Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 29
legi málflutningur fyrir Kjaradómi var mjög umfangs-
mikill.
Þann 3. júlí s.l. kvað Kjaradómur upp úrskurð sinn,
og mun öllum ljóst að markið var sett hátt, enda vitað
að aldrei myndi allt nást, slíkt var óhugsandi. Eigi að
síður hefur mikið fengizt, og tel ég, að beri að fagna
fengnum árangri, þar sem sýnt er að samkomulagið og
niðurstöður Kjaradóms feli í sér verulegar kjarabætur.
Ég tel, að heildarstefna samtakanna, sem mótuð var, hafi
náð fram að ganga.
Mikið starf var nú framundan við framkvæmd samn-
inganna, þar á ég við skipan einstakra manna í launa-
flokka. Það má óefað segja, að hér sé um að ræða mikið
og vandasamt starf, þar sem vitað er að starfsheiti sem
launaflokkurinn miðast við, ber ekki einatt saman við
störfin, sem starfsmaðurinn hefur með höndum, og kom
þetta mjög fljótt í ljós, þegar viðræður um þessi mál hóf-
ust. Nú beið félaganna mikið verk, þar sem gjöra þurfti
tillögur um skipan einstaklinga í launaflokka.
Kjararáð vann síðan úr þessum gögnum félaganna
og reyndi að samræma tillögurnar. Þessar tillögur voru
svo sendar samninganefndinni sem gerði sínar gagntil-
lögur, og var þá séð um hvaða nöfn náðst hafði sam-
komulag. Þar sem vitað var, að langt yrði að bíða eftir
endanlegri lausn þessara mála, var gjört samkomulag
um að byrja að greiða laun samkv. kjarasamningunum
1. september og greitt yrði samkv. lægri flokkuninni,
þar sem ekki væri samkomulag, sem svo yrði leiðrétt frá
1. júlí s.l. ef leiðréttingar næðust, annaðhvort í umræðum
við samningsnefndina eða fyrir Kjaranefnd. — Skömmu
eftir að samninga-viðræðurnar um skipan starfsmanna í
launaflokka hófust, virtist sem samningarnir væru að
komast í algjört strand. Það var greinilegt, að litlu sem
engu fékkst umþokað í samkomulagsátt og bilið víða
allt að sex flokkar. Kjararáð ákvað þá að breyta til um
vinnubrögð og hætta viðræðum í bili, en undirbúa mál
hvers einstaklings, sem ekki var þegar samkomulag um,
eins og málið yrði af hendi Kjararáðs lagt fyrir Kjara-
nefnd, en reyna þó fyrst að leggja þennan rökstuðning
fyrir samninganefndina, þar sem óskað væri eftir skrif-
legum svörum og mótrökum. Samninganefndin féllst á
þessi vinnubrögð, en kvaðst ekki lofa skriflegum svör-
um. Var nú hafist handa og ráðið aukið starfslið á skrif-
stofu B.S.R.B. til að aðstoða félögin við fyrr nefnda
kröfugerð.
Nú kunna sumir að hugsa, hvers vegna gætir
svona mikils ágreinings í röðum einstaklinga inn í launa-
flokka?
Þá er fyrst því til að svara, að Kjararáð telur mjög
víða gæta ósamræmis á starfsheiti í skipunar- eða ráðn-
Má fullyrða að þar hefur
stofnunin fengið í þjónustu
sína hóp af ungum mönnum,
sem vænta má mikils af.
iVi/ir menn
Kristján Helgason,
sem stundaði tækninám í
Osló, sbr. Símablaðið 1. tbl.
1959, og síðan hefur starfað
í Radíótæknideild Landssím-
ans hefur nú verið ráðinn
deildartæknifræðingur.
En nýir tæknifræðingar
eru þessir:
Jón Ármann Jakobsson
er fædur 26/1 1935 í Kaup-
mannahöfn. Stundaði nám í
Loftskeytaskólanum 1953—-
54 og lauk þar prófi.
Vann síðan um skeið á
Ritsímanum í Reykjavík og
á togurum. Árið 1956 fór
hann til Englands og hóf
nám í E. M. I. College of
Electronics í London, og lauk
þar prófi 1959. Síðan vann
hann í Kaupmannahöfn til
ársins 1961. Er nú ráðinn
tæknifræðingur hjá Lands-
símanum.
5ÍMABLAÐIÐ