Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 33
Menning DV ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 33 Leikrit eftir ungan rússneskan höfund verður opnunarsýning í nýju rými Leik- félags Akureyrar í gömlu Dynheimum. ý'Vi.«»» Legsteinaþjotur fer í herinn Wi Æfingar eru hafnar hjá LA á Maríubjöllunni eftir Vassily Sigarev, kraftmiídu nútímaverki sem vakið hefur mikla athygli víða um heim. Leiksýningin verður fyrsta uppseto- ingin í nýju leikrými Leikfélags Akur- eyrar, sem enn hefur ekki hlotið nafe. Frumsýningverður 17. febrúar. Maríubjallan gerist á einu kvöldi. Dima er 19 ára. Hann býr í blokk við hliðina á kirkjugarðinum, þaðan sem hann stelur legsteinum og selur. Á morgun hefur hann herþjónustu en í kvöld heldur hann vinum sínum kveðjupartí. Þangað koma vinir hans Slavik og Arkasha auk stúlknanna Lem og Yulka. Vassily Sigarev er talinn eitt fremsta leikskáld nýrrar kynslóðar í Evrópu og hefur hloúð ijölda verð- , launa á síðastliðnum misserum, bæði í heimalandi sínu Rússlandi sem og öðrum löndum. Maður ársins leikstýrir Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson en hann var tilnefndur til menning- arverðlauna DV í fyrra fyrir leik- stjórn og gagnrýnandi Morgun- blaðsins útnefndi hann „mann árs- ins í íslensku leikhúsi“. Hann setti upp leikritið Frelsi í Þjóðleikhúsinu í haust. Þýðandi er Árni Bergmann, leik- mynd og búninga hannar Halla Gunnarsdóttir. Hallur Ingólfsson semur tónlist og hljóðmynd verks- ins og lýsing er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar. Leik- arar eru Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Esther Thalía Casey, Guðjón Davíð Karlsson, Guðjón Þorsteinn Pálm- arsson, Jóhannes Haukur Jóhann- esson og Þráinn Karlsson. Forsala á Maríubjölluna hefst 1. febrúar. Miðasala L.A. er opin alla virka daga frá kl. 13-17. Miðasölu- simi er 4 600 200 en einnig er hægt að kaupa miða á netinu, allan sólar- hringinn, á leikfelag.is. Bloggspot Leikhópurinn mun halda úti svokallaðri æfingadagbók á netinu allt fram að frumsýningu verksins, þar sem áhugasamir geta fylgst með æfingaferlinu. Þar verður einnig hægt að nálgast mynd- bandsbrot og hljóðupptökur. Slóð- in er: www.mariubjallan.blog- spot.com og verður síðan opnuð þriðjudaginn 17. janúar. Hið nýja leikrými er að Hafnar- stræti 74. Þar hefur verið ýmis skemmtana- og menningarstarf- semi í gegnum tíðina undir ólíkum nöfnum, s.s. Lón, Dynheimar og nú sfðast Húsið. Nýja leikrýmið verður mikil búbót fyrir leikhúsið enda verður leikrýmið mjög ólfkt núverandi aðstæðum í Samkomu- húsinu. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir sem snúa að því að búa til svokallaðan „svartan kassa", það er leikrými þar sem hægt er að leika á ólíka vegu og búa til óhefðbundið leik- rými. í hinu nýja rými rúmast um 150 áhorfendur, en auk sýninga- halds verður húsið nýtt sem æf- ingaaðstaða og leikmuna-, bún- inga- og leikmyndasafn leikhússins flyst í húsið. Enn hefur ekki verið valið nafn á nýa rýmið. Hvað er líkt með sjálfsímynd íslendinga á nítjándu öld og Afríkubúa? Ritið um útlönd Hið merka tímarit - Ritið - ann- að hefti síðasta árs er komið út og fjallar um útíönd. Þar er tekist á við samband menningarheima á ýmsan máta, ímyndir og sjálfsmyndir þjóða. Meðal efnis í heftinu er grein eftir Kristínu Loftsdóttur mannfræðing sem fjallar um ímynd Afríku á ís- landi á 19. öld en Kristín sýnir hvernig sú ímynd kallast á við ímynd hins sjálfstæða eyríkis, ís- lands, sem þá var í fæðingu. Sverrir Jakobsson fjallar um sjálfsmynd miðaldamanna í grein- inni Við og hinir - hvernig gerðu fs- lendingar mannamun á miðöldum? en þar hugar Sverrir að þeim þátt- um sem ætla má að hafi skipt máli fyrir sjálfsmynd menntaðra fslend- inga á miðöldum. Ensk áhrif og heimsmótið 1957 í grein sinni fslenska og enska. Vísir að greiningu á málvistkerfi, leggur Kristján Árnason út af nýlegri könnun á viðhorfum íslendinga til ensku og spyr hvort staða íslensk- unnar í menningu og sjálfsmynd landsmanna sé að breytast. Rósa Magnúsdóttir tekur ímynd- ir og áróður kalda stríðsins til skoð- unar í grein um heimsókn íslensks æskufólks á heimsmótið í Moskvu 1957 og í grein Hólmffíðar Garðars- dóttur er sjónum beint sérstaklega að stöðluðum kvenímyndum í suður-amerískri bókmenntahefð og vakin athygli á því hvernig þær megi rekja til landvinninga- og heimsvaldastefnu fyrri alda. Svanur Kristjánsson skoðar af- skipti fjögurra forseta íslands af utanríkismálum í grein sem hann nefnir Forsetinn og utanríkisstefn- an en hún er jafnframt innlegg í umræður um túlkun 26. greinar stjómarskrárinnar. Tveir bókarkaflar Þá eru í þessu hefti Ritsins birtir bókarkaflar eftir tvo prófessora við Harvardháskóla, stjórnspekinginn Seylu Benhabib og bókmennta- fræðinginn Homi K. Bhabha en í þeim er meðal annars leitast við að svara því hvernig bregðast eigi við þeim árekstmm sem óhjákvæmi- lega verða í samfélagi fólks sem kemur úr ólíkum menningarað- stæðum - og jafnframt spurt hvem- ig samfélagið njóti góðs af blönd- unni, hvernig hún verði aflvaki nýrrar skapandi menningar. í myndverkinu Grautur - 12 til- brigði vinnur Áslaug Thorlacius myndlistarmaður með uppskriftir að súpum og grautum úr bók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur, og veitir með því einstæða sýn inn í dansk-íslenska matarmenningu ís- lendinga á 20. öld. Þá em í heftinu birtar þrjár ljóðaþýðingar eftir Þorstein Gylfa- son ásamt minningarorðum um hann sem Vigdís Finnbogadóttir rit- ar. Ritið kemur út þrisvar á ári. Rit- stjórar þess em Gunnþómnn Guð- mundsdóttir og Svanhildur Óskars- dóttir. Áskriftarveffang er hugvis- .hi/ritid. winston Churchill Ólíklegasti höfundurinn í dagskrá laugardags. Nóbelsmenn í ræðu og riti Á laugardaginn kl. 14 hefst f Þjóðmenningarhúsinu dagskrá sem Ámi Bergmann rithöfundur hefur tekið saman og Amar Jóns- son leikari flytur með honum og fjallar um þá rithöfunda sem vom samferða Halldóri Laxness upp á nóbelsverðlaunapall á sjötta áratug síðustu aldar. Fjallað verður um þá menn- ingarstefnu og þau pólitísku sjónarmið sem birtast kunnu í vali sænsku akademíunnar, enn- fremur verður rætt um rithöf- imdana sjálfa og hvað þeir höfðu helst til bókmeimta að leggja sem og til þeirra mála sem helst brunnu á samtíðar- mönnum þeirra. Einnig verð- ur vikið að tengslum Halldórs Laxness við suma þessa samferða- menn hans. Lesin verða sýnishom úr íslenskum þýðingum á verk- um flestra verðlaunaskáldanna og hefur Ámi þýtt nokkur ljóð af þessu tilefni. Rithöfundamir em (fyrir utan Halldór): Bertrant Russel, Par Lagerkvist, Fran^ois Mauriac, Winston Churchill, Emest Hemmingway, Juan Ramón Jimenéz, Albert Camus, Boris Pasternak og Salvatore Quasimodo. Veitingastofa Þjóðmenning- arhússins, Matur og menning, sér um að gestum gefist kostur á að fá sér kaffihressingu og léttar veitingar á meðan á dagskránni stendur. Efiit er til dagskrárinnar í tengslum við sýningu sem opn- uð var í Þjóðmenningarhúsinu á nóbelsdaginn 10. desember sl. í tilefni þess að þá vom fimmtíu ár liðin frá því að nóbelsverðlaunin vom afhent Halldóri Laxness. Um er að ræða sfðustu sýningar- helgi því sýningin stendur yfir til 25. janúar. Gljúfrasteinn - hús skáldsins setti sýninguna upp. Allir em velkomnir á dag- skrána og er aðgangseyrir eng- inn. Sofa allir rótt í húsinu Sýningar Kvikmyndasafhsins em að hefjast að nýjuí Firðinum. Fyrsta sýning ársins verður í kvöld kl. 20 á Húsi í svefhi eftir Guð- mund Kamban ffá 1926. Myndin Hús í svefni er sett upp sem draumur, þar sem fullorðinn mað- ur ekur að sveitasetri í Danmörku. Hann stöðvar bifreiðina og lftur í kringum sig, glaður yfir að vera kominn heim. Hugur hans reikar og hann rifjar upp löngu liðna tíð. Maðurinn stingur hend- inni í vasann og dregur upp lykil; opnar bakdymar og fer inn í húsið. Þar em allir sofandi en maðurinn kemur sér fyrir í hægindastól og endurminningarnar glæða húsið lífi liðinna ára. Guðmundur Kamban varð fyrstur íslendinga til að skrifa og leikstýra eigin frum- sömdu kvikmyndahandriti. Hann skrifaði líka skáldsögu um sama efni í beinu framhaldi og var hún gefin út samtímis ffumsýningu myndarinnar í Danmörku og Þýskalandi en ekki fyrr en árið 1948 á íslandi, undir heitinu: Með- an húsið svaf. Sýning vikunnar verður endurtekin á laugardag kl. 16. f *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.