Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 19
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 7 9 Meistararnir og toppliðið úr leik NFL-meistarar síðustu tveggja ára í New England Patriots og Indianapolis Colts, sem vann 14 af 16 leikjum vetrarins, eru bæði úr leik eftir dvænt úrslit í leikjum helgarinnar í úr- slitakeppni NFL. Denver Broncos unnu meistara New England 27-13 og sáu til þess að Patriots yrðu ekki fyrsta liðið í sögunni til þess að vinna þrjá titla í röð. Það var síðan Pittsburgh Steel- ers sem vann Colts-liðið 21-18 og mæta Denver um næstu helgi. í hinum leikn- um mætast Seattle Sea- hawks og Carolina Panthers en sigurvegarar þessara leikja spila til úrslita um meistaratitilinn 5. febrúar næstkomandi. Björgvin í 24. sæti í Evrópu- Skíðamaður- inn Björgvin Björgvinsson, sem er á fullu í lokaundirbúningi sínum fyrir ólympíuleikana í Tórínó, tók þátt í Evrópubikarmót- um í svigi og stór- svigi í Oberjoch í Austurríki um helgina. Á sunnudegin- um náði Björgvin upp í 24. sæti og fékk fyrir það sex Evrópubikarstig. Björgvin er því kominn með 10 stig í keppninni um Evrópubikar- inn í svigi og er í 70. sæti. Tvö naum töp á þremur dögum Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson og fé- lagar í Leeuwarden WoonAris töpuðu tveimur leikjum naumlega í síðustu viku en liðið er í neðsta sæti deild- arinnar með að- eins 2 sigra í 13 leikjum. Fyrri leik- urinn tapaðist með 3 stig- um gegn Nijmegen en sá síðari tapaðist með 4 stig- um gegn Almere. Hlynur var með 21 stig, 24 fráköst og 9 stoðseridingar saman- lagt í leikjunum en Sigurður var með 15 stig í fyrri leikn- en aðeins 3 stig í þeim sioari. WoonAris hefur tap- að sjö af 11 leikjum sínum með sjö stigum eða minna. Lebron vinnur ekki leik- ina einn Það gengur ekk- ert hjá Cleveland Cavaliers í NBA- deildinni í körfu- bolta þótt aðal- stjama liðsins, Lebron James, hafi sjaldan spilað bet- ur en í þeim fjórum leikjum sem Cavaliers hafa tapað í röð. James er með 34,8 stig, 7,3 fráköst óg 7,8 stoðsend- ingar að meðaltali í töpun- um gegn Portland Trailblazers, Phoenix Suns, Los Angeles Lakers og New York Knicks. Maria Conlon varð NCAA-háskólameistari þrjú ár í röð með Connecticut-háskólan- um frá 2002 til 2004. Næstu mánuði mun hún leika með Stúdínum í Iceland Ex- press deild kvenna í körfubolta. Laufey hættir vegna hnémeiðsla stúlkum einstaklega vel og komst liðið í fjórðungsúrslit þar sem Vals- stúlkur urðu að láta í minni pokann fyrir Evrópumeisturum Potsdam. „Það stendur upp úr að vinna ís- landsmeistaratitilinn með Val og Breiðabliki," sagði Laufey en hún lék árin 2000 og 2001 með Breiðabliki en skipti þá í ÍBV þar sem hún lék í eitt sumar, árið 2002. Hún á einnig 23 A-landsleiki að baki og segir hún að leikurinn gegn Bandaríkjamönn- um þann 25. september standi upp úr en í þeim leik skoraði hún sitt fyrsta landsliðsmark. ísland tapaði leiknum, 3-4, eftir að hafa jafnað metin með þremur mörkum á fimm mínútum. Laufey segir einnig jafn- teflisleik Svíþjóðar og íslands í haust mjög eftirminnilegan. eirikurst&dv.is Besta knattspyrnukona landsins undan- farin tvö ár hættir Landsliðskonan Laufey Ólafs- dóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna hnémeiðsla. Laufey sleit krossbönd í hné árið 1999 og hefur alls fimm sinnum gengist und- ir uppskurð á hnénu síðan þá. Hún rieyðist nú til að hætta að læknisráði vegna brjóskskemmda í hné. „Læknirinn var búinn að ráð- leggja mér að hætta fyrir tveimur árum síðan, ef ég vildi labba eðlilega þegar ég yrði fertug," sagði Laufey í samtali við NFS í gær. Hún hefur einmitt verið valin besti leikmaður íslandsmótsins síðustu tvö ár en Valsstúlkum hefur gengið einstak- lega vel þessi tvö sumur. Árið 2004 varð Valur íslands- meistari og tryggði sér þar með þátt- tökurétt í Evrópukeppni félagsliða næsta ár. í þeirri keppni gekk Vals- í fimmta sæti í þrigaja stiga körf- Kvennalið IS hefur fengið til sín bandaríska bakvörðinn Mariu Con- lon sem var meðlimur í frægu liði Connecticut-háskólans sem varð bandarískur meistari þrjú ár í röð frá 2002 til 2004. Conlon spiiaði stórt hlutverk í tveimur síðari úrslitaleikjunum og var byrjunarliðs- maður á tveimur síðustu tímabilum sínum með UConn. Conlon er nýkomin frá Þýskaiandi þar sem hún var með 10,7 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali með liði Göttingen í Bundesligunni. Hún er 23 ára og 174 sm á hæð og getur spilað báðar bakvarðar- stöðumar. Conlon er örugglega einn frægasti bandaríski körfuboltamaðurinn til þess að spila í íslenska boltanum. Það hefur enginn annar leikmað- ur unnið fleiri en þrjá meistaratitla í kvennakörfunni í Bandaríkjunum en Connecticut-skólinn er aðeins annar tveggja skóla sem hefur náð að vinna þrjá titla í röð, hinn er Tennessee sem vann þrisvar á árun- um 1996 til 1998. Conlon spilaði reyndar aðeins fimm mínútur í fyrsta úrslitaleiknum en í þeim tveimur síðari var hún í lykilhlut- verki og spilaöi yfir 33 mínútur í þeim báðum. Conlon fékk sérstakt lof fyrir úrslitaleikinn árið 2003 en þá var hún með 11 stig og 6 stoðsendingar á 39 mínútum auk þess að hitta úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum og tapa ekki einum einasta bolta. Árið eftir var hún með 7 stig og 5 stoðsendingar og setti niður fjögur mikilvæg vítaskot á lokasekúndum leiksins. Þekkir ekkert annað en að vinna Maria Conlon skoraði 5,3 stig og gaf 2,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 135 leikjum sem hún spilaði með Connecti'cut-háskólanum en liðið tapaði aðeins 8 af 147 leikjum sínum þau fjögur ár sem hún var í skólanum. í menntaskóla var hún einnig mjög sigursæl og á metin í sínum skóla í stigum (1727), stoðsendingum (672), stolnum bolt- um (650) og þriggja stiga körfum (246) en skólinn vann 96 af þeim 100 leikjum sem hún spilaði og með frammistöðunni vann hún sér inn skólastyrk hjá UConn. stiga um Conlon. sem er mik- il skytta, er í fimmta sæti yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu Connecticut-háskólans en alls gerði hún 170 slíkar í þeim 135 leikjum sem hún spilaði fyrir skólann. Con- lon nýtti yfir 41% þriggja stiga skota sinna bæði fyrsta og síðasta ár sitt í skólanum og var alls með 37,6% nýt- ingu (170 af 452) á fjórum árum sín- um með UConn. Þetta er áttunda besta þriggja stigá nýting í sögu skólans sem hefur frmm sinnum orðið bandarískur háskólameistari. Reyndi fyrir sér hjá WNBA- liðum Maria Conlon hefur verið á mála hjá tveimur WNBA-liðum síðan hún útskrifaðist úr Connecticut-háskól- anum, fyrst hjá Los Angeles Sparks (2004) og svo hjá Connecticut Sun (2005). en í hvorugt skiptið komst hún í lokahóp þessara liða. Hjá Sun- liðinu spilaði hún 44 mínútur í fjór- um æfingaleikjum vorið 2005 og var þar með 11 stig og 6 stoðsendingar á þeim tíma. Eftir að hafa spilað tólf leiki með Göttingen í Þýskálandi fyrr í vetur er hún á leiðinni til íslands þar sem hún reynir að hjálpa til hjá liði ÍS og fyrsti leikurinn er væntan- lega gegn Grindavík annað kvöld. ooj@dv.is Þekkir ekki annað en aö vinna Á átta árum Mariu Con- lon meö Seymour-menntaskól- anum og Connecticut-háskólan- um var hún 1235 af247 (95%) leikjum I sigurliðinu. I Mikill fögnuður j Úrslitaleikirhá- j skólaboltans eru einn afhápunktum iþróttaársins I Bandarikjunum. Það er troðfullt á leikina og milljónir manna fylgjast með í sjón- varpi. Hér fagnar Maria Conlon meist- aratitli með félaga sinum I UConn-lið- inu. ‘7 Netið skorið niður Einsogþekkt erí Bandaríkjunum er það hluti afsigurhá- tiðinni að skera niður netið úrkörfunum og hér sést Maria Conlon fagna titinum árið 2003. Best tvö áríröð Laufey Ölafsdóttir fagnar kosningu sinni sem besti leikmaöur Islandsmótsins i lokahófi KSlí haust. ■f' L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.