Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 27
r
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 27
Eimskipafélag íslands stofnað
Lesendur
Þennan dag árið 1914 var þákallað
„óskabam þjóðarinnar," Eimskip
stofnað. Saga Eimskipafélags fslands
er löng og viðburðarík.
Stór hluti íslensku þjóðarinnar átti
þátt í stofnun félagsins en fjöldi stofn-
hluthafa nam um 15% af allri þjóð-
inni eða um 14.000 manns. Þessi
mikli fjöldi skapaði félaginu mikinn
styrk en félagið styrkti einnig þjóðar-
búskapinn og jók e&iahagslegan vel-
famað þjóðarinnar. Með tilkomu
Eimskipafélagsins jukust flutningar
milli íslands og annarra landa, skipa-
komur urðu fleiri en það þýddi að al-
menningur hafði aðgang að mun íjöl-
breyttari vamingi en áður.
Líta má á stofnun Eimskipafélags-
ins sem ákveðna sjálfstæðisyfirlýs-
ingu því í kjölfar stofnunar félagsins
vom íslentiingar ekki lengur háðir
samgöngukerfum og flutningum er-
lendra aðila heldur tóku málin í eigin
hendur.
í heimsstyijöldunum fyrri og síð-
ari hafði Eimskipafélagið mikla þýð-
ingu fyrir íslensku þjóðina. Erlend
skipafélög hættu siglingum til íslands
á þessum tíma en skip Eimskipafé-
lagsins sigldu áffam og komu þar
með í veg fyrir alvarlegan skort á
nauðsynjavömm á íslandi.
Eimskipafélagið hefur tekið mikl-
um breytingum ffá stofnun þess.
Upphaflega var hlutverk félagsins að
í dag
Þennan dag arið 1975
fórst þyrla í eigu Þyrlu-
flugs hf. og með henni sjö
manns. Það er mann-
skæðasta þyrluslys sem
orðið hefur hérlendis.
reka siglingar milli fslands og annarra
landa. Árið 1944 var samþykktum fé-
lagsins breytt og hóf það þá þátttöku í
flugrekstri. Enn breyttist hlutverk fé-
lagsins árið 1981 en þá varð tilgangur
félagsins að reka flutninga á sjó, í lofti
og á landi, svo og aðra skylda starf-
semi.
g .
m ¥
Úr bloggheimum
Sko, ef maður bara nær einhverju...
„Lærði eittsvolítið gott trikk, efmaðurætlar
að strengja áramótaheit þá er alltafbest
að strengja bara nokkuð góðan
slatta afþeim, þá eru meiri
likur áað maður efni eitt-
hvað afþeim. Ég nefni-
lega rannsakaði þetta
mál íum 12 sekúndur og
komst að þvi að það eru
á milli 8-12% likur áað
áramótaheit sé efnt. Þannig
aö efviö miðum við um 10% likur
þá eru auðvitaö strax orðnar um 50% llkur
ef maður strengir 5, eins og ég gerði.'
stebbibollustrakur.blogspot.com
Handlaginn burgeisi
„Ég er álika handlaginn og tileygð,
einhent grameðla með
Parkinson á háustigi.
Fórmeð Colin (bilinn
minn) á bllaþvotta-
stöð I gær eins og
sönnum burgeisa
sæmir. Slöan frystir
eins og Isöldsé I tísku
aftur. Við það fraus allt
inni I hurðunum á honum, þannig að það
yar ekki hægt að loka annarri framhurð-
•inni. Það er lamað. Ég náöi I handfylli af
'testesteróni og skrúfjárn og ákvað að
„redda þessu'. Afraksturinn var að nú er
enn ekki hægt að loka hurðinnþen þar að
auki verður aldrei hægt að opna hana að
innan aftur. Allavega ekki fyrr en ég er bú-
inn að fara með bllinn á verkstæði. Hvenær
ætla ég að læra að einbeita mér að því sem
Wjkann?"
donpedro.typepad.com
Köld eru kvennaráð
„I morgun náði ég að koma bllnum mínum
úr stæðinu og sat svo algjörlega pikkföst á
miðjum gatnamótunum fyrir framan húsið
mitt. Ég komst hvorki áfram né afturábak
eöa á ská. Eins og almennilegur kvenmaður
hljóp ég inn að reka bróðir
minn úr rúminu til að
\ koma að hjálpa mér.
Það erótrúlega gam-
an að verða vitni að
hvað fólk getur verið
liðlegt bara afþvi
það vill það og þó
það græði ekkert á því
nema bara góða tilfinn-
ingu. Næst þegar einhver í göt-
unni minni er fastir I snjóskafl, þá mæti ég á
svæöiöogýti."
sprellen.blogspot.com
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Gatnahreinsun til skammar
Þóröurhiingdi:
Ég keyri rútu og ek oft um götur
Reykjavíkurborgar og finnst til
skammar hvernig staðið er að gatna-
hreinsun á höfuðborgarsvæðinu.
Rútur og strætóar eru stórir bílar
sem fer mikið fýrir og því verður að
hreinsa snjó vel svo þeir geti athafn-
að sig. Mín reynsla af atvinnuakstri
nær yfir undanfarin 15 ár og hef ég
keyrt um allt land. Ég er alveg sam-
mála Birni Hafsteinssyni að það sé
orðin mikil afturför frá því þegar
borgin sá um hreinsun gatnakerfis-
ins. Það er eins og öllum þeim sem
kunnu til verka hafi verið skipt út
fyrir eitthvert lið sem kann ekkert á
hlutina.
Það er mín skoðun líka að stræt-
isvagnar verði að vera á nagladekkj-
um, því þegar snjórinn treðst niður
Lesendur
verður þetta að heljarinnar svelli.
Það eru sem betur fer mjög færir bíl-
stjórar sem keyra hjá Strætó og því
hefur það gengið nokkuð áfallalaust
undanfarin ár, en svo koma svona
tilfelli eins og um daginn þar sem
enginn fær neitt við ráðið. AÍlar líkur
eru á að hægt sé að rekja slysið til
þess að gatnahreinsun hafi ekki ver-
ið upp á marga fiska.
Það er einnig skömm að því að
atvinnubílstjórar leyfi sér að aka án
bílbeltis. Það á ekki að þekkjast. Ef
ég myndi kastast úr bílstjórasætinu
vegna einhvers gæti ég ekkert gert til
að afstýra stórslysi, en möguleikinn
er fyrir hendi ef ég er fastur í sætinu.
Ég þekki dæmi um að leigubílstjóri
hafi aldrei þessu vant sett á sig belt-
ið. Farþegarnir gerðu það líka vegna
fordæmis bílstjórans. Hann lenti
síðan í hrikalegu slysi og sagði að
það hefði ekki þurft að spyrja að
leikslokum hefðu ekki allir verið í
belti. Þetta dæmi sýnir hvernig for-
dæmi bílstjóranna getur verið far-
þegum hreinlega til lífs.
Er þetta nú
eklri einum
of mikið?
öm skrifar.
Enn eina ferðina les maður
um forstjóra í fjármálageiranum
sem raka sama auðæfum á ör-
skotsstundu. Nú segir DV frá
ungum manni sem heitir Þórður
Már Jóhannesson og er forstjóri í
fjárfestingarbankanum Straumi.
Á aðeins fimm mánuðum hefur
þessi piltur grætt 650 milljónir á
því að kaupa hlutabréf í fyrirtæk-
inu sem hann stýrir. Þetta gerist
allt án þess að Þórður þessi taki
Lesendur
nokkra áhættu að því er segir í
DV því hann er tryggður fyrir öllu
gengistapi með sérstökum samn-
ingi við vinnuveitanda sinn. Það
getur vel verið að hluthafarnir í
Straumi telji að forstjórinn þurfi
einhverja hvatningu tii að standa
sig f starfinu en er þetta nú ekki
einum of mikið? Ég trúi varla að
maðurinn sé svo húðlatur að
hann nenni ekki að vinna nema
fyrir 5 milljónir á dag.
Þjóðkirkjan í andstöðu við þjóðina
físiifiliíss
esrt
DBlU jj
Geir Guimarsson skrifar.
Þjóðkirkjan er komin í erfiða
stöðu eftir nýárspredikun biskups
íslands, sr. Karls Sigurbjörnssonar.
Karl sagði að alþingismenn ættu að
bíða með að leiða í lög kirkjuleg
hjónabönd samkynhneigðra. Karl
hefði átt að hlusta betur á þjóðina
áður en hann lét í ljós skoðun sfna.
Ef hann hefði hlustað vissi hann að
meirihluti þjóðarinnar er hlynntur
því að samkynhneigðir njóti sömu
trúarlegu réttinda og gagnkyn-
hneigðir.
Hugur þjóðkirkjunnar á að vera
starfa. Þjóðin dælir peningum
í þjóðkirkjuna, mörgum milljörðum
á ári. Önnur trúfélög hafa ekki sama
aðgang að sjóðum ríkisins.
Samkyneigðir eru hluti þjóðar-
innar og þjóðkirkjan má ekki mis-
muna þeim ef hún á að standa und-
ir naíni. Þjóðkirkjan uppsker svo
eins og hún sáir. Ár frá ári fækkar
sóknarbörnum í þjóðkirkjunni. Þau
leita á náðir trúfélaga eins og frí-
kirkjunnar þar sem takturinn slær
með þjóðarpúlsinum.
Með bændur til útlanda í 40 ár
„Þegar maður hefur staðið í far-
arstjórn í ein fjörutíu ár er kominn
tími á að gera eitthvað annað" seg-
ir Agnar Guðnason, sem hefur ver-
ið einn helsti fararstjóri bænda-
ferða og stundað það lengur en
flestir aðrir fararstjórar landsins.
Hann hefur ferðast víða og leitt ís-
lenska bændur og búalið um er-
lendar grundir.
„Þetta byrjaði allt með því að ég
ákvað að fá tilboð frá Loftleiðum í
ferð á Smithfield-landbúnaðarsýn-
inguna í Englandi 1966. Mér hafði
blöskrað verðið á ferð sem farin var
á vegum bænda árinu áður og náði
að setja saman góða ferð á góðu
verði. Hún seldist upp á tveimur
dögum. Það árið fékk ég því fram-
gengt að bæði karlar og konur gætu
farið í ferðirnar, en fyrr höfðu
ferðimar takmarkast við karl-
peninginn," segir Agnar sem seg-
ir íslensku bænduma hafa oft
orðið forviða á kynjum og kvistum
útlendinganna.
„Ég held þessu nú aðeins áfram
því ég fer eina ferð í september til
Danmerkur og Norður-Þýska-
lands," segir Agnar. Hann segir sitt
uppáhaldslandssvæði á allri jarðar-
kringlunni vera svæðið frá Vancou-
ver og norður til Calgary í Kanada.
„Upphaf bændaferðanna til
Kanada var gjöf sem bændur efndu
til 1975 til að stofna safn í minningu
Stephans G. Stephanssonar í
Markerville skammt frá Calgary.
Síðan hafa verið farnar ferðir á
hverju ári nánast þangað og styrkt
tengingu bænda við aðra bændur."
Bændaferðir voru upphaflega farn-
ar til að kynna bændum nýjungar í
búnaði og tengja þá öðmm bænd-
„Það voru reyndar
bara tveir bændur í
síðustu ferð sem ég
fórí
um erlendis. Eðli þeirra hefur þó
aðeins breyst í gegnum tíðina, því
nú er mestmegnis þéttbýlisfólk
sem sækir í ferðirnar og menn
hættir að skoða fjós og fjárhús.
„Það vom bara tveir bændur í
síðustu ferð sem ég fór í," segir
Agnar.
Agnar ætlar sér þó ekki að leggj-
ast alfarið í helgan stein. „Það gæti
vel verið að maður fari að ferðast af
einhverju viti núna."
flonar er fæddur og uppalinn i Reykjavík, sonur hjónanna Guðna Eyjólfssonar ogSig-
:™r iarðræktarráðunautur. Hann lauk búfræðinámi. Kaupmannahofn 1950.