Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 28
 r \rvr>r r f ni i~> h n i «i mn-* 28 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 :r Árslistakvöld Breakbeat.is áNASA Árslistakvröld Breakbeat.is verð- ur haldið i' þriðja sinu föstudaginn 20. janúar næstkomandi og er heiðursgestur kvöldsíns Paul Harding. betur þekktur sem E1 Homet, þriðjungur áströlsku ofur- grúppunnar Pendulum. Pendul- um skutust upp á stjömuhimin dmm & bass-heimsins árið 2003 með laginu „Vault" (sem m.a. komst í fyrsta sæti árslista Breíik- beat.is það árið). Síðan hefur leið- in legið upp á við hjá þessu ástr- alska tríói enda utn griðarlega hæfileikaríka og vandvárka tónlist- armenn að ræða. Í' (5* mk 'i'i® r i Gameover.is Ný heimasíða með fréttum úr tölvuleikjaheiminum hefur verið opnuð, en það er síðan gameover.is. Það em átta áhuga- menn um tölvuleiki sem tóku höndum saman og stofnuðu síð- una, sem er alveg glæsilegt. A síð- unni er hægt að finna greinar tun það sem er að gerast í tölvuleikja- heiminuin, hvaða tölvuleikir eru á leiðinni, dóma og svo framvegis. „Nokkrar síður hafa reynt þetta liingað til en flestar hafa dáið eftir skainman tíma, og það var kominn timi til að einhver metnaður yrði lagöur í þessa grein hér á landi,“ segja ritstjörar síðunnar, og því spennandi að sjá hvemig muni ganga. Bad Plus á leiðinni til landsins Hin nýstárlega hljómsveit Tlie Bad Plus mun halda tónleika hér- lendis 12. mars, nánar tiltekið á NASA. Hér er á ferðiimi liljómsveit sem erfitt er að lýsa og skilgreina, enda hefur hún vakið ómælda at- hygli síðastliðinn áratug fyrir að fara algjörlega ótroðnar slóðir í tónlistarsköpiui simú, bijóta allar hefðir og þurrka út landamæri ólíkra tónlistarstefna. The Bad Plus er djasstríó - trommur, bassi, píanó - en þær víddir sem því tekst að opna með þessari hefðbundnu uppstillingu eru töfiiun Ifkastar. Það er ekkert hefðbundið við tón- list sveitarinnar eða tónleika; þeir eru oft á tíðum poppaðir, dansvænir og jafnvel rokkaðir. Lífið DV Þeir meðlimir Ástarfleysins sem duttu úr leiknum voru sendir beint á lúx- ushótel í Tyrklandi þar sem allt var frítt á meðan á dvöl þeirra stóð. Tinna Kristjánsdóttir segir að það hafi verið blessun frekar en böl að falla snemma útbyrðis. Stökk írá borði og beint á Éi'sbátel „Þetta var íjögurra eða fimm stjömu hótel,“ segir Tinna Krist jánsdóttir um dvölina úti í Tyrklandi á meðan tökur á Ástarfley- inu stóðu yfir. Þeir keppendur sem vom sendir frá borði höfðu það alls ekki svo skítt „Við vorum bara með armband sem við sýndum bara á bamum og allt frítt. Það var allt á hótel- inu frítt." Tinna segir að það hafi verið æðislegt að vera á hótelinu og ekki amalegt að vera f filu uppihaldi ofan á allt saman. „Það var allt frítt á hótelinu, en ef við fórum á markaði og svona borguðum við allt sjálf." „Fyrir mig var frábært að vera á hótelinu, vegna þess að það var þannig séð enginn sem ég vildi vera eitthvað þannig með í hópnum," en Tinna var ein af þeim sem yfirgáfu bát- ixm fyrst. Tinna segir þó að þau hafi alltaf þurft að vera til taks meðan á tökum stóð. „Við vorum ekki með alveg frjálsar hendur. Það var alltaf myndatökumaður með okk- ur og myndaði allt sem að við vorum að gera og var svona hálfþartinn bamapían okkar. Við þurftum að vera tilbúin í hvað sem er því það vom alls konar svona sörpræses í þætt- inum." Tinna segir að hún hafi verið í þrjá daga um borð, en ferðin stóð yfir í tólf daga. Tinna vill þó meina að henni hafi líkað betur í landi. „Þegar ég fór aftur á bátinn hafði ég nú ekki haft neitt á móti því að vera bara í landi frekar en að vera á bátnum" Tinna segir að ferðin hafi verið mjög skemmtileg og ógleymanleg. Hún er ekki frá því að þeir sem vom í landi hafi fengið mun meira tækifæri til að skemmta sér vel í ferðinni. „Þetta var bara tólf daga fyllerí," segir Tinna Kristjánsdóttir hress og kát. rm. v-3 •cí7 Ástarfleylð Krakkarnir á Ástar- fleyinu skemmtu sér vel hvort sem þeir voru um borð eða ekki Tmna Kristjánsdóttir Segist hafa skemmt sér konungiega i landi. Hópur ungra áhugamanna um bókmenntir og kveðskap hefur skapað sér orð- spor fyrir áhugaverð verk og stefnumál. Hópurinn sem ber heitið Nýhil átti við- burðaríkt ár, en á nýju ári er ekki minna á döfinni hjá þeim nema síður sé. „Við vorum að gefa út Ijóða- bókaseríu sem heitir Norrænar bókmenntir, við gáfum út fyrstu fjórar bækumar og svo núna vænt- anlega í aprfl gefum við út bækum- ar fimm sem fylgja þessum fjómm eftir," segir Viðár Þorsteinsson, eitt af skáldunum í Nýhil en hópurinn samanstendur af áhugamönnum um bókmenntir og kveðskap. Árið 2005 var um margt viðburðaríkt hjá hópnum en hvað skyldi vera á döf- inni á nýju ári? „Við erum svo að fara að opna verslun, þar sem við seljum okkar eigin tida, ljóðabækur og aðra fram- leiðslu. Við munum bjóða upp á valda titla af samtímalist erlendis frá sem við þekkjum vel til," segir Viðar en hann segir Nýhil ætla aö reyna að vera með hluti sem ekki verða í boði annars staðar. Verslunin verður til húsa í Kjörgarði á Laugavegi og verður opnuð í lok mars. „Smekkleysa hefur leyft okkur að hafa hluta af hennar húsnæði til af- nota," segir Viðar ennfremur. Nýhil hefur verið starfendi um tveggja ára skeið en þeir segjast síður en svo sækjast núkið eftir nýjum meðlim- um. „Við höfum ekkert sérstaklega sóst eftir nýjum meðlimum heldur einhvem vegixm gerist það bara að fólk kemur til liðs við Nýhil, við erum mjög opinn félagsskapur." Nóg virðist vera á döfinni hjá Nýhil sem segja tvo merka menn væntanlega ritstjóra bóka félagsins. „Ingólfur Gíslason ætlar að rit- stýra bók fyrir Nýhil sem mun heita Af menntun og mun bókin fjalla um menntun á íslandi almennt og svo ætlar Ófeigur Sigurðsson að ristýra bók sem mun heita Af bílum," bæt- irViðarvið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.