Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 38

Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 38
Ólafur Gunnarsson sálfræðingur: Síðgæði og samvirkni Undanfarna daga hefur mun meiri fjöldi barna og unglinga brotið landslög og al- mennt siðgæði en sá hópur, sem gerði sér dagamun í Þjórsárdal á sl. hvítasunnu svo sem frægt er orðið. Eigi að síður hefur ekkert ráðuneyti fundið sig knúið til að minna undirmenn sína á skyldustörf þeirra, hvað þá að nefnd hafi verið skipuð. Hér er átt við þann skort á velsæmi, sem lýsir sér í almennu snjókasti barna og unglinga í gangandi fólk, bíla, skóla og jafnvel heimili manna, sem þó eru frið- helg samkvæmt stjórnarskránni. Ekki verða börn og unglingar einvörð- ungu sökuð um þetta siðleysi. Uppalendur hafa vanrækt að kenna þeim að bera virð- ingu fyrir sjálfum sér og öðrum mönnum eða a. m. k. hefur sú kensla verið orðin tóm. Lögreglan á samkvæmt lögreglusam- þykkt borgarinnar að sjá um að slíkir ,,leikir“ eigi sér ekki stað, en vanrækir þá skyldu sína eins og fleira, sem henni ber að gera og er sú vanræklsa hættuleg áliti landsins, sem réttarríkis. Þessi van- ræksla er þeim mun alvarlegri frá sið- ferðilegu sjónarmiði þegar athugað er, hversu vel einkennisbúnir lögreglumenn ganga fram í því að skrifa sektarmiða á bíla, sem lagt hefur verið of lengi við stöðumæla, en gangandi fólki hinsvegar leyft ámælalaust að vaða yfir götur á rauðum umferðaljósum og stofna þannig sjálfum sér og öðrum í hættu. Lögreglan á innan sinna vébanda marga ágæta mann- kostamenn og þarf naumast að efa, að þeim er mikil raun að því, að lögregl- an sem heild skuli ekki standa á traust- um grundvelli bæði frá hagrænu og sið- ferðilegu sjónarmiði. Sum heimili og flestir skólar láta hinar siðlausu snjóboltaárásir lönd og leið, telja þær jafnvel eðlilegan leik, sem ekki sé hægt að ráða við. einskonar sjoppu nátt- úruaflanna, sem enginn hafi vald til að loka. Nú er snjór ekki séríslenzkt fyrirbrigði, hann er algengur á hinum Norðurlöndun- um, en þar er allt snjókast barna alger- lega óþekkt a. m. k. í borgum. Samstaða heimila, skóla og lögreglu gæti á skömmum tíma vanið börn alger- lega af öllu hættulegu snjókasti, en þessi samstaða fæst sennilega ekki fyrr en stór- slys hafa hlotizt af þessum ljóta leik. Vera má, að þarna sé að nokkru leyti um afleiðingar af forustuleysi í fræðslu- málum að ræða, en íslenzki skólinn hefur ekki haft neitt ákveðið siðrænt markmið um langa hríð. Hinsvegar er þetta mál ekki flóknara en svo að skólastjórar gætu haft um það samvinnu að halda uppi svo góðum aga í skólunum, að gamalmenni gætu skroppið óhultir milli húsa vegna árása nemenda þeirra. Skorturinn á siðgæðisuppeldi íslenzku þjóðarinnar er þegar orðinn mjög alvar- legur og á örugglega eftir að versna mik- ið eftir því sem uppeldis- og fræðslumál- in eru látin dankast lengur. Þegar verkstjórar og yfirmenn stofnana taka við æsku nútímans á vinnustöðvun- um verða þeir að gera sér grein fyrir að mikill hluti hennar er ótaminn, hefur ald- rei lært að hlýða né taka tillit til annarra. Þar með er ekki sagt að efniviðurinn sé slæmur enda temur mikil hluti þessa upp- eldislausa fólks sig sjálft þegar út í lífið kemur og verða nýtir borgarar. Þeir sem minnst eru gefnir verða verst settir í þessu efni, því þeir eiga erfiðast með að læra af reynslunni, þá þarf að aga með mildi og festu allt frá frumbernzku ef vel á að fara. Komist tillitslaust fólk í ábyrgðarstöður SÍMABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.