Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7 7. JANÚAR 2006
Fréttir DV
Skákaðí
Heiðarskóla
Kristján Pálsson, fram-
kvæmdastjóri fyriitækisins
Milli himins og jarðar, heim-
sótti Heiðarskóla síðastlið-
inn föstudag og færði skól-
anum að gjöf 10 skákklukk-
ur. í máli Kristjáns kom fram
að hann væri ánægður með
að fá að afhenda klukkumar
og hann vonaði að þær yrðu
til þess að efla skákíþróttina.
Jafiiframt sagðist hann eiga
þá ósk að í Heiðarskóla yrði
haldið skákmót á hverju ári
og fyrirtækinu Milli himins
og jarðar væri heiður að því
að fá að gefa þau verðlaun
sem veitt væm hverju sinni.
Magalaus
þjófur
Ein þjófnaðarkæra var
lögð fram í vikunni hjá Lög-
reglunni í Vestmannaeyj-
um, að því er fram kemur á
sunnlenska.is. Gmnur ligg-
ur á að brotist hafi verið
inn að Hásteinsvegi 54 og
stolið þaðan myndbands-
upptökuvél af gerðinni
Samsung. Svo virðist sem
magavöðvar þjófsins hafi
verið slakir því magaþjálfa
af gerðinni Slendertone
Flex var einnig stolið.
Þjófnaðurinn uppgötvaðist
ekki fyrr en í síðastliðinni
viku þar sem húsráðendur
hafa ekki verið heima á
þessu tímabili.
Boðnir í skoðun
Lögreglan á ísafirði boð-
aði 27 ökutæki til skoðunar
í liðinni viku en eigendur
þeirra höfðu vanrækt að
færa þau til lögbundinnar
skoðunar, að því er fram
kemur á bb.is. Þar segir enn
fremur að ef einhver áttar
sig ekki á reglum sem varða
árlega skoðun ökutækja, þá
vísi síðasti stafurinn í fasta-
númeri viðkomandi öku-
tækis á skoðunarmánuð
hvers árs. Eigendur hafa tvo
mánuði umfram þann
mánuð til að færa ökutækið
til lögbundinnar skoðunar.
Eftir þann tíma hækkar
skoðunargjaldið.
Bylting hefur orðið á verðlagningu gallabuxna eftir að Rúmfatalagerinn hóf sölu á
þeim á allt öðru og betra verði en fólk hefur átt að venjast til þessa. Vilma Ýr Árna-
dóttir 1 Rúmfatalagernum segir buxurnar feikivinsælar og renna út eins og heitar
lummur; bláar, svartar og smart. m
„Mjög smart"
Gallabuxumar í Rúmfatalagern-
um eru frá Jeans Wear Classic og
merktar stöfunum JC: „Þetta em
bara bláar gallabuxur; mjög smart,"
segir Vilma. „Við erum líka með
svartar og dökkbláar gallabuxur frá
No Limit á sama verði."
í Hugo Boss-versluninni í Kringl-
unni em gallabuxur seldar á tæplega
15 þúsund krónur og þessa dagana
reyndar með 30 prósent afslætti. f
Max Mara er algengt verð á galla-
buxum fyrir konur um 20 þúsund
krónur. Hjá Sævari Karli í Banka-
stræti er svo hægt að fá enn dýrari
gallabuxur.
Auglýsum ekki
„Við auglýsum ekki verðið hjá
okkur. Fólk verður að koma sjálft
og sjá hvað í boði er en ég veit að
margir verða hissa á hversu
gott verðið er hjá okkur," segir
Kristín Helgadóttir, skrif-
stofustjóri hjá Sævari Karli.
Einhverra hluta vegna
em kvengallabuxur oft
dýrari en karlmannsbux-
ur. Hjá Hugo Boss gáti
menn ekki svarað þvi
hvernig á stæði en
svona hefði þetta
afitafverið. GaUabux-
urnar í Rúmfatala-
gernum eru hins
vegar fyrir bæði
kynin og verðið
alltaf það sama; 990
krónur.
Með á nótunum
„Við emm búin að vera með
þessar buxur lengi og þær seljast
alltaf betur og betur,“ segir Vilma á
þjónustuborðinu hjá Rúmfatala-
gernum sem veit hvað klukkan slær
þegar verðlagning á gallabuxum er
annars vegar.
Rúmfatalagerinn hefur enn og
aftur brotið blað í verðlagningu á
nauðsynjum með því að bjóða galla-
buxur á 990 krónur. í almennum
tískuverslunum í Kringlunni og
Smáralind kosta gallabuxur almennt
um 15 þúsund krónur.
„Þær em rosalega vinsælar," seg-
ir Vilma Ýr Árnadóttir, á þjónustu-
borðinu hjá Rúmfatalagernum við
Smáratorg, um gallabuxurnar. „Ég
geng að vísu ekki í þeim sjálf en
þetta er auðvitað alveg frábært
verð," segir hún.
,Ég geng að vísu
ekki í þeirrt
sjálfen þetta
er auðvitað
alveg frá-
bært
verð."
Three amiaos
Nú fer ballið að byrja. Tveir gæjar
í Samfýlkingunni vilja verða borgar-
stjórar. Líka ein kona sem reyndar er
borgarstjóri í augnablikinu og hefur
verið síðan síðasti skandallinn hrísl-
aðist um R-listann sem svo er
nefndur.
Hvort sem mönnum líkar betur
eða verr er aðeins ein borgarstjóra-
skrifstofa í Ráðhúsinu í Reykjavík.
Svona er húsið bara hannað enda
sniðið utan um borgarstjóra Sjálf-
stæðisflokksins sem á sfnum tíma
stóðu nú ekld miklar deilur um hvort
sitja ætti áfram á sínum stól kysi
hann að gera svo.
ír*
l
Svarthöfði
En í Samfylkingunni gilda aðrar
reglur. Þar eru foringjar hvergi
óhultir; allra síst í miðri prófkjörs-
baráttu. Þá er grimmilega slegist um
það hver eigi að sitja í hásætinu.
Ekki er úr vegi að virða í augna-
blik fyrir sér keppendurna þrjá.
Aldursforsetinn er Stefán af Haf-
steinsætt, rúmlega fimmtugur flugu-
hnýtingamaður og besserwisser frá
fornu fari.
Næst Stefáni í aldri er Steinunn
borgarstjóri, annáluð djammdrottn-
Hvernig hefur þú það?
,Ég hefþað rosalega gott, enda ekki annað hægt," segir Björk Þorleifsdóttir, eigandi
Nonnabita.„Ég horfi hérna út um gluggann á Esjuna, snævi þakta, og hún ersvo fal-
leg. Esjan er málverkið í minni stofu. Samlokubransinn gengur líka ágætlega. Það er
mikil samkeþþni, en á meðan maður er duglegur og leggur sig fram getur maður vel
við unoð."
ing um fertugt og áhugamaður um
skipulagsleysi í borgarlandinu.
Og yngsti kandídatinn er ung-
læknirinn Dagur Bé. Er hann víð-
frægur fyrir lipran talanda og
drengilegt útlit. A að giska 22 ára en
er ríflega þrftugur að aldri.
Hver skyldi nú verða valinn?
Svarthöfði veit það ekld. En eitt y.eit
hann. Það væri hægt að losna við allt
þetta þref með smá manúvri.
Hver segir að það eigi ekki að
vera nema einn borgarstjóri í
Reykjavík? Er það eitthvert lögmál?
Nú er það tillaga Svarthöfða að
allir sem bjóða sig fram í prófkjöri
Samfylkingarinnar og prófkjörum
annarra viðurkenndra fjöldahreyf-
inga í Reykjavík verði borgtustjórar.
Þannig er hægt að komast hjá mikl-
um heilabrotum og hjaðningavíg-
um.
Kjósum alla jafrit.
Svarthöfði