Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 31
1. Að um sé að ræða aðalstarf, sem viðkomandi gegnir
sjálfur.
2. Að ekki hafi verið samið um skemmri uppsagnar-
frest en þrjá mánuði.
3. Að starfsmaður fullnægi skilyrðum til að vera sjóð-
félagi í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
4. Að starfsmaður hafi gegnt starfinu að minnsta kosti
eitt ár.
5. Að starfsmaður hafi náð 18 ára aldri og uppfylli að
öðru leyti hæfniskilyrði til að gegna umræddu opin-
beru starfi, sbr. 3. gr. laga nr. 38/1954.
Kjararáð taldi, að óeðlilega langur tími hefði farið í að
fullvissa samninganefnd ríkisins um rétt þessa fólks, og
segja má, að umræður um aðra starfshópa hafi legið niðri
að mestu á meðan á þessu þófi stóð. Ég veit, að F.Í.S.
muni fagna alveg sérstaklega, að sigur skyldi vinnast í
þessu máli, og verða tillögur F.Í.S. um röðun þessa starfs-
fólks í launaflokka lagðar fyrir Kjararáð næstu daga.
í röðun samningsnefndarinnar á þessu starfsfólki kem-
ur í ljós greinilegt vanmat á störfum þess. A ég þar við
skipan fjölda talsímakvenna í 5. launaflokk, en þessi
flokkun sést hvorki á I. flokks A. stöðvunum né í Reykja-
vík. Þá eru póstafgreiðslustörfin og sett nær einvörð-
ungu í 8. launaflokk „Póstafgreiðslumenn II.“
Þó svo fari, að ekki fáist leiðrétting við samninga-
nefnd á þessu ásamræmi á mati starfa starfsfólks á I.
flokks A. og I. flokks B. stöðvum. þá verður að sjálf-
sögðu máli þessara starfsmanna vísað til Kjaranefndar,
fyrst svo vel tókst að þetta starfsfólk var viðurkennt
sem samningsaðili, því annars var valdið aðeins ann-
ars aðilans, sem sé ríkisvaldsins eða réttara sagt póst-
og símamálastjóra.
Að lokum vil ég bæta þessu við. Opinberir starfsmenn
standa nú á merkum tímamótum, þegar sér fyrir endann
á þessum fyrstu kjarasamningum þeirra, sem nú hefur
verið unnið að í hálft annað ár. Er ég þess fullviss, að
ekki einn einasti aðilji, sem að þessu geysimikla verki
hefur unnið, iðri þess. Þvert á móti megum og eigum við
öll sameiginlega að fagna þeim þáttaskilum, sem nú eru
orðin, eftir áratuga baráttu fyrir samningsréttinum.
En þó mikið hafi náðst, þá megum við ekki ætla, að
hér sé um heilsteypt verk að ræða, sem hvergi sé mis-
smíði á, slíkt væri óhugsandi. Því miður verður að játa,
að ýmsir vankantar munu eðlilega finnast og hafa þeg-
ar komið í ljós, og hvernig mætti annað ske í fyrstu
samningum sem þessum. En það verður að sjálfsögðu
takmark, sem stefnt verður að í næstu samningum að
lagfæra margt, sem því miður tekkst ekki í þetta sinn.
Vil ég því mega vona, að heill fylgi þessu stóra máli
okkar síðasta spölinn.
niska Institutet í Stokk-
hólmi og lauk því námi nú
s.l. vor. Var síðan við störf
í nokkra mánuði á fjölsíma-
deild L. M. Ericsson, en
byrjaði að vinna þann 1. nóv.
s.l. í símatæknideild Lands-
símans.
Símablaðið býður alla
þessa ungu og efnilegu menn
velkomna til starfa í stofn-
uninni.
Tveiv síttt virlijftir
hafa á s.l. ári verið skipaðir
síma- og póstafgreiðslumenn.
Ragnar Helgason á Húsavík
og Eggert Haraldsson á Pat-
reksfirði.
Ragnar Helgason er fædd-
ur 4. marz 1935. Hann lauk
símvirkjanámi 1955 og vann
síðan á mæliborði Bæjarsím-
ans.
Hann var skipaður síma-
og póstafgreiðslumaður á
Húsavík frá 1. okt. s. 1.
Framh. á bls. 36.
B ÍMAB LAÐIÐ