Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 17.JANÚAR2006 13 Strandamenn íLondon Strandamenn koma að sýningu um ísland sem opnar í The Sci- ence Museum í London á fimmtudag. „Þar mun meðal annars verða fjallað um magnaða náttúru og hreinleika landsins og stefnumörkun íslenskra stjómvaida í vetnisfram- leiðslu," segir á strandir.is. „Ólafur Ingimundarson á Svanshóli hefur undanfarn- ar vikur tekið þátt í uppsetn- ingu sýningarinnar, en Ámi Páll Jóhannsson er aðal- hönnuðurinn. Ámi Páll er líka hönnuður sýninga Strandagaldurs, bæði Galdrasafnsins á Hólmavlk og Kotbýli kuklarans í Bjamarfirði.11 Sumarhús stendur kyrrt Maður sem á jörðina Akra í Borgarbyggð í sam- eign með öðmm fær ekki uppfyllta kröfu sína um að sumarhús sem reist var á land- inu í óþökk hans verði fjarlægt með valdi. Þetta er dómur Hæstaréttar sem staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands. Sögðu hæsta- réttardómararnir Gunn- laugur Claessen, Guðrún Erlendsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson að maður- inn gæti ekki fengið kröfu sinni framgengt án stuðn- ings sameigenda sinna. Erill I Keflavík Nokkur erill var hjá Lög- reglunni í Keflavík um helg- ina vegna slagsmála á skemmtistöðum í Keflavík. Lögreglan hefur upplýsing- ar um að fjórir aðilar hafi leitað til slysa- deildar Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja vegna áverka sökum slags- mála eða lík- amsárása. Þá var björgunarsveitin Skyggnir í Vog- um ræst út til að aðstoða tvo ökumenn sem höfðu misst bifreiðar sínar út af Reykjanesbrautinni. Að auki var nokkrum ung- mennum vísað út af ákveðnum skemmtistað í Keflavík en þau höfðu ekki aldur til veru þar innan- dyra. Matvælaverð skoðað Forsætisráð- herra hefur ákveðið að skipa nefnd með full- trúum stjóm- valda, aðila vinnumarkaðar- ins og samtaka bænda. Hún mun fjalla um helstu orsakaþætti hás mat- vælaverðs á íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjunum. Hall- grímur Snorrason hagstofu- stjóri er formaður nefndar- innar. Henni er ætlað að skila tillögum fyrir mitt ár 2006 þannig að unnt verði að undirbúa hugsanlegar lagabreytíngar til framlagn- ingar á Alþingi næsta haust. Alex Bashar Sættir sig ekki við fímmtán mánaða fangeisi. Sveinn Andri Alexhefur kallað stjömulögfræðing- inn tilsinnarþjónustu. Purple Onion-málið fer til Hæstaréttar Alex unir ekki dómnum Alex Bashar, sem dæmdur var í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stór- fellt fíkniefiiabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir jól, hefur ákveðið að áfiýja dómsniðurstöðunni til Hæsta- réttar. Alex hefur einnig ráðið til sín stjömulögfiæðinginn Svein Andra Sveinsson til að sjá um áfrýjunina en áður hafði Karl Georg Sigurbjörnsson séð um að halda uppi vörnum í mál- inu. Málið hefur reynst ansi flókið frá upphafi því Alex og unnusta hans, Míróslava Sobchuk sem einnig er við- riðin málið, hafa verið margsaga síð- an þau vom handtekin af lögreglu í júlí í fyrra. Þau vom handtekin þegar lögregla fann 650 töflur sem inni- héldu ýmist amfetamín eða alsælu og 245 grömm af amfetamíni á veitinga- staðnum Purple Onion, sem Alex er eigandi að. í fyrstu sagðist Alex eiga efnin og Míróslava ætti engan hluta að máli. Við aðalmeðferð málsins sagðist Míróslava skyndilega vera höfuð- paurinn í málinu og að hún hefði flutt efnin hingáð frá Sankti Pétursborg. Þá sagðist Alex einnig alsaklaus og að tungumálaerfiðleikar hefðu valdið misskilningi í yfirheyrslum. Dómari gaf lítið fyrir undanbrögð parsins og dæmdi Alex fimmtán mán- aða fangelsi. Hæstiréttur fær málið til umtjöllun- ar á allra næstu vikum. andri@dv.is 13. JANÚAR 200612. VIKA STEIPURNAR f SÓFANUM -1 TfSKU AD VERA ME8 BÓLFÉLAGA Æi KVNKMtKAfYUSTU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.