Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 Fréttir DV ís með dýfu í Kóreu Þeir voru hraustir, karl- arnir í Suður-Kóreu sem létu mynda sig við „upphit- un“ fyrir ísdýflngarkeppni um síðustu helgi. Keppnin felst í því að vera sem lengst í kafi undir ísilögðu vatni um hávetur. Keppnin dró í þetta sinnið að sér um tuttugu keppendur, þar af nokkrar konur. Ekki er vitað hver bar sigur úr být- um, en víst að það eru ekki allir tilbúnir að láta kuld- ann bíta kroppinn í larigan tíma eins og þessir kappar. Bauð partíið út Blankur belgískur nemi hefur selt enni sitt og vina sinna til að borga fyrir tví- tugsafmæli sitt. Kris Dries auglýsti eftir tilboðum á eBay í auglýs- ingapláss á enninu. Hann varð himinlif- andi þegar hæstbjóðandi, markaðssetningarfyrirtæki í Belgíu, samþykkti að leggja andvirði 190 þúsund króna í mat og drykk fyrir veislu- gesti þá sem láta mála enni sitt með merki fyrirtækis- ins. „Ég var að vonast til að ég fengi um 200 evrur [15.000 íkr.] en nú get ég haldið ógleymanlegt partí," segir Dries. Olmert leiðir Kadima Það verður Ehud Olmert sem mun leiða Kadima-flokkinn eftir fráhvarf Ariels Sharon úr stjórnmálum. Þetta var tilkynnt í gær af stjórn flokksins. Helsta verk Olmerts verður að ieiða flokkinn í baráttu fyrir þingsætum í kosningunum í ísrael sem fram fara þann 28. mars. Enn hefur flokk- urinn ekki mótað stefnu- skrá sína svo ljóst þykir að á brattann verði að sækja íyrir Olmert; bæði í því að setja fram stefnu flokksins og sannfæra fólk um að kjósa hann. Olmert hefur starfað sem forsætisráð- herra í forföllum Sharons. Sprengja var hulstur í San Francisco ruddust lögreglumenn inn á eitt kaffihúsa Starbucks fyrir helgi vegna gruns um sprengju á salerni staðar- ins. Lögreglan hafði upp- haflega gef- ið út þá yfir- lýsingu að sprengja af þessari stærð sem um ræddi gæti drepið og slasað fjölda manna ef hún spryngi. Staðurinn ásamt næsta ná- grenni var rýmt en í ljós kom að sprengjan meinta var meinlaust hulstur utan af vasaljósi. au Uppi varð fótur og fit í skrifstofu- byggingu í Vladivostok í Riisslandi í gatr. Eldur ktáknaði í byggingunni og átti slökkviliðið erfitt með að at- hafna sig þegar það kom á svæðið. Með gífurlegum hag- vexti undanfarin ár hef- ur Kína skráð sig á spjöld sögunnar sem eitt mesta hagkerfi heims fyrr og síðar. Á meðan lönd heimsins kvarta mörg hver und- an gífurlegum halla á vöruskiptum við útlönd fagna útlöndin sem sýna plús í reikningn- um. Þeirra á meðal er Kína. ísland er eitt þeirra landa sem eiga mikil viðskipti við Kína. En Kínverjar eiga hins veg- ar ekld mikil viðskipti við íslendinga. Sömu sögu er að segja um fjölda annara landa sem standa frammi fyrir lágu verði Kínverja á ýmsum vörum. Markaðssvæði heimsins erað breytast og Kínverjar hlæja alla leið í bank- ann, enda telja þeir sig nýja stórveldið í heimsviðskiptum. Það er satt sem þeir segja: Kínverjar eru að yfirtaka heiminn. Ný kínversk skýrsla um vöruskiptajöfnuð við útlönd gefur það skýrt til kynna. Aldrei hefur jafnmikið verið flutt inn og út frá Kína en árið 2005. Vöruskipta- jöfnuður við útlönd gengur út á plúsa og mínusa. Plús fyrir þær vörur sem landið flyt- ur út - mínus fyrir það sem það flytur inn. Plúsinn hjá Kínverjum nemur tæpum 6,3 billjónum króna - 6.238 milljörðum. . Kínverskur skósölumaður Væntanlega glaðuryfirhlut- skipti landsins. Mest til Evrópu Kínverjar flytja mest inn og út til Kinverska undrið Llkur benda til að þú sjáir orðin „Made in China" aftan á flestum raftækjum heimilisins. Bíður aftöku en hefur afsökun Skrifstotuíolk lenti í Dauðarefsingum mótmælt Menn mót mæla sem aldrei fyrr í Kaliforníu. Of gamall til að deyja Hinn 76 ára Clarence Ray Allen vill deyja drottni sínum á náttúrulegan máta. Stjómvöld í Kalifomíu vilja aftur á móti lífláta hann í dag. Amold Schwarzenegger ríkisstjóri hefur neit- að honum um náðun. Allen situr nú á dauðadeild í San Quentin-fangelsinu í Kalifomíu og hefur verið þar í ein 23 ár. Hans helsti glæpur var að leigja morðingja til að drepa þrjá fjandmenn hans. Lífsvilji hans hefur fengið lögifæð- ■ inga hans til að krefj- ast þess að aftökunni verði aflýst sökum hás aldurs. AUen er blindur og heyrnar- laus, í hjólastól og þjáist af hjartakvilla. „Það er óásættan- legt að Allen skuli ekki geta séð þá sem óska dauða hans," segir Annette Clarence Ray Allen Segist of gamall til að deyja. Camegie, lögmað- ur Allens. Allen verður sá næstelsti sem tek- inn hefur verið af h'fi í Bandaríkjunum. Aldursmetið á hinn 77 ára John B. Nixon, sem tekinn var af lífi í síðasta mánuði í Mississippi. „Herra Allen finnst að hann sé of gamall til að deyja," segir Robert Rocha, bróðir eins fómarlambs Allens. „Okkur finnst að Josephine hafi verið of ung til að deyja. Hún var sautján ára þegar hann tók hana burt frá oldair."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.