Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 17
Kópavogur
fyrr og nú
Þó að æsku Kópavogs megi þykja það
með ólíkindum, — þá hafa þeir ekki
allir gerzt gamlir, sem muna þá tíð, er
þeir fóru gönguferðir úr höfuðstaðn-
um og suður á Digranesháls upp af
Kópavogi, á fögrum sumardegi, til að
draga að sér hreint loft, og líta hina
fjölbreyttu og stórbrotnu náttúru er
þaðan blasir við sjónum manns.
En það var í þá daga, meðan mann-
skepna höfuðstaðarins átti sér enn nóg
landrými út frá Austurvelli og í holt-
unum austan við læk. 1 þá daga, þegar
Vesturhær og Austurbær voru tvö ríki
og vörðu landamæri sín með trésverð-
um.
A Kópavogshálsi bjuggu þá enn álf-
ar í klettum og hólum og hörn áttu sér
þar friðland á berjamó, ásamt lóum og
spóum.
Á háhálsinum, þar sem háhýsi og
þéttar húsaraðir byrgja nú útsýn, tóku
göngumenn sér hvíld, ekki fyrst og
fremst til að virða fyrir sér vogana og
nesin, Snæfellsjökul og Esjuna, — því
víðar frá var þá mikilfenglegu sjón að
sjá, en fremur til að renna augum
til staða, þar sem saga hafði gerzt, —
og rifja hana upp. En þaðan sást til
nokkurra þeirra, þar sem áður voru
ráðin grimm örlög einstaklingum, þegar
„þing var sett í Kópavogi“, og þar sem
gerðist einn harmsögulegasti atburður
í lífi þjóðarinnar allrar.
Þaðan sást til Bessastaða, sem áttu
eftir að verða tignasta setur landsins,
en þar sem hið danska konungsvald
trónaði áður fyrr yfir varnarlitlum lýð,
stundum sæmilegt, stundum með klærn-
ar úti, og þar sem um skeið var mikið
menntasetur.
Yzt á Álftanesi sést til hinnar fornu
hafnar, Seilunnar, þar sem tyrkneskir
ræningjar sigldu að landi 1627 og hið
danska vald á Bessastöðum, sem búið
hafði um sig á landi til varnar, brast
kjark til að skjóta á strandað skip ræn-
ingjanna, sér til ámælis og háðungar.
Á Seilunni lágu einnig herskip
Danakonungs, sem ógnvaldur meðan
Bjelke höfuðsmaður gekk með her-
mönnum af þeim undir alvæpni til
Kópavogsþings. Að þeim stað beinast
augu göngumanns fyrst og fremst. En
að honum hefur margur maður, með
íslenzkt hjarta, steytt hnefa sína í Dana-
hatri þær þrjár aldir, sem síðan eru
liðnar.
„Þing var sett í Kópavogi.“Þessigamla
frásögn hefur í þrjár aldir beint huga
Tslendinga að einu myrkasta tímabili í
sögu þjóðarinnar. —
Og fyrir hugskotssjónir göngumanns-
ins á Digraneshálsi bregður skuggaleg-
um myndum er hann lítur til þessa stað-
ar. Þar sér hann umkomulausa menu
leidda til gálgans að gengnum dómi fyr-
ir sakir, sem okkur eru óskiljanlegar
nú. Þar sér hann blika á Kópavogslæk,
l)angað sem ungar konur voru færðar
hina hinztu göngu, fyrir það, að guð
hafði gefið þeim mannlegar þrár, sem
þær hlýddu.
A þessum stað. bregður fyrir mynd-
inni af Gissuri biskuni Einarssyni, er
bann situr á eintali við útsendara
Danakonungs og fvrirliða á tveim her-
skipum. Kristófer Hvitfelld, þar sem
^ÍMA'B LAÐ IÐ