Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 34
Eggert Haraldsson er fæddur
á Akureyri 12/5 1937. Lauk
3. bekkjar prófi frá Mennta-
skólanum þar ’54. Hóf störf
við stækkun sjálfvirku stöðv-
arinnar í Reykjavík 2. jan-
úar 1956. A símvirkjanám-
skeiði 1956—1959. Skipaður
símvirki 11. ágúst 1959 og
hefur síðan starfað á sjálf-
virku stöðinni í Reykjavík,
þar til 1. október, s.l. Skip-
aður síma- og póstafgreiðslu-
maður á Patreksfirði frá 1.
október 1963.
Framleiðsla á þingi
B. S. R. B.
Við skipum í launaflokka.
Skal ekki að neinu flana.
Þarna setjum við hænu
og þarna setjum við hana.
P. B.
Nú hafa flestir fundið náð
fyrir augum þínum.
Hvernig gaztu, kjararáð
kollsteypt vonum mínum?
S. H.
Setjum niður jaml og jag,
jöfnum deilur harðar.
Það er ei um þjóðarhag,
sem þingfulltrúa varðar.
St. J.
Er eitthvað að?
Hvernig dettur fólki í hug
að efna til skemmtunar án
þess að hafa ,,bingó“?
Er til of mikils mælst, að
það fólk, sem af hinni vel
menntuðu og framsæknu
stétt símafólks er treyst til
að sjá um samkomur þess,
geri sér það ljóst, að það er
að bera í bakkafullan læk-
inn að fá menn til að ausa
fróðleik í mannskapinn. Þátt-
takan í bókmenntasam-
keppni Símablaðsins talar
þar t. d. sínu máli.
Það hlýtur að liggja í aug-
um uppi, að slíkur kjarni
hinnar bókmenntaelsku og
fróðu íslenzku þjóðar, veit
allt, sem er þess virði að vita
um Árna Magnússon og
Árnasafn. Það má telja víst,
að hver símamaður eigi að
minnsta kosti eina bók um
þetta efni og jafnvel margir,
sem unna því svo mjög, að
þeir hafi ekki lagt í að fjar-
lægja „cellofan“-umbúðirn-
ar utan af bókunum, til að
forða slíkum dýrgripum frá
óhreinindum.
Enda kom þetta berlega í
ljós föstudagskvöldið 29. nóv.
s.l., er skemmtinefnd F.Í.S.
lét sér detta í hug að bjóða
símafólki upp á slíka sam-
komu. Tæplega sextíu manns
létu sjá sig.
Nú halda máske einhverj-
ir að þetta stafi af því að
komið var að lokum mánað-
ar og fólk væri ekki á þeim
buxunum að fara út og
skemmta sér. Nei, ónei, það
var borgað út þennan dag og
nýlega hafa símafólki hlotn-
ast miklar lagfæringar á
launum sínum, enda vitnað-
ist eftir á, að mjög margt
símafólk var að skemmta sér
á hinum ýmsu skemmtistöð-
um borgarinnar, þetta sama
kvöld.
I alvöru talað: Eru síma-
menn og konur orðnir þeir
félagsamlóðar, að ekki sé
hægt, endrum og eins, að
hóa saman svo stórum hópi
þeirra, til að skemta sér, að
sæmilegt megi teljast.
Ég öfunda ekki það fólk,
skemmtinefndina. sem tekið
hefur að sér, já, skikkað til
þess af samstarfsfólki sínu,
að gera tilraunir til að hóa
símafólki saman til að
skemmta sér í sinn hóp. Ég
þakka nefndinni fyrir henn-
ar starf og dáist að kjarki
hennar, að þora að leggja út
í tilraun til menningarauka
innan stéttarinnar.
Ég vona að þetta fólk láti
ekki hugfallast við einn ó-
sigur. „Bingó“ getur verið
gott með öðru, en það væri
hörmulegt, ef það og annað
slíkt, ætti eftir að dóminera
á öllum okkar samkomum.
Eða hafa símamenn kannske
látið sér hugkvæmast, að
breyta allri sinni félagsstarf-
semi í „bingó“-form.
Það væri skemmtun út af
fyrir sig, að vera viðstaddur
kjör stjórnar og annarra
í „bingó“-formi. Kannske er
það framtíðin?
Hvernig var þetta á „Gull-
öld“ félagsins? Hvernig væri
að rifja það upp á einhvern
hátt?
1. des. 1963.
H. Erlendsson.
36
SÍMABLAÐIÐ