Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 26

Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 26
ar niður og stöðvarstjórar þeirra ekki tald- ir heyra undir lögin frá 1962 um samnings- réttinn. Nú hafa að vísu nokkrar stöðvar verið teknar upp aftur í flokkunina. Búið er að kæra þessa málsmeðf-erð til kjara- ráðs og mun kjaranefnd taka þær til með- ferðar. Ekki verður hjá því komist að lýsa að nokkru afgreiðslu þeirra tillagna og álykt- ana, sem landsfundurinn gerði 1959. Þá er fyrst að víkja að starfsmannareglunum. Meðan á þeim landsfundi stóð, var hald- inn fundur með póst- og símamálastjórn- inni, þar sem rætt var um starfsmanna- reglurnar meðal annars. Var á það bent hve brýn nauðsyn væri orðin á því að láta fara fram endurskoðun á þeim. Póst- og símamálastjóri lofaði að sjá um að það yrði gert, en ekki vildi hann, eins og stung- ið var upp á, setja nefnd til að vinna að því að svo stöddu. Nokkuð löngu síðar boð- aði hann formann félagsins á sinn fund, þar sem hann tjáði honum að hann hefði falið tveim mönnum að taka saman og færa í eina heild allar þær reglugerðir er varðaði starfsfólkið, um réttindi þess og skyldur, sem út hefðu komið eftir að starfsmannareglurnar voru settar. Að því loknu yrði félaginu gefinn kostur á aðild að endurskoðun. Fyrir rúmu ári síðan barst stjórninni bréf frá póst- og símamála- stjóra, þar sem hann óskaði eftir að félag- ið tilnefndi mann í nefnd til að vinna að endurskoðun á starfsmannareglunum á- samt fulltrúa frá póstmannafélaginu. Páll Daníelsson hagskýrslustjóri skyldi vinna að þessu fyrir hönd stofnunarinnar og vera formaður nefndarinnar. Stjórnin tilnefndi Guðlaug Guðjónsson í þessa nefnd. Hvað þessari endurskoðun er langt á veg komið er mér ekki kunnugt, en Guðlaugur mun að sjálfsögðu gefa upplýsingar um það. Önnur mál, sem fram komu á landsfund- inum 1959 hafa með tilkomu hinna nýju kjarasamninga leytzt að miklu leyti. Ég vænti með þessari skýrslu minni, að fundarmenn hafi fengið nokkurt yfirlit um gang þeirra mála, sem hæst hafa borið að undanförnu. Fjöldi mála hafa stjórninni borizt til úrlausnar, að lýsa þeim hér er enginn tími, læt ég svo máli mínu lokið. Abrabam Lincoln áminnti börnin sín iðulega á þessa leið: „Drekkið ekki vín, neytið ekki tó- baks, hafið ekki spil um hönd. Seg- ið aldrei vísvitandi ósatt, svíkið eng- an og virðið öll ykkar loforð. Elsk- ið sannleika og dyggð, elskið náunga ykkar, — og þá verðið þið hamingju- söm.“ * * * Ég bið að öllum veitist björt og fögur jól, frá Betlehem oss lýsi blessuð friðar sól. Þótt aldur yíir fœrist við ávallt hlökkum til, því sérhvert hjarta hrcerist við hlýjann jóla yl. G. Jónsd. SÍMAB LAÐ IÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.