Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 47
Skemmtiferðir
F. í. S.
sumarið 1963
Félag íslenzkra símamanna
fór að venju í skemmtiferðir
s.l. sumar. Farnar voru tvær
ferðir, sú fyrri 19. júlí og
hin seinni 26. júlí.
Þegar lagt var af stað í
fyrri ferðina, var veður mjög
ákjósanlegt, NA kaldi og
léttskýjað. Þá var ekið eins
og leið liggur, austur Mos-
fellssveit, á Þingvöll og inn
í Bolabás og þar dvaldi hóp-
urinn í faðmi náttúrunnar
við vísindalegar „spekul-
atiónir“, brjóstbirtu og fleira
það, sem nauðsynlegt er í
slíkum ágætisferðum. Á há-
degi var snæddur málsverð-
ur í Valhöll í boði póst- og
símamálastj órnarinnar.
Frá Þingvöllum var farið
til Laugavatns um Búrfells-
veg. Að lokinni eftirmið-
dagshressingu í skóginum
við Laugarvatn, var farið í
ýmsa útileiki, en misjafnlega
gekk að fá fólk til þátttöku.
Af hverju! Tja, af því bara,
Enn var lagt af stað, og
brunað austur Laugardal, yf-
ir Tungufljót að Gullfossi og
var hann mjög tilkomumik-
ill í kvöldsólinni. Síðan var
farið yfir Hvítá á Brúarhlöð-
um, niður Hreppa og heim
að Flúðum. í félagsheimil-
inu að Flúðum var borðaður
kvöldverður, og að honum
loknum var stiginn dans
fram undir miðnætti. Að því
búnu var haldið heim á leið
og komið til Reykjavíkur um
tvö leytið.
Seinni ferðin var í ýmsu
frábrugðin hinni fyrri og
komu veðurguðirnir þar til.
Þar eð ekki kom til greina,
að dvelja úti vegna rigning-
ar, var sá kostur tekinn, að
aka austur Hellisheiði, upp
Grafning að Valhöll og stóð
það á endum, að þegar þang-
að var komið, sló klukkan
tólf á hádegi. Sem og í fyrri
ferðinni, var þar snæddur
málsverður í boði póst- og
símamálastjórnarinnar.
í stað Laugarvatns, var nú
ekið um Búrfellsveg heim að
Skálholti og sá sögufrægi
staður skoðaður. „Regnið
þungt til foldar fellur“ o. s.
frv., og vegna þess var leitað
ásjár hjá framá mönnum
félagsmála í Biskupstungum
og beðið hælis til neyzlu eft-
irmiðdagshressingar í félags-
heimilinu að Aratungu, og
var leyfi til þess fúslega
veitt.
Geysir var næsti viðkomu-
staður og þegar þangað var
komið, hafði stytt upp og
veðrið orðið sæmilegt. Þeg-
ar hér var komið, var farið
að halla degi og ákveðið að
halda að Flúðum til kvöld-
verðar, og eins og í fyrri
ferðinni, var farið yfir hvítá
á Brúarhlöðum og niður
Hreppa.
Eftir að fólk hafði matazt,
var að sjálfsögðu stiginn
dans og var fjörið sízt minna,
en í fyrri ferðinni. Var svo
lagt af stað heim á leið um
miðnætti og komið tilReykja-
víkur kl. rúmlega tvö.
Það er skemmtinefndinni
mikið gleðiefni, hversu vel
tókst með ferðir þessar og
sýndi það sig ljóslega, að
meðlimir F.Í.S. og gestir
þeirra, geta skemmt sér, ef
viljinn er fyrir hendi.
Þátttaka var mjög góð eða
um 460 manns. Langferða-
bílar voru 8 í fyrri ferðinni
og 6 í þeirri síðari.
Ekki er hægt að ljúka þess-
um orðum án þess að þakka
þeim aðilum, sem stuðluðu
að því, að gera skemmtiferð-
ir þessar eftirminnilegar, og
viljum við sér í lagi, geta
póst- og símamálastjórnar-
innar fyrir hennar framlag,
en hún bauð eins og áður er
getið til hádegisverðar að
Valhöll og greiddi allan bíla-
kostnað.
Ennfremur þökkum við
Hallgrími Jónassyni kenn-
ara, fyrir þann fróðleik og
skemmtun, sem hann miðl-
aði okkur, jafnt í bundnu,
sem óbundnu máli.
Sigmundur Júlíusson línu-
maður, var á línunni allan
daginn og sýndi það þrek-
virki, að þenja harmónikku
sína þindarlaust og botnlaust
í 18 klukkust. hvorn daginn,
öllum til mikillar ánægju,
og kunnum við honum hinar
beztu þakkir.
Hinn þjóðkunni öræfabíl-
stjóri, Guðmundur Jónasson
og sonur hans, Gunnar, voru
fyrirmenn ,,keyrara“ og var
það eitt út af fyrir sig, öryggi
þægilegra ferða, enda „keyr-
ararnir“ allir hver öðrum
betri.
Að lokum viljum við láta
í ljós þakkir okkar til Kven-
félags Hrunamannahrepps
og þá sérstaklega formanns-
ins, frú Sigurbjargar i Garði,
SÍMABLAÐIÐ