Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1963, Side 41

Símablaðið - 01.12.1963, Side 41
Sjálfvirk símastöð opnuð í Kópavogi 3ja nóv. s. I. Á myndinni eru: Sigurgeir Jónsson bæjar- fógeti, Sigurþór Björnsson síma- og póstafgreiðslumað- ur, Hjálmar Ólafsson bæjar- stjóri og Gunnlaugur Briem póst- og símamálastjóri. Margar myndir voru tekn- ar við opnun stöðvarinnar og í samsætinu, sem haldið var daginn eftir. Eru aðeins nokkrar þeirra birtar hér á eftir: Sjálfvirk símstöð var opnuð í nýju húsi í Kópavogi aðfaranótt 3. nóvember s.l. með 2000 númerum og má stækka hana í 5000 númer í núverandi húsakynnum. íbúar kaupstaðarins eru ca. 7000. Eftir opnun stöðvarinnar var hún sýnd bæjarstjórn, blaðamönnum og fleirum og boðið til kaffi- drykkju í Félagsheimilinu. Bæjarsímstjóri, Bjarni Forberg, hélt þar aðalræðuna og lýsti stöðinni og fram- kvæmdum. Sömu nótt voru einnig tekin 1000 ný símanúmer í notkun í Reykjavík, en þangað hafði hluti af gömlu sjálfvirku stöðinni í Hafnarfirði verið fluttur, og end- urnýjaður. Með þessari nýju stöð hefur Kópavogur enn hækkað um set í röðum íslenzkra kaup- staða, og verður hin sjálfvirka stöð hon- um mikil lyftistöng. Er þetta símasam- band og tengsl þess við Reykjavík enn eitt sporið á þeirri braut, sem hann er að ganga inn í sjálfa höfuðborgina? Bæjarsímstjóri, Bjarni Forberg, flytur ræðu í hófi eftir opnunina. Við borðið sitja með honum: Sigur- geir Jónsson, Svandís Skúladóttir bæjarfulltrúi og Hjálmar Ólafsson. SÍMABLAOIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.