lægra
launaílokki en samkomulag um flokkun
gerir ráð fyrir, svo og tilraun til að svifta
allmarga starfsmenn rétti opinberra starfs-
raanna. Landsfundurinn felur fram-
kvæmdastjórn að leggja fyrir póst- og
símamálaráðherra skýrslu varðandi þessi
mál, og gera kröfu um að félagsmenn F.Í.S.
fái á eðlilegan hátt notið kjarabóta opin-
berra starfsmanna, hverju sinni.
Starfsmannaráð Landssímans.
Þá var tekið til umræðu tillaga stjórn-
arinnar um breytingar á reglum um starfs-
mannaráð, með nokkrum breytingum frá
sérstakri nefnd. En um þetta mál urðu
miklar umræður á landsfundinum.
Létu fundarmenn í ljósi mikla óánægju
yfir afstöðu póst- og símamálastjóra til
ráðsins, einkum nú síðast í sambandi við
launa- og kjarasamningana.
Samþykkt sú, sem gerð var, fól í sér
áskorun til póst- og símamálaráðherra um
að gera nokkrar breytingar er tryggi það,
Stjórn F.Í.S. hlustar á umræður.
Fyrrverandi og núverandi formenn rifja
upp endurminningar frá fyrri landsfundum
að ekki sé hægt að sniðganga starfsmanna-
ráð í þeim málum, sem því ber að fjalla
um. Svo og um fjölgun fulltrúa F.Í.S. í
ráðinu.
Björnæssjóður.
Gunnlaug Baldvinsdóttir ræddi nokkuð
um Björnæssjóð, utan dagskrár, og skýrði
tilgang hans.
Skoraði hún á fulltrúana utan Reykja-
víkur að kynna hann í deildum símum og
taka þátt í að efla hann.
Guðlaugur Guðjónsson vakti máls á
dvalarheimilum F.f.S. og lagði fram svo-
hljóðandi tillögur, er samþykkt var:
VI. landsfundur F.Í.S. telur rétt, að at-
hugaðir séu möguleikar á að byggja sum-
ardvalarstað á suðurlandi. Leggur fundur-
inn til, að Félagsráði verði falið að skipa
nefnd til athugunar á þessu. Skal nefndin
skila áliti til Félagsráðs og framkvæmdar-
stjórnar.
Jónas Guðmundsson bar fram tillögu
um, að greiða formanni og meðstjórnendum
hans hæfilega þóknun fyrir hið mikla starf
síMAB láðið