Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1963, Side 35

Símablaðið - 01.12.1963, Side 35
Guðjón Bárðason. GUÐJÓN BÁRÐARSON línumaður hjá B. R. andað- ist 19. febrúar 1963. Hann var fæddur 5. nóv. 1883. Guðjón gekk í þjónustu B. R. árið 1924, en hafði áð- ur unnið hjá honum nokkur ár, sem lausamaður. Hann vann einkum að innlögn síma í hús hér í bænum, og þekkti því flesta bæjarbúa. Guðjón var giftur Jónu Bjarnadóttur og lifir hún mann sinn. — Árið 1953 hætti Guðjón störfum hjá B. R. sakir aldurs. Einar Einarsson. EINAR EINARSSON línumaður hjá B. R. andaðist 7. janúar 1963. Hann var fæddur 17. des. 1894 í Kálfs- hamarsvík. Vorið 1930 byrj- aði hann að starfa hjá Lands- símanum, og gerði það óslit- ið síðan, að undanskyldum nokkrum árum, sem hann var flokksstjóri hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Hann var giftur Rögnu Ágústsdóttur og lifir hún mann sinn. JÓN SIGURÐSSON loftskeytamaður andaðist 18. október s.l. Hann tók loftskeytapróf árið 1932. Vann síðan á tog- urum, sem lofskeytamaður, en réðist til Landssímans ár- ið 1946. Árið 1940 giftist hann eft- irlifandi konu sinni, Láru Hákonardóttur. Helgi Jóhannesson. HELGI JÓHANNESSON loftskeytamaður andaðist 26. nóv. s.l. Helgi var fæddur 10. maí 1900 að Kvennabrekku í Dölum. Hann nam loftskeytafræði árið 1920—21, og vann síðan sem loftskeytamaður á tog- urum og að ýmsum öðrum hliðstæðum störfum, þar til hann réðist til Landssímans á stríðsárunum, sem gæzlu- maður við stuttbylgjustöðina á Rjúpnahæð. Hann kenndi oft við loftskeytaskólann. Kona hans, Dagmar Árna- dóttir lifir mann sinn. Jón Sigurðsson. 5ÍMABLAOIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.