Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 49
Fréttir
Ný símaskrá 1964, kom út
á árinu, sú stærsta, sem út
hefur verið gefin. Er hún
416 blaðsíður, auk gjald-
skrár. í hana fóru 50 tonn
af pappír, enda varð útgáfu-
kostnaður um þrjár milljón-
ir króna.
1. október s.l. gekk í gildi
ný gjaldskrá fyrir póst og
síma.
•
Til fróðleiks skulu hér
nefnd nokkur dæmi um árs-
fjórðungsgjald heimilissíma
með 600 símtölum í nokkr-
um löndum:
ísland
Noregur
Finnland
Svíþjóð
Danmörk
Bretland
Þýzkaland
Frakkland
kr.
640.00
1.103.00
657.00
580.00
743.00
1.170.00
1.420.00
1.670.00
•
Ný fröken klukka var tek-
in í notkun 13. júlí s.l. Inn á
hana talaði frú Sigríður
Hagalín leikkona.
•
Friðþjófur Pálson síma- og
póstafgreiðslumaður á Húsa-
vík hætti störfum þar 1. okt.
s.l. og fluttist til Reykjavík-
ur og vinnur nú við endur-
skoðun í Hagdeild.
•
Þórunn Sigurðardóttir
síma- og póstafgreiðslukona
á Patreksfirði hætti þar einn-
ig störfum 10. okt. s.l. og
vinnur nú við endurskoðun
í Hagdeild.
Verkfræðingarnir eru nú
sem óðast að koma af fjöll-
um.
Sæmundur Oskarson, Þor-
varður Jónson, Haraldur Sig-
urðsson og Ólafur Tómasson
munu vera ráðnir á ný, —
og verða framvegis opinber-
ir starfsmenn í stað þess, að
áður voru þeir ráðnir skv.
lögum stéttarfélags verk-
fræðinga, sem fór með mál
þeirra. — Væntanlega ganga
þeir nú í F.Í.S. og setja þar
,,svip á bæinn“.
Símablaðið býður þá vel-
komna heim.
•
Miklar framkvæmdir hafa
verið á s.l. ári í húsbygging-
um fyrir póst og síma víðs-
vegar um land.
Lokið var við viðbótar-
byggingu á Akureyri og
Raufarhöfn, og unnið hefur
verið að bygingu nýrra húsa
á Siglufirði, Flateyri, Kópa-
vigi og Þórshöfn.
En ekki bólar á því, að
hafizt sé handa um viðbótar-
byggingu við símahúsið í
Thorvaldsensstræti. — Þó
brýna nauðsyn beri til að
henni sé flýtt.
Aftur á móti var á árinu
leigt húsnæði fyrir ýmsa
starfsemi á Klapparstíg 26
t. d. hefur fjarveruskráning-
in verið flutt, merkjasala og
endurskoðun póstávísana. —
Við það hefur húsnæði nokk-
uð rýmkazt á 5. hæð Lands-
símahússins í Thorvaldsens-
stræti og víðar.
•
Á árinu voru opnaðar
sjálfvirkarsímstöðvar í Kópa-
vogi og Vestmannaeyjum.
Lokið var lagningu hins
nýja sæsímastrengs frá ís-
landi um Grænland til Ame-
ríku (Ice Can).
•
í árslok yfirtekur Lands-
síminn öll tæknimál Ríkis-
útvarpsins, og fylgja þar
með flestir þeir starfsmenn,
sem við þau hafa unnið hjá
útvarpinu. — Vonandi verð-
ur það eitt fyrsta viðfangs-
efni símaverkfræðinganna,
að finna upp tekniska mögu-
leika til að útiloka, að hægt
sé að útvarpa þeim djöful-
skap, sem flætt hefur inn á
íslenzk heimili í „nýtízku“
hljómlist, um nokkurt skeið.
•
Stórmerkilegur vísir að
íslenzku símasafni er nú í
vörzlu Bæjarsímans, — en
sem kunnugt er, átti Eyjólf-
ur sálugi Þórðarson það, —
og lagði mikla rækt við söfn-
un minjagripa. Aftur hefur
lítið farið fyrir þeim áhuga
meðal teknískra yfirmanna
stofnunarinnar.
•
Bæjarsíminn hefur nú
komið sér upp myndarlegum
vísi að teknísku bókasafni.
•
Hvenær verður Mikla-
Norræna styrkurinn auglýst-
ur til umsóknar, eða ber ekki
að gera það?
Símritari.
SÍMABLAÐIÐ
er gefið út af
Félagi ísl. símamanna.
Ritstjóri:
A. G. Þormar.
Meðritstjóri:
Ingólfur Einarsson.
Auglýsingastjóri:
Júlíus Pálsson.
Félagsprentsmiðjan.
SÍMABLA'ÐIÐ