Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 40
virðing undirmanna fyrir yfirmönnum á
vissan hátt fara minnkandi, sökum þess
að fleiri og fleiri bera nú skyn á hvað yfir-
mennirnir gera. Þeim dugir ekki lengur
að leika nein goðahlutverk. Ef þeir eiga
að njóta virðingar verða þeir að stíga ofan
af stöllum drembilætis og „við einir vit-
um“ afstöðu og sýna undirmönnum sínum
í orði og verki að þeir séu vel færir og vel-
viljaðir menn, sem þora að taka til hend-
inni, þar sem það á við.
Hér á landi hafa ekki verið gerðar nein-
ar fræðilegar athuganir á afstöðu starfs-
fólks til yfirmanna en mjög gagnlegt væri
að gera þær.
Á Finnlandi voru nýlega gerðar rann-
sóknir á afstöðu 397 starfsmanna í 18 fyr-
irtækjum til fordóma gagnvart yfirmönn-
unum. Heildarútkoman var þessi:
Neikvæða fordóma gagnvart yfirmönn-
um höfðu 48%.
Jákvæða fordóma gagnvart yfirmönnum
höfðu 11%.
Fordómalausir gagnvart yfirmönnum
voru 41%.
Andrúmsloft vinnustaðanna var flokk-
að í þrent á eftirfarandi hátt:
1) Andrúmsloft, sem einkenndist af ótta.
2) Andrúmsloft, sem einkenndist af óá-
nægju.
3) Andrúmsloft, sem einkenndist af jafn-
aðargeði og óttaleysi.
Andrúmsloft, sem einkenndist af ótta
var ríkjandi í þremur fyrirtækjum. Starfs-
menn voru hræddir við að missa vinnuna.
Þeir álitu yfirmennina stranga, harða, ill-
víga og illa lynta. „Þeir eru of ofsafengn-
ir, steyta hnefana, brauka og bramla.
krefjast heraga, læðupokast um vinnu-
staðinn og reyna að finna snögga bletti á
starfsfólkinu. Eru ókurteisir jafnt utan
vinnustað sem innan.“
í öðrum flokki lenda stjórnendur, sem
að dómi verkamanna einangra sig, sýna
ekki undirmönnum sínum neinn trúnað,
sýna sig sjaldan á vinnustað og forðast
persónulegt samband við starfsfólkið.
Draga allar ákvarðanir á langinn, eru há-
tíðlegir og óorðheldnir.
„Lovar runt och Haller trunt“ „officiella
och formella“ „som Lots hustru“.
Þannig reyndist ástandið í 7 fyrirtækj-
um af þeim, sem athuguð voru. Loks ein-
kenndist andrúmsloftið í 6 fyrirtækjum af
16 sem andrúmsloftskönnun var gerð í af
jafnaðargeði og óttaleysi.
Starfsmenn töldu yfirmenn sína vin-
gjarnlega, heiðarlega, málefnalega og rétt-
láta. Þeir fylgjast vel með starfinu og eru
ekki hræddir við að fleygja af sér frökk-
unum og hjálpa til ef svo ber undir. Þeir
ræða oft um vinnuaðferðir og þora að við-
urkenna mistök. Þeir gefa góð ráð, hjálpa
þeim, sem ekki kunna nógu vel til starfa.
Þeir eru kurteisir og láta vinnuna ganga
án þess að steyta hnefana.“
Á góðum íslenzkum heimilum hefur
andrúmsloft einkennst af öryggi og góð-
vild allra til allra. Sama máli gegnir enn
um ákveðna vinnustaði. Þeim mun fleiri
vinnustaði, sem hægt er að byggja upp í
anda góðvildar og gagnkvæmrar virðingar
þeim mun betra verður andrúmsloftið og
þeim mun meiri verður lífshamingja starfs-
fólksins.
Það er ekki of snemmt að hefja athug-
un á því hvernig við íslendingar erum í
raun og veru staddir í þessum málum.
Enginn bíður álitshnekki við að taka þau
alvarlega.
1. des. 1963.
Ól. Gunnarsson.
Þingvísur B.S.R.B.
Fólk er leitt, og frí er veitt,
fáu skeytt að sinni,
ekki neitt úr neinu greitt,
þótt nefndir þreyttar vinni. — P.B.
□
Mitt er gengi mikið valt:
Miskunn svo ég hljóti,
sit ég hér og samþykki allt,
sem ég er á móti. — S. J.
☆ ☆
SÍMABLAÐIÐ