Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 Sport DV Hvað gerir Borogegn Nuneaton í kvöld? Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough getur fengið uppreisn æru í kvöld þegar liðið fær smáliðið Nuneaton í heimsókn í ensku bikarkeppninni. Boro náði aðeins 1-1 jafntefli í fyrstu til- raun gegn Nuneaton og tapaði síðan 7-0 fyrir Arsenal um helgina. í kvöld mætast einnig Birmingham- Torquay, Chester-Chelten- ham, Leeds-Wigan, Read- ing-West Brom, Tamworth- Stoke og Walsall-Bamsley. Bæði landslið- inífjórða styrkleika- flokki íslensku körfu- boltalandsliðin verða í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í und- anriðla Evrópu- keppninnar 11. febr- úar næstkomandi. fsland er með Rúm- em'uogAlbamuí karlaflokki en þar em Holland, írland og Austumki í 1. flokki, Slóvakía, Sviss og Georgía í 2. flokki, Hvíta-Rússland, Finnland og Kýpur í 3. flokki og loks Lúxemborg og Eng- land í fimmta flokkinum. Liðunum verður skipt niður í þrjá riðla, tvo með fimm liðum og einn með fjórum liðum. Stelpurnar meðífyrsta sinn íslenska kvennalandslið- ið í körfubolta tekur í fyrsta sinn þátt í Evr- ópukeppninni næsta haust og þær em eins og karlalands- liðið í ijórða styrk- leikaflokki en Lúx- emborg er með Is- landi í flokki og mætast þessir góð- kunningjar því ekki að þessu sinni. Irland og Portugal em í 1. flokki, Noregur og Bosn- ía í 2. flokki, Holland og Eist- land í 3. flokki og loks er England í 5. flokki en dregið verður í tvo riðla og í öðmm riðlinum verða fimm lið en íjögur í hinum. Roger Milla ætlarað hjálpa löndum sínum Roger Milla, sem sló í gegn á LIM á Ítalíu 1990 og varð síðan elsti markaskorari í úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar frá upphafi á HM í Bandaríkjunum fjórum áður síð- ar, hefur verið kallaður til að efla liðsandann innan lands- liðs Kamerúna fyrir kom- andi Afríkukeppni landsliða í knattspymu. Paul Biya, forseti landsins, biðlaði til Milla, en Kamerúnar em enn að jafna sig eftir áfaflið þegar liðinu mistókst að tryggja sig inn á HM í Þýska- landi. íslenska handboltalandsliðið bætti tíu ára gamalt met með því að gera 32-32 jafn- tefli við Norðmenn á Umbro-mótinu um helgina. Strákarnir léku þar með sinn sextánda landsleik í röð án taps en síðasti tapleikur íslenska liðsins var gegn Póllandi 1 lok mars í fyrra. ÍSLENSKA HflN“ f Whll ■/» IIHM^ aplaust i tæpa tiu Viggó Sigurðsson er þegar búinn að ná sögulegum árangri með íslenska landsliðið í handbolta þrátt fyrir að íslenska landsliðið hafi aðeins endaði í 15. sæti á hans eina stórmóti til þessa, HM í Túnis í fyrra. Síðan þá hefur liðið nefnilega vaxið mikið undir hans stjórn. íslensku strákarnir hafa ekki tapað nema einum leik frá HM í fyrra og það tap var gegn Póllandi 26. mars eða fyrir tæpum tíu mánuðum síðan. Framundan eru tveir erfiðir æfinga- landsleikir á heimavelli gegn Frökkum og svo erfiðasta stórmót- ið í handboltanum - Evrópumót landsliða. Viggó Sigurðsson bætti tíu ára gamalt met Þorbjamar Jenssonar um helgina en Þorbjöm sljómaði íslenska landsliðinu í 15 leikjum í röð án þess að tapa árið 1996. íslenska liðið vann þá 14 af leikjunum 15. Sexþeirra leikja vom í undankeppni Evrópukeppn- innar og fimm þeirra vom á móti í Japan sem var haldið sem upphitun- armót fytir HM f Japan ári síðar. Ts- lenska liðið náði einmitt sínum besta árangri á HM frá upphafi á HM í Kumamoto 1997 þegar liðið náði 5. sætinu á eftirminnilegan hátt. Nú ér að sjá hvort velgengrú liðsins að und- anfömu hjálpi liðinu á EM í Sviss sem hefst 26. janúar næstkomandi. Hafa unnið tvö æfingamót á þremur mánuðum Fjórtán af leikjunum sextán í fneti Viggós hafa verið æfingaleikir en fs- lenska liðið hefur unnið tvö' æfinga- Sigurganga íslenska iandsliösins undir stjórn Viggés Sigurðssonar: 27. mars 2005 Pólland (h) Jaliesky Garcia 7, Einar Hólmgeirsson 7 31-30 sigur 21. mal 2005 Færeyjar (ú) Baldvin Þorsteinsson 10, Andri Stefan 6 39-18 sigur 22. mal 2005 Færeyjar (ú) Baldvin Þorsteinsson 9, Þórir Ólafsson 8 36-27 sigur 6. júnl 2005 Svlþjóö (h) 36-32 sigur Einar Hólmgeirsson 9, Róbert 9/2 8. júnl 2005 SvlþjóÖ (h) Róbert Gunnarsson 8/1 31-31 jafntefli 12. júní2005 Hvlta-Rússland (h) Ólafur Stefánsson 7/5 33-24 sigur 18. júnf 2005 Hvfta-Rússland (ú) Einar Hólmgeirsson 7 34-31 sigur 27. október 2005 Pólland (ú) Ólafur Stefánsson 10/3, Guðjón Valur 8/1 38-37 sigur 28. október 2005 Danmörk (-) Guðjón Valur Sigurðsson 8, Alexander 6 32-32 jafntefli 29. október 2005 Noregur (-) Guðjón Valur Sigurðsson 9 26-23 sigur 25. nóvember 2005 Noregur (h) Alexander Petersson 7/4, Guðjón Valur 6/2 32-23 sigur 26. nóvember2005 Noregur (h) Snorri Steinn Guðjónsson 10/2, Einar 7 33-33 jafntefli 27. nóvember 2005 Noregur (h) Snorri Steinn 10/6 Einar 6, Guðjón Valur 6/1 32-26 sigur 12. janúar 2006 Noregur (ú) Arnór Atlason 6, Guðjón Valur Sigurðsson 6/2 31-30 sigur 13. janúar 2006 Katar (-) , Guðjón Valur Sigurðsson 17, Þórir Ólafsson 8 41-20 sigur 15. janúar 2006 Noregur (ú) Guðjón Valur Sigurðsson 10, Arnór Atlason 5 32-32 jafntefii Flestir leikir íslenskra landsliðsþjálfara í röð án taps: 16 Viggó Sigurðsson (27/3/2005-) 12 sigrar og 4 jafntefli, 88% sigurhlutfall 15 Þorbjörn Jensson (9/4/1996-1/2/1997) 14 sigrar, 1 jafntefli, 93% - tap gegn Þýskalandi 14 Þorbergur Aöalsteinsson (29/12/1991 -22/3/1992) 11 sigrar, 3 jafntefli, 89% - tap gegn Noregi 13 Hilmar Bjömsson (7/1/1972-27/7/1972) 9 sigrar, 4 jafntefli, 85% - tap gegn Noregi 12 Þorbergur Aöalsteinsson (24/7/1990-21/12/1990) 9 sigrar, 3 jafntefli, 88%- tap gegn Þýskalandi 33 mörkum meira en næsti mað- ur Guðjón Valur Sigurðsson hefur ver- ið frábær í sigurgöngu íslenska hand- boltalandsliðsins en hann hefur skor- að96 mörk í leikjunum 16, þar af33 mörk í þremur leikjum nýja ársins. mót á þessum tíma, fyrst mót í Pozn- an í Póllandi í lok október og svo Um- bro-mótið í Noregi um síðustu helgi. íslensku strákamir hafa unnið 12 af þessum 16 leikjum en athygli vekur að íslenska liðið hefur spilað 6 af síðustu 7 landsleikjum gegn frændum okkar Norðmönnum. Birkir og Vignir leikjahæstir Viggó er búinn að nota 37 leik- menn í þessum sextán leikjum, aðeins íjórtán þeirra hafa verið með í helm- ingi leikjanna eða meira og m'u leik- menn hafa aðeins verið með í einum eða tveimur leikjum. Tveir leikmenn íslenska landsliðsins hafa náð að vera með í 15 af 16 þessarra leikja en það em markvörðurinn Birkir ívar Guð- mundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson. Birldr ívar hvíldi í einum æfingaleikjanna gegn Norðmönnum í nóvember og Vignir var ekki með í sigri á Svíum í júní. Fjórir leikmenn spiluðu alla leiki nema þá tvo sem íslenska liðið spilaði gegn Færeyjum í sumar en þar léku aðeins leikmenn sem vom að spila í íslensku deildinni. Þeir Róbert Gunn- arsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Al- exander Peterson og Einar Hólmgeirs- son hafa því verið með í öllum leikjun- um sem atvinnumennimir' spiluðu með. Með 33 mörkum meira en næsti maður Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að skora 33 mörk í fyrstu þremur landsleikjum ársins 2006 (11 í leik) og er langmarkahæstur hjá íslenska landsliðinu í sigurgöngunni. Guðjón Valur er búinn að spila 14 af þessum 16 leikjum, alla nema leikina tvo við Færeyjar í sumar, og hefúr skorað í þeim 96 mörk eða 6,9 mörkað meðal- tali í leik. Guðjón Valur hefúr skorað 33 mörkum meira en næsti maður sem er skyttan Einar Hólmgeirsson en atliygli vekur að fimrfyleikmenn hafa skorað nþeira en Ólafur Stefánsson, marka- hæsti leikmaður ís- lenska landsliðsins undanfarin ár og er það kannsld tákn um þá miklu og góðu endumýjun sem hefur verið í ís- lenska liðinu að undanfömu. ooj@dv.is Búinn að missa metið Þorbjörn Jensson ó ekki lengur metið yfir flesta leiki þjáifaða með íslenska landsliðið án þess að tapa. Islenska landsliðið vann 72 af 124 lands- leikjum undir hans stjórn frá 1995 til 2001. •' J Margir góðir hlutir Viggó Sig- 'jurðssonhefurhaftnógaðgleðjast I I yfir íslðustu 16 landsleikjum en ís- I lenska landsliðið hefur ekki tapað \leik síðan i mars á síðasta ári. Flest mörk í sigurgöngunni: Guöjón Valur Sigurösson 96 Einar Hólmgeirsson 63 Róbert Gunnarsson 51 Alexander Peterson 50 Snorri Steinn Guðjónsson 47 Ólafur Stefánsson 36 Jaliesky Garcia 34 Þórir Ólafsson 26 Baldvin Þorsteinsson 21 Vignir Svavarsson 18 Sigfús Sigurðsson 17 Arnór Atlason 15 Ásgeir Örn Hallgrímsson 10 Þjálfari Lokeren vill ólmur halda Rúnari Verður líklega í eitt ár í viðbót Rúnar Kristinsson sagði í sam- tali við DV Sport í gær að hann byggist ekki við öðm en að vera hjá Lokeren í eitt ár til viðbótar, hið minnsta. Samningur hans við fé- lagið rennur út í lok tímabilsins og hafði jafnvel verið búist við því að hann kæmi þá heim til íslands. „Þjálfarinn vill halda mér og liðið á þar að auki í mesta basli með mannskapinn. Einir 7-8 leikmenn em á sjúkralistanum og þá er útlit fyrir að Amar Þór og annar leik- maður, Brasilíumaður, fari frá fé- laginu," sagði Rúnar en hollenska úrvalsdeildarliðið Twente hefur lagt fram boð í Arnar Þór Viðars- son, fyrirliða liðsins. Brasilíumað- urinn er hugsanlega á leið til Núrn- berg í þýsku úrvalsdeildina. „Ég er þar að auki í banni í fyrsta leik eftir vetrarhlé og ef þessir menn fara án þess að við fáum neina í staðinn getum við gleymt þessu tímabili." Rúnar sagðist búast við þvf að fara senn í samningaviðræður við forseta félagsins og vildi hann endilega ganga frá því sem fyrst. „Það er betra að klára slík mál áður en ég meiðist, eða eitthvað slíkt," sagði Rúnar í léttum dúr. eirikurst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.