Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 22
Fulltrúar
deilda
utan
Reykjavíkur
annarra opinberra starfsmanna, eins og
hún liggur fyrir í dag, telur 6. landsfund-
ur F.Í.S. sér ekki annað fært en að átelja
vanmat það í flokkun ýmissa starfsmanna
Landssímans, sem staðfest var með sam-
komulagi því, er gert var milli Kjararáðs
og Samningarnefndar ríkissjóðs um röðun
opinberra starfsmanna í launaflokka.
Enda þótt nokkur leiðrétting hafi feng-
izt um vaktaálag eru það vonbrigði vakta-
fólks, að Kjaradómur hefur miðað dóms-
orð sitt við það sem lægst gerist á almenn-
um vinnumarkaði.
Þótt kjaradómur hafi ekki gengið lengra
til móts við kröfu Kjararáðs, en dómurinn
sýnir, telur fundurinn þó að kjaradómur
verðskuldi fullt traust, með tilliti til heild-
arniðurstöðu dómsins.
Eftirfarandi tillögur bar launa- og kjara-
nefnd fram, og voru samþykktar:
VI. Landsfundur símamanna haldinn í
Reykjavík 11. til 13. okt. 1963 krefst þess
af póst- og símamálastjórn, að hún haldi
nú þegar námskeið fyrir þá starfsmenn
stofnunarinnar, sem rétt eiga á námi sam-
kvæmt núgildandi reglugerð, og enn hafa
ekki fengið aðstöðu til þess, svo sem loft-
skeytamenn, sem vinna símritarastörf.
VI. Landsfundur símamanna haldinn í
Reykjavík 11. til 13. okt. 1963 felur fram-
kvæmdastjórn F.Í.S. að vinna að því að
þeir starfsmenn Landssímans, sem lokið
hafa viðbótarnámi í starfsgrein sinni, fái
launahækkanir í samræmi við það.
Fundurinn leggur sérstaka áherzlu á
þetta þar sem ekki var tekið tillit til til-
lagna F.Í.S. um stöðuheiti fyrir þessa sarfs-
menn við röðun í flokka.
Ennfremur má benda á, að símvirkjar á
loranstöðvum og víðar hafa lokið sérnámi
er réttlætir flokkshækkun þeim til handa,
og er eðlilega mikil óánægja ríkjandi með-
al þeirra.
VI. Landsfundur símamanna haldinn 11.
til 13. okt. 1963 leggur ríka áherzlu á, að
vinnutími opinberra starfsmanna fáist lag-
færður þannig að hámarks vinnuvika fari
ekki fram úr 40 klst.
VI. Landsfundur símamanna felur fram-
kvæmdastjórn F.Í.S. að vinna að því, að
Fundarstjórar og ritarar.