Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 21

Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 21
Andrés G. Þormar, Jón Kárason, Inga Jóhannesdóttir, Helgi Thorvaldsson og Júlíus Pálsson. í sambandi við umræður um meðferð personalmála (sjá síðar) bar Allsherjar- nefnd fram svohljóðandi tillögu, og var hún samþykkt í einu hljóði: Vegna mjög aukinna félagsstarfa við til- komu samingsréttar opinberra starfs- manna, hvetur VI. landsfundur símamanna Félagsráð til að nota heimild til að ráða starfsmannn fyrir félagið sem allra fyrst. í framhaldi af áður samþykktri tillögu um 50 ára afmæli F.Í.S. lagði Allsherjar- nefnd fram svohljóðandi tillögu, og var hún samþykkt umræðulaust: VI. landsfundur F.Í.S. hvetur til þess að 50 ára afmælis félagsins verði minnzt í öllum deildum félagsins, og samþykkir að félagið taki þátt í kostnaði deildanna úti á landi á sama hátt og gert verður í Reykja- vík. Hátíðanefnd félagsins hafi samráð við deildarstjórnirnar utan Reykjavíkur um undirbúning og framkvæmd hátíðahald- anna. Ennfremur var eftirfarandi tillaga frá Allsherjarnefnd samþykkt: VI. landsfundur F.Í.S. felur hátíðanefnd að láta gera vandað félagsmerki, sem yrði tilbúið á 50 ára afmæli félagsins. Þá voru teknar fyrir lagabreytingar, og hafði sérstök nefnd fjallað um þær. (Sjá hér að framan). Guðlaugur Guðjónsson fylgdi tillögunum úr hlaði. Hafði nefndin orðið sammála um ýmsar breytingar frá tillögum þeim sem lagðar voru fram í fyrstu. Hér eru ekki tök á að skýra þær til fulls, en lög félagsins munu verða send félags- mönnum með áorðnum breytingum, eins og þau voru samþykkt á landsfundinum. Höfuð breytingin á félagslögunum er ákvæði um kjör fulltrúa á þing B.S.R.B. Hingað til hafa þeir verið kosnir á aðal- fund F.Í.S., og hefur því mikill hluti fé- lagsmanna ekki getað tekið þátt í þeirri kosningu. Einkum hafa félagsdeildir utan Reykjavíkur verið afskiftar. Nú er kosningafyrirkomulaginu breytt í það horf, að formaður F.Í.S. er sjálfkjör- inn fulltrúi. Deildirnar í Reykjavik og deildir stöðvarstjóra á 1. fl. B. stöðvum kjósa 1 fulltrúa hver og deildir utan Reykjavíkur kjósa allt að þrjá fulltrúa sameiginlega óbundinni kosningu. Fjölgi fulltrúum, er þeim úthlutað eftir hlutfalls- tölu. Þá fjölgar í framkvæmdastjórn um einn, svo þar eiga sæti 5 stjórnarmeðlimir, og valdsvið hennar er nokkuð víðtækara en áður. Frestað var að taka ákvörðun um hvern- ig skipa skyldi félagsfólki á hinum smærri stöðum í deildir, og ákveða samband þeirra við stjórn félagsins. En sérstök nefnd full- trúa utan Reykjavíkur fjallaði um það mál, og lagði til að stjórn félagsins sendi er- indreka til deildanna er ræddi þetta mál við þær. Laganefnd þingsins fjallaði einnig um framkomnar breytingar á reglum styrkt- arsjóð F.Í.S., og Menningar- og kynningar- sjóðs. Með hliðsjón af hinum stórauknu tekjum hins síðarnefnda hafði hinni stjórn- skipuðu laganefnd þótt nauðsynlegt að semja nýjar reglur fyrir hann. Þykir rétt að birta hér í blaðinu reglur hvorutveggja sjóðanna, eins og landsfund- ur gekk frá þeim. Ýmsar samþykktir. Ráðningar og skipun. Launa- og kjaranefnd hafði fjallað um málið, og breytt tillögu framkvæmdastjórn- ar í eftirfarandi form, og var hún þannig samþykkt: VI. landsfundur F.Í.S. gerir þá kröfu til póst- og símamálastjórnar, að lausráðið starfsfólk fái skipunar eða ráðningarbréf strax að loknum reynslutíma, og bendir því til áréttingar og samanburðar á lög nr. 16 frá 1958, er kveða á um hversu lengi megi halda verkafólki lausráðnu. Skorar fundurinn á framkvæmdastjórn F.Í.S. að fylgja þessum málum nú þegar fast eftir við póst- og símamálastjórn og á öðrum vettvangi, ef þörf gerist. Þá lagði launa- og kjaranefnd fram eft- irfarandi tillögu, er samþykkt var: Með fyllri hliðsjón af flokkun flestra SÍMAB LAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.